07.07.2015
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var haldinn í sjöunda skipti á Selfossi dagana 28. júní til 2. júlí. Alls voru 59 frískir krakkar á aldrinum 11 til 14 ára sem kláruðu skólann.
29.06.2015
Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram með glæsibrag á Selfossvelli um helgina þar sem 244 ungmenni voru skráð til leiks. Umgjörð, skipulagning og framkvæmd mótsins var til fyrirmyndar hjá heimamönnum í HSK/Selfoss.Glæsilegur árangur náðist á mótinu en alls var um að ræða 277 persónulegar bætingar og þar af þrjú Íslandsmet.
27.06.2015
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ sem fram fer á Selfossi hefst strax að loknu Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fer um helgina. Skólinn er settur á mánudag og stendur fram á fimmtudag 2.
25.06.2015
Það verður mikið um að vera á Selfossvelli um helgina þegar Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára verður haldið. Mótið fer fram laugardag og sunnudag og hefst kl.
15.06.2015
Aldursflokkamót HSK í frjálsíþróttum fyrir keppendur 11–14 ára var haldið í Þorlákshöfn sl. sunnudag, samhliða héraðsleikunum.
14.06.2015
Sunnudaginn 14. júní mættu tólf eldspræk börn í Þorlákshöfn til að taka þátt í Héraðsleikum HSK fyrir Selfoss.9 ára og yngri kepptu í 60 m spretthlaupi, langstökki og 400 m hlaupi en 10 ára börnin fengu að auki að keppa í hástökki og kúluvarpi.Rjómablíða var og stemmingin góð á meðal barna og foreldra þeirra.
14.06.2015
Sex keppendur frjálsíþróttadeildar Selfoss skunduðu ásamt þjálfara sínum á Vormót Fjölnis þann 9. júní sl.Hákon Birkir Grétarsson krækti sér í þrenn gullverðlaun í flokki 12-13 ára pilta.
11.06.2015
Grýlupottahlaup Frjálsíþróttadeildarinnar fór fram í 48. skipti í apríl og maí. Hlaupið í ár tókst vel og fjöldi þátttakenda eykst á hverju ári.
10.06.2015
Smáþjóðaleikunum, sem fram fóru á Íslandi, lauk laugardaginn 6. júní. Eins og áður hefur komið fram áttu Selfyssingar tvo keppendur á mótinu.Þór Davíðsson nældi sér í bronsið í í júdó.
09.06.2015
Vormót ÍR var haldið á Laugardalsvelli í rigningu og roki þann 8. júní sl. Þær Fjóla Signý Hannesdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir létu það ekki á sig fá heldur mættu galvaskar og uppskáru gott mót.Fjóla Signý sigraði í þremur greinum, 100 m grindahlaupi á tímanum 16,86 sekúndum í miklum mótvindi, 400 m grindahlaupi á tímanum 67,53 sekúndum og að lokum náði hún að stökkva yfir 1,66 m í hástökki þrátt fyrir að hafa ekki keppt í hástökki um langan tíma.Thelma Björk Einarsdóttir hjó nærri 34 ára gömlu Selfossmeti Elínar Gunnarsdóttur (37,28 m) er hún kastaði kringlunni 36,73 m, bætti sig um tæpa tvo metra og hafnaði í öðru sæti.Frábær byrjun á sumrinu hjá þessum öflugu íþróttakonum.