Leighton McIntosh í Selfoss

Skoski framherjinn Leighton McIntosh skrifaði í dag undir samning við knattspyrnudeild Selfoss út sumarið, með möguleika á framlengingu næsta tímabil.McIntosh mun fylla skarð framherjans Alfi Conteh-Lacalle sem var sendur heim á dögunum, en hann náði ekki að blómstra í Selfossbúningnum.McIntosh hóf atvinnumannaferil sinn hjá Dundee United í Skotlandi en síðustu tvö ár hefur hann leikið með Peterhead í skosku C-deildinni og skorað þar 20 mörk í 58 leikjum.Nánar er fjallað um feril McIntosh á vef .---Jón Steindór Sveinsson, varaformaður knattspyrnudeildarinnar og Leighton McIntosh handsala samninginn. Ljósmynd: Umf.

Skráningarfrestur á Unglingalandsmót framlengdur

Ákveðið hefur verið að lengja frestinn til að skrá þátttakendur á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

Góður árangur á Rey Cup

Alþjóðlega Rey Cup mótið fór fram í Laugardalnum í Reykjavík um helgina og tóku fjögur lið frá Selfossi þátt auk þess sem sameiginlegt lið Selfoss og Sindra tók þátt í 3.