09.08.2019
31. júlí síðastliðinn fóru 35 iðkendur og 5 þjálfarar frá fimleikadeild Selfoss til Helsinge í Danmörku. Þar eyddu þau viku í alþjóðlegum æfingabúðum, þar sem kennarar frá Danmörku sáu um skipulag og allt utanumhald.
09.08.2019
Við erum búin að opna fyrir skráningu í íþróttaskólann. Við byrjum sunnudaginn 8. september og námskeiðið verður 12 vikur. Umsjón verður í höndum Berglindar Elíasdóttur íþrótta - og heilsufræðings og Ingu Sjafnar Sverrisdóttur sjúkraþjálfara.
09.08.2019
Á dögunum skrifuðu Vilborg Halldórsdóttir, lyfsali Lyfju á Selfossi, og Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri fimleikadeildar Selfoss, undir samstarfssamning.
01.08.2019
Brúarhlaup Selfoss fer fram laugardaginn 10. ágúst í tengslum við bæjarhátíðina. Keppt er í 5 og 10 km hlaupi, 2,8 km skemmtiskokki og 800 metra Sprotahlaupi barna 8 ára og yngri.
30.07.2019
Guðni Ingvarsson hefur ákveðið að taka slaginn áfram á Selfossi og hefur framlengt við handknattleiksdeild Umf. Selfoss.Guðni er uppalinn hér á Selfossi en hann lék í nokkur ár með ÍBV þar sem hann vann Íslands- og bikarmeistaratitil áður en hann tók eitt tímabil á Seltjarnarnesinu með Gróttu, hann gekk síðan aftur til liðs við Selfoss haustið 2016.
27.07.2019
U-17 ára landslið Íslands lauk leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Azerbaijan í dag þegar þeir sigruðu Slóveníu í leik um 5.
26.07.2019
Varnarmaðurinn Bergrós Ásgeirsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss út tímabilið 2020.
Bergrós hefur verið lykilmaður í liði Selfoss á undanförnum árum en hún er 22 ára gömul og hefur spilað 92 meistaraflokksleiki fyrir félagið frá árinu 2013.
Bergrós stundar nám við Arkansas háskóla í Little Rock í Bandaríkjunum og spilar með liði skólans í háskólaboltanum en hefur síðustu sumur komið til Íslands til þess að leika knattspyrnu með uppeldisfélagi sínu.
„Við erum gríðarlega ánægð með að Bergrós framlengi sinn samning við félagið.
25.07.2019
Eva María Baldursdóttir var hársbreidd frá þvi að komast í úrslit á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar i Baku. Eva María stökk yfir 1.72m í þriðju tilraun og felldi naumlega 1.75m. 13 stúlkur komust í úrslitin, 11 þeirra stukku yfir 1.75m og tvær þeirra stukku yfir 1.72m í fyrstu tilraun.