15.12.2016
Jólamót frjálsíþróttadeildar Selfoss fyrir iðkendur 9 ára og yngri var haldið í Iðu miðvikudaginn 30. nóvember sl. Keppt var í langstökki án atrennu, skutlukasti og 30 metra hlaupi undir dynjandi jólatónlist.Þátttaka var góð, bæði barna og foreldra sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins.
28.11.2016
Silfurleikar ÍR fóru fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 19. nóvember en mótið er haldið til að minnast afreks Vilhjálms Einarssonar þrístökkvara sem hlaut silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956.
21.11.2016
Silfurleikar ÍR fóru fram í Laugardalshöll laugardaginn 19. nóvember sl. Iðkendur meistarahóps Selfoss voru 23 sem kepptu í fjöldanum öllum af greinum en sjö greinar voru í boði fyrir alla 14 ára og eldri.Allir keppendur meistarahópsins stóðu sig með prýði.
18.11.2016
Meistarahópur Selfoss í frjálsum var með mót í 400 metra hlaupi í Kaplakrika í Hafnarfirði laugardaginn 12. nóvember.Á mótinu hlupu þrír piltar af sambandssvæði HSK.
11.11.2016
Fjölmennt lið HSK/Selfoss tók þátt á Gaflaranum í frjálsíþróttahúsinu í Kaplakrika sl. laugardag en mótið er frjálsíþróttamót fyrir 10-14 ára keppendur. Keppendur af sambandssvæðinu stóðu sig frábærlega og settu samtals átta HSK met á mótinu.
21.10.2016
Héraðssambandið Skarphéðinn hlaut hvatningarverðlaun Ungmennafélags Íslands 2016 á sambandsráðsfundi UMFÍ sem fram fór að Laugum í Sælingsdal á laugardag.Verðlaunin eru veitt fyrir öflugt og metnaðarfullt frjálsíþróttastarf á vegum frjálsíþróttaráðs HSK, en ráðið er vettvangur 14 aðildarfélaga HSK um sameiginlegt frjálsíþróttastarf.Guðríður Aadnegard, formaður HSK, og Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, tóku við verðlaunum fyrir hönd HSK.Frjálsíþróttafólk frá HSK hefur átt góðu gengi að fagna á mótum í gegnum tíðina.
10.10.2016
Selfyssingurinn Hildur Helga Einarsdóttir setti HSK-met í 14 ára flokki á stökk- og kastmóti Umf. Selfoss á dögunum. Þar kastaði hún 4 kg sleggju 22,30 metra og bætti 11 ára gamalt HSK-met Landeyjarsnótarinnar Bryndísar Láru Hrafnkelsdóttur, núverandi markvarðar ÍBV í knattspyrnu, um rúma sjö metra.
07.10.2016
Á uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands þann 1. október sl. voru afhent þremur einstaklingum sem stuðlað hafa að framgangi íþróttarinnar með áberandi hætti.
22.09.2016
Hin árlega kastþraut Óla Guðmunds fór fram með pompi og prakt föstudaginn 9. september sl. í sextánda sinn. Metþátttaka var í þrautinni sautján karlar og níu konur.Í karlaflokki sigraði Orri Davíðsson, Ármanni með 3.049 stig, Jón Bjarni Bragason, Breiðabliki varð annar með 2.998 stig og Vigfús Dan, Selfossi þriðji með 2.622 stig.
21.09.2016
Á morgun, miðvikudaginn 21. september, er mátunardagur hjá Jako. Starfsmaður frá Jako verður í Iðu milli klukkan 16 og 19, endilega nýtið ykkur frábær tilboð.