Mikil ásókn í Guggusund

Í dag hefjast ný námskeið í ungbarnasund eða eins og flestir þekkja það. Námskeiðin eru fyrir börn frá þriggja mánaða aldri til 6 ára auk þess sem boðið er upp á sundskóla fyrir börn fædd 2010 og eldri.Líkt og áður er mikil ásókn í sundið og því eru einungis örfá pláss laus í flestum hópum.Skráning hjá Guðbjörgu Bjarnadóttur á og í síma 848-1626 .

Aðalfundur mótokrossdeildar 2016

Aðalfundur mótokrossdeildar Umf. Selfoss verður haldin í félagshúsi deildarinnar við Hrísmýri fimmtudaginn 28. janúar klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirMótokrossdeild Umf.

Selfoss Íslandsmeistarar innanhúss

Stelpurnar í meistaraflokki Selfoss urðu um helgina Íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu. Þær léku til úrslita við lið Álftanes í Laugardalshöllinni og höfðu sigur 7-4 eftir að hafa leitt í hálfleik 4-3.Útslitaleikurinn var sveiflukenndur en vannst að lokum nokkuð örugglega.

Opið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og skulu umsóknir berast fyrir 1. apríl 2016. Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem er að finna á .Sjóðurinn veitir m.a.

Teitur Örn í Þýskalandi með U-18

Nýverið tók Teitur Örn Einarsson þátt í Sparkassen Cup ásamt félögum sínum í landsliðinu. Mótið sem er árlegt boðsmót var í ár skipað landsliðum 7 landa auk úrvalsliðs sambandslandsins Saarland.Ísland var í riðli með Póllandi, Saarland og Hollandi. Sigur hafðist í fyrsta leik gegn Saarland 22-20 þar sem Teitur Örn var markahæstur með 7 mörk.

Þjálfararáðstefna Árborgar 2015-2016

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi föstudaginn 15. og laugardaginn 16. janúar 2016. Þema ráðstefnunnar í ár er markmið, skipulag og vellíðan.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum sveitarfélagsins að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.

Tap gegn Haukum

Selfossstelpur mættu liði Hauka í íþróttahúsi Vallaskóla í dag.  Í fyrri leik þessara liða í haust hafði Selfoss sigur á útivelli 24-26, síðan hafa Haukar styrkt lið sitt nokkuð.Haukastelpur byrjuðu leikinn betur og náðu fljótt 1-4 forystu en Selfoss náði að jafna 5-5.  Nokkuð jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik og leiddu Selfossstelpur í leikhléi 15-14.Síðari hálfleikur byrjaði verulega illa og keyrðu Haukar upp hraðann og náðu auðveldum mörkum þar sem vörn og þ.a.l.

Flugeldasala á þrettándagleði

Í tengslum við þrettándagleðina á Selfossi er flugeldasala knattspyrnudeildar Umf. Selfoss opin frá kl. 14 til 20 laugardaginn 9. janúar.Flugeldasalan er í félagsheimilinu Tíbrá við íþróttavöllinn við Engjaveg en þar er hægt að versla flugelda og tertur á sprengjuverði.

Íþróttaskóli barnanna hefst á sunnudag

Íþróttaskóli barnanna hefst að nýju sunnudaginn 10. janúar. Kennt er í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla í alls tíu skipti.Kennt er í tveimur hópum.Hópur 1 - Klukkan 10:00-10:50 fyrir börn fædd 2013 og 2014. Hópur 2 - Klukkan 11:00-11:50 fyrir börn fædd 2010-2012.Kennarar eru Steinunn Húbertína Eggertsdóttir grunnskólakennari og Sigurlín Garðarsdóttir íþróttafræðingur.Skráning á staðnum frá klukkan 9:30.

Þrettándagleðin á Selfossi verður laugardag 9. janúar

Ákveðið hefur verið að þrettándagleðin á Selfossi verði laugardaginn 9. janúar. Blysför leggur af stað frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti.Jólasveinarnir kveðja og álfar og tröll mæta á svæðið.