Héraðsleikar og Aldursflokkamót HSK

Héraðsleikar og Aldursflokkamót HSK verða haldin í Þorlákshöfn sunnudaginn 14. júní og hefjast kl. 10:00. Keppt verður í  frjálsíþróttum í flokkum 14 ára og yngri.

Verðlaunaafhending í Grýlupottahlaupinu

Verðlaunaafhending fyrir Grýlupottahlaup ársins 2015 fer fram laugardaginn 6. júní kl. 11:00 við Tíbrá, félagsheimili Ungmennafélags Selfoss.

Tveir Selfyssingar keppa á Smáþjóðaleikunum

Nú standa Smáþjóðaleikarnir yfir á Íslandi en þeir hófust 1. júní og lýkur laugardaginn 6. júní.Selfyssingar eiga tvo keppendur á mótinu, Annars vegar Þór Davíðsson sem keppir í -100 kg flokki og sveitakeppni í júdó föstudaginn 5.

Ellefu met á Grunnskólamóti Árborgar

Það voru 229 keppendur í 1.-10. bekk Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri sem tóku þátt í Grunnskólamóti Árborgar sem haldið var á frjálsíþróttavellinum á Selfossi í 17.

Úrslit í sjötta Grýlupottahlaupinu 2015

Sjötta og síðasta Grýlupottahlaup ársins fór fram í hlýju og björtu veðri á Selfossvelli laugardaginn 30. maí. Bestu tíma dagsins áttu Harpa Svansdóttir sem hljóp á 3:21 mínútum og Teitur Örn Einarsson sem hljóp á 2:41 mínútum. Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar. Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum  með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan. Myndir úr öðru og sjötta hlaupi ársins má finna á . Verðlaunaafhending verður laugardaginn 6.

Sumaræfingar í frjálsum hefjast 1. júní

Sumaræfingar hjá Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss hefjast mánudaginn 1. júní. Tímsetningar og hópaskiptingar má sjá hér fyrir neðan. Hópur 1- Fædd 2008 og 2009Mánudaga kl.

Síðasta Grýlupottahlaup ársins

Sjötta og síðasta Grýlupottahlaup ársins 2015 fer fram á Selfossvelli laugardaginn 30. maí.Skráning hefst kl. 10:30 en hlaupið er ræst af stað kl.

Fjóla með gull á vormóti HSK

Margir af sterkustu frjálsíþróttamönnum landsins voru saman komnir á sem fram fór á Selfossvelli síðasta laugardag í þurru en köldu veðri.

Úrslit í fimmta Grýlupottahlaupinu 2015

Fimmta Grýlupottahlaup ársins fór fram í blíðskaparveðri á Selfossvelli laugardaginn 16. maí. Bestu tíma dagsins áttu Þórunn Ösp Jónasdóttir sem hljóp á 3:24 mínútum og Benedikt Fadel Farag sem hljóp á 2:55 mínútum. Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar. Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum  með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.  - Athygli er vakin á því að úrslitin í fjórða hlaupinuhafa verið leiðrétt hjá stelpum 2003 og strákum 2000. Myndir úr öðru hlaupi ársins má finna á . Sjötta og síðasta hlaup ársins fer fram laugardaginn 30.

Meistaramót Íslands 11-14 ára fer fram á Selfossvelli í sumar

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára verður haldið á Selfossvelli dagana 27.-28. júní nk. Frjálsíþróttaráð HSK mun sjá um framkvæmd mótsins og nú þegar hefur tekið til starfa sérstök Meistaramótsnefnd sem sér um skipulagningu í aðdraganda mótsins.Auk þess að sjá um frjálsíþróttakeppnina mun ráðið selja gistingu með morgunmat í Vallaskóla á meðan mótinu stendur og boðið verður upp á kvöldverð og kvöldvöku á laugardagskvöldinu, allt á hóflegu verði.