Markalaust á Króknum

  Selfyssingum tókst ekki að koma boltanum í netið þegar liðið heimsótti botnlið Tindastóls á Sauðárkrók í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu í gær.

Tinna og Vilius best

Lokahóf handknattleiksdeildarinnar fór fram í sumarblíðu í Hótel Selfoss á laugardagskvöldið síðastliðið.  Kátt var á hjalla og gleðin var ótakmörkuð af sóttvarnarreglum.  Dagskráin var með hefðbundnu sniði og var veislustjóri kvöldsins Gunnar okkar Sigurðarson.  Á hófinu voru veitt einstaklingsverðlaun fyrir meistaraflokka og U-liðið auk þess sem félagi ársins var valinn og aðrar viðurkenningar veittar.SelfossTV var valin félagi ársins en þeir Árni Þór Grétarsson og Brad Egan tóku við viðurkenningunni, enda hausinn og hjartað í SelfossTV.  SelfossTV hefur verið öflugt í allmörg ár núna, en í ástandinu í vetur þegar íþróttahús landsins voru lokuð áhorfendum hefur mikilvægi SelfossTV aldrei verið meira.  Strákarnir á SelfossTV öxluðu þá ábyrgð og  sendu beint frá öllum hemaleikjum meistaraflokkanna sem ekki voru á Stöð 2 sport, U-liðanna ásamt flestum leikjum þriðja og fjórða flokks.  Alls voru þetta 56 útsendingar og nú hafa fimmtíu þúsund manns horft á. Tinna Sigurrós Traustadóttir var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna auk þess að vera markadrotting og valin sóknarmaður ársins.

Kristrún komin heim

Knattspyrnukonan Kristrún Rut Antonsdóttir mun ganga til liðs við Selfoss þegar félagaskiptaglugginn opnar á nýjan leik í lok júní.Kristrún, sem er 26 ára miðjumaður, lék síðast á Selfossi sumarið 2018 en hún hefur komið víða við í Evrópu á síðustu árum, leikið með Chieti og AS Roma á Ítalíu, Avaldsnes í Noregi, BSF í Danmörku, Mallbackens í Svíþjóð og nú síðast með St.

Íslandsmeistaramótið á Akranesi

Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í mótokross fór fram á Akranesi laugardaginn 26. júní. Keppendur frá Selfoss kepptu á mótinu og náðu tveir þeirra á verðlaunapall.Alexander Adam Kuc keppti í tveimur flokkum, unglingaflokki og MX2, hann bar sigur úr bítum í unglingaflokknum og lenti í öðru sæti í MX2, frábær árangur hjá honum.

Bikarmeistararnir úr leik

Það verður ekki af því að Selfyssingar verji bikarmeistaratitil sinn því því liðið laut í gras gegn Þrótti í fjórðungsúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudag.Selfyssingar voru yfir í hálfleik eftir mark frá Brenna Lovera á 13.

Fyrsti heimasigur Selfyssinga

Selfoss vann afar mikilvægan sigur á Víkingi frá Ólafsvík þegar liðin mættust í Lengjudeildinni á laugardag. Átta mörk voru skoruð í leiknum og komu sex af þeim í fyrri hálfleik.Hrvoje Tokic skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og komu þau bæði eftir glæsilegan undirbúning Gary Martin.

Fréttabréf UMFÍ

Hólmfríður aftur til Selfoss

Hólmfríður Arna Steinsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Hólmfríður, sem er aðeins 17 ára, er leikstjórnandi og spilaði með Selfoss tímabilið 2019-20.  Hólmfríður er uppalin í Eyjum og spilaði með ÍBV á síðasta tímabili.  Þá hefur hún verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands.

HSK/Selfoss sigraði á MÍ 11-14 ára

Lið HSK/Selfoss sigraði örugglega í stigakeppni Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára sem fram fór á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum helgina 19.-20.

Breiðablik sótti toppsætið á Selfoss

Selfoss missti toppsæti Pepsi Max deildarinnar í gær en liðið varð að sjá á eftir toppsæti deildarinnar til Íslandsmeistara Breiðabliks þegar liðin mættust á Selfossvelli í gær.