26.06.2019
Í síðustu viku var Grímur Hergeirsson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla. Nú hefur verið gengið frá öðrum stöðum í þjálfarateyminu. Þórir Ólafsson sem verið hefur aðstoðarþjálfari síðustu þrjú ár hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. Örn Þrastarson kemur inn í teymið og verður hægri hönd Gríms. Örn er jafnframt þjálfari mfl.
25.06.2019
Vormót ÍR fór fram á Laugardalsvelli 25.júní. Þrír keppendur frá Frjálsíþróttadeild Selfoss tóku þátt í mótinu og stóðu sig með miklum ágætum. Eva María Baldursdóttir sigraði hástökk í kvennaflokki með því að stökkva léttilega yfir 1.70m og hún reyndi síðan við 1.76m og átti fínar tilraunir.
25.06.2019
Í júlí verður haldið styrktar- og hreyfifærninámskeið fyrir krakka fædda 2004-2007 í Hleðsluhöllinni. Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri.Yfirþjálfari er Rúnar Hjálmarsson og honum til aðstoðar verður Sólveig Erla Oddsdóttir leikmaður Selfoss.Á námskeiðinu mun Rúnar fara með krakkana í alhliða styrktar- og liðleikaþjálfun og vinna í fyrirbyggjandi styrktaræfingum.
24.06.2019
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í flokki 11-14 ára fór fram á Laugardalsvelli við góðar aðstæður helgina 22.-23.júní sl.
24.06.2019
Sverrir Pálsson mun spila áfram með Selfoss en Sverrir framlengdi á dögunum við handknattleiksdeildina til tveggja ára. Sverrir er einn af þeim leikmönnum sem kom Selfoss upp um deild á sínum tíma og hefur verið lykilmaður í vörn síðan.
21.06.2019
Grímur Hergeirsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Grímur er Selfyssingur í húð og hár og hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins s.l.
21.06.2019
Nýtt tveggja vikna námskeið í , sem er fyrir öll börn fædd 2009-2013, hefst á mánudag en klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumaranámskeið fyrir hressa krakka.
Námskeiðið hefst mánudaginn 24.
21.06.2019
Hin stórefnilega Eva María Baldursdóttir er komin í Stórmótahóp FRÍ. Á Vormóti UMSB þann 2.júní sl. stökk hún 1.75m í hástökki en lágmark í hópinn í hennar aldurflokki (16-17 ára) er 1.73m.
18.06.2019
Meistaramót Íslands í flokki 15-22 ára fór fram á Selfossvelli við góðar aðstæður helgina 15.-16.júní sl. HSK/Selfoss sendi sameiginlegt lið til keppninnar og endaði liðið í 3.sæti örfáum stigum á eftir Breiðablik en ÍR-ingar unnu öruggan sigur.
18.06.2019
Á sunnudaginn fór fram verðlaunahóf HSÍ og Olís. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar í Olís- og Grill66-deildunum heiðraðir fyrir góða frammistöðu í vetur.Annað árið í röð var Elvar Örn Jónsson valinn besti leikmaður Olísdeildar karla í handbolta og Haukur Þrastarson valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.Elvar Örn fékk einnig Valdimarsbikarinn en hann er veittur þeim leikmanni sem þykir mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu.Við óskum þeim Elvari, Hauki og öllum þeim sem fengu verðlaun á hófinu hjartanlega til hamingju!Mynd: Guðmundur B.