Nýr bæklingur um eineltismál

Út er kominn nýr bæklingur um eineltismál sem er sérstaklega ætlaður íþróttahreyfingunni. Um er að ræða aðgerðaráætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun og er bæklingurinn byggður á gögnum frá Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðingi og gefinn út af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.Í bæklingnum má meðal annars finna upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, skilgreiningar og helstu birtingamyndir eineltis.

Selfoss tapaði í Kaplakrika

Á föstudagskvöld mættu stelpurnar okkar FH-ingum í Kaplakrika í Olísdeildinni. Jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins en góður kafli FH í síðari hálfleik tryggði liðinu sigur.Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en heimakonur leiddu með einu marki í hálfleik, 12-11.

Vilja þjóðarleikvanginn í frjálsum á Selfoss

Sveitarfélagið Árborg vill að frjálsíþróttaleikvangurinn á Selfossi verði gerður að þjóðarleikvangi Íslendinga og mun fara fram á viðræður við Frjálsíþróttasamband Íslands þess efnis.

Dregið í bikarkeppni HSÍ

Á föstudag var dregið í Coca Cola bikarkeppni HSÍ.Í 16 liða úrslitum kvenna dróst Selfoss á móti Haukum og fer leikurinn fram í Hafnarfirði 12.

Verðlaunaafhending Selfoss getrauna

Það voru rúmlega 80 manns sem mættu í glæsilegan dögurð hjá Selfoss getraunum fyrsta vetrardag. Við það tækifæri voru veitt verðlaun fyrir vorleik 2013 og bikarkeppnina sem er nýlokið.

Kyu móti fellur niður

Kyu móti JSÍ sem halda átti á morgun á Selfossi hefur því miður verið aflýst sökum lítillar þátttöku.

Risapottur í getraunum

Það verður 240 milljóna risapottur í boði á Enska seðlinum fyrir 13 rétta á laugardaginn kemur. Ástæðan fyrir því að bætt er við í pottinn er sú að Sænsku getraunirnar eiga 80 ára afmæli og af því tilefni eru 13 sænskar milljónir í pottinum leikvikur 42-44 eða um 240 milljónir íslenskar krónur.Hvetjum fólk til að mæta í getraunakaffið í Tíbrá milli kl.

Joe Tillen semur aftur við Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við Joe Tillen og mun hann ganga aftur til liðs við þá vínrauðu og leika með liðinu í 1. deildinni á næsta ári.Joe gekk í raðir Selfoss frá Fram árið 2011 og fór með liðinu upp úr 1.

Fjögur gullverðlaun á Haustmóti JSÍ

Haustmót JSÍ fór fram í Vogum 12. október og gekk júdómönnum frá Umf. Selfoss vel og unnu til fjölda verðlauna.Egill Blöndal sigraði sinn flokk örugglega  og varð auk þess í öðru sæti í flokki fullorðinna eftir harða viðureign við hinn sterka júdómann Jón Þórarinsson JR sem er einn af sterkustu bardagamönnum landsins.

Fjóla Signý valin frjálsíþróttakona HSK

Lokahóf HSK í frjálsíþróttum fór fram miðvikudaginn 16. október. Þar var keppnistímabilið 2013 gert upp í gamni og alvöru, máli og myndum.Thelma Björk Einarsdóttir, Harpa Svansdóttir og Sólveig Helga Guðjónsdóttir frá Selfossi fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur og góða ástundum við æfingar.