Selfoss tekur á móti ÍBV

Selfyssingar taka á móti Eyjamönnum í Lengjubikarnum í dag. Leikurinn hefst kl. 18:30 á Selfossvelli. Selfyssingar eru búnir að tapa tveimur seinustu leikjum gegn KV og Stjörnunni á meðan Eyjamenn eru aðeins búnir að skora eitt mark í síðustu þremur leikjum.

Þrettán marka sigur

Selfoss vann yfirburða sigur á liði Þróttar í kvöld. Það tók Selfoss nokkrar mínútur að komast í gang í upphafi leiks og komust Þróttarar yfir í stöðunni 4-2 en þá tóku okkar strákar við sér og var staðan orðin 5-9 þegar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum.  Staðan í hálfleik var 9-18 fyrir Selfoss.

Undirbúningstímabilið brotið upp

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu er óðum að undirbúa komandi keppnistímabil í Pepsideildinni.Undirbúningstímabilið er langt og strangt og nauðsynlegt að brjóta upp hefðbundnar æfingar til að stytta biðina eftir að komast á iðagrænt grasið.

Samningar við leikmenn og samstarfsaðila

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss gekk í dag frá samningum við fjóra leikmenn meistaraflokks kvenna og samstarfssamningi við Íslandsbanka á Selfossi.Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliða meistaraflokks, undirritaði nýjan tveggja ára samning. Guðmunda er einn af máttarstólpum Selfoss í meistaraflokki og lykilmaður í liði Selfoss í Pepsi deildinni sem hefst í maí.Hún var markahæsti leikmaður liðsins á seinasta keppnistímabili með 11 mörk og var valin efnilegasti leikmaður Pepsi deildarinnar 2013 af þjálfurum og leikmönnum allra liða. Í nóvember 2013 lék hún sinn fyrsta A-landsleik og spilaði einnig með íslenska liðinu á Algarve mótinu í Portúgal í byrjun mars.

Úthlutun Ferðasjóðs íþróttafélaga

Búið er að úthluta styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2013. Til úthlutunar að þessu sinni voru 67 m.kr.

Júdódeild mótar afreksstefnu

Aðalfundur Júdódeildar Umf. Selfoss var haldinn í Tíbrá 18. mars sl. og mættu á annan tug manns á fundinn.Í skýrslu formanns kom var að öflugt starf fer fram hjá deildinni og eru flestir tímar fullmannaðir.

Hrafnhildur og Karitas til Króatíu

Hrafnhildur Hauksdóttir og Karitas Tómasdóttir leikmenn mfl. Selfoss í knattspyrnu eru í U19 landsliði Íslands sem tekur þátt í milliriðlim EM í Króatíu í apríl.Liðið fer út fimmtudaginn 3.

Deildarmeistarar í 3. flokki

Selfyssingar mættu Haukum í 3. flokki karla í handbolta í gær og að loknum leik fengu strákarnir afhentan bikar sem deildarmeistarar í 3.

Kara skrifar undir nýjan eins árs samning

Kara Rún Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við Selfoss um eitt ár. Kara hefur leikið vel fyrir Selfoss og verið mikilvægur hlekkur í ungu og efnilegu liði Selfoss sem hefur leikið í efstu deild síðustu tvö tímabil.Mikil ánægja er innan félagsins að Kara Rún hafi skrifað undir nýjan samning fyrir næsta ár og er það liður í áframhaldandi uppbyggingu Selfoss á starfi kvennahandboltans.

Hrafnhildur Hanna skrifar undir nýjan tveggja ára samning

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur undirritað nýjan tveggja ára samning við Selfoss. Hanna hefur verið einn af burðarásum hins unga og efnilega liðs Selfoss í meistaraflokki kvenna.