Tíu gull, sjö silfur og fimm brons á Gaflaranum

Nokkrir krakkar frá Selfossi gerðu góða ferð í Hafnarfjörðinn á laugardaginn þegar þau tóku þátt í opnu frjálsíþróttamóti þar.

Meistaraflokkur kvenna með lið í efstu deild í handbolta

Næsta vetur verður handknattleiksdeild Selfoss með kvennalið í meistaraflokki í efstu deild. Er það í fyrsta sinn síðan kvennahandboltinn var endurvakinn á Selfossi fyrir 10 árum síðan.

Byrjendanámskeið í júdó fyrir konur og karla

Júdódeild Umf. Selfoss heldur ókeypis byrjendanámskeið fyrir konur og karla í ágúst. Æft verður í júdósalnum í Sandvíkurskóla þriðjudaga og fimmtudaga kl.

Knattspyrnudeild gerði nýjan samning við Vífilfell

Knattspyrnudeild Umf. Selfoss og Vífilfell undirrituðu sl. mánudag nýjan samstarfssamning sem gildir til þriggja ára. Með honum verður Vífilfell áfram einn af stærri styrktaraðilum knattspyrnunnar á Selfossi.

Fjóla Signý bætti 30 ára gamalt HSK-met Unnar Stefánsdóttur í 200 m

Nokkrir keppendur af sambandssvæði HSK tóku þátt í Akureyrarmótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór á glæsilegum Akureyravelli helgina 21.-22.

Kristrún og Hrafnhildur Hanna léku með u18 landsliðinu

Þær Kristrún Steinþórsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Selfossi léku með u18 ára landsliði Íslands á Opna Evrópumótinu sem fram fór í Gautaborg dagana 2.-6.

Um 70 kepptu í nýrri og endurbættri mótokrossbraut á Selfossi

Fjórða umferð Íslandsmótsins í mótokrossi fór fram laugardaginn 21. júlí í braut mótokrossdeildar UMFS á Selfossi. Félagsmenn deildarinnar voru afar stoltir að geta boðiðupp á eina af bestu brautum landsins.

Selfoss sigraði Unglingamót HSK

Þriðjudaginn 21. júní sl. fór fram Unglingamót HSK í frjálsíþróttum. Mótið var haldið á nýja frjálsíþróttavellinum á Selfossi í góðu veðri.

Stuðningsmenn Selfoss með hópferð til Vestmannaeyja

Hópferð verður frá Selfossi á leik ÍBV og Selfoss í Pepsi deld karla sunnudaginn 22. júlí. Lagt verður af stað kl. 11:00 frá Tíbrá.

Vertu með, hjálpaðu til

Eftir rúmar tvær vikur, um verslunarmannahelgina, verður stærsti íþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Selfossi, Unglingalandsmót UMFÍ. Öllu hefur verið tjaldað til við undirbúning mótsins, bæði að hálfu framkvæmdaaðila, Héraðssambandsins Skarphéðins og Sveitarfélagsins Árborgar. Áætlað er  að um 500 sjálfboðaliða þurfi til að framkvæma mótið og þar er um hin ýmsu störf að ræða.Aðildarfélög HSK á Selfossi munu sjá um veitingasölu á mótinu, en gert er ráð fyrir að 12-15 þúsund manns muni sækja mótið. Því er eftir töluverðu að slægjast hjá þessum félögum, Ungmennafélagi Selfoss, Knattspyrnufélagi Árborgar, Íþróttafélaginu Suðra, Körfuknattleiksfélagi FSU, Golfklúbbi Selfoss og Hestamannafélaginu Sleipni. Mun hagnaður af veitingasölunni skiptast á milli þessara félaga eftir vinnuframlagi frá hverju og einu félagi. Félögin hafa nú þegar hafið leit að sjálfboðaliðum innan sinna raða til að manna þessar vaktir, og önnur störf, um verslunarmannahelgina og gengur vonandi vel.En örugglega er einhver út í samfélaginu sem hefur ekki verið haft samband við og hefur áhuga að koma að því að styðja sitt félag eða hvaða félag sem hann velur sér að starfa fyrir og hvet ég viðkomandi til að hafa samband við sitt félag og bjóða fram aðstoð við mótið. Allt vinnuframlag skiptir máli alveg niður í nokkrar klukkustundir, eina vakt eða hvað annað sem viðkomandi hefur að bjóða. Ef einhver er í vafa hvert skal leita til að veita aðstoð má hafa samband við undirritaðan .Að lokum hvet ég alla til að taka virkan þátt í að Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi, um verslunarmannahelgina. mótið takist vel og verði okkur öllum til sóma.