09.03.2015
Sunnudaginn 1. mars sl. fór fram bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands 15 ára og yngri í Laugardalshöll. HSK sendi þangað öflugt lið sem stóð vel fyrir sínu varð í fjórða sæti aðeins hársbreidd frá bronsverðlaununum í stigakeppninni.
08.03.2015
Laugardaginn 7.mars tóku iðkendur Frjálsíþróttadeildar þátt í Héraðsleikum HSK á Hvolsvelli. 8 ára og yngri tóku þátt í þrautabraut en 9-10 ára kepptu í einstökum greinum.
06.03.2015
Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss fór fram í Tíbrá í gær. Fjöldi fólks mætti á fundinn sem fór vel fram og kom fram í skýrslu formanns og ársreikningum að starf og rekstur deildarinnar er í miklum blóma.
05.03.2015
Ungmennafélag Selfoss hefur gengið frá samningi við Namo ehf. heildsölu og verslun sem býður upp á Jako íþróttavörumerkið. Samningurinn, sem nær til aðalstjórnar Umf.
05.03.2015
Ungmennafélag Selfoss leitar eftir dugmiklum og drífandi bókara í 50% starfshlutfall. Um er að ræða starf sem er í sífelldri mótun og mun starfsmaðurinn koma að mótun starfsins.Við leitum að þjónustulunduðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur áhuga á íþrótta- og félagsstarfi sem og gleði af því að vinna með fólki.Menntun, reynsla og eiginleikar:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
Reynsla af bókhaldsstörfum
Góð þekking og reynsla af notkun DK bókhaldshugbúnaðar og töflureiknis (Excel)
Nákvæmni í vinnubrögðum og lipurð í samskiptum
Gleði, virðing og fagmennska
Meðal verkefna:
Færsla á öllu bókhaldi félagsins
Launaútreikningur allra deilda
Umsjón með skráningar- og greiðslukerfinu Nóra
Aðstoð við bókhaldsmál og fjáramálastjórn deilda
Bókari Umf.
27.02.2015
Það vill svo skemmtilega til að þrír krakkar úr 7. SKG í Vallaskóla urðu á dögunum Íslandsmeistarar í frjálsum íþróttum. Hákon Birkir (t.h.) sigraði í 60 m hlaupi, 60 m grindahlaupi og hástökki en Hildur Helga og Vilhelm Freyr sigruðu í kúluvarpi.
26.02.2015
Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 5. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur.Allir velkomnirFrjálsíþróttadeild Umf.
19.02.2015
Lið HSK/Selfoss vann um helgina stórsigur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Liðið fékk í heildina 808,08 stig en FH varð í öðru sæti með 420 stig.
11.02.2015
Meistaramót Íslands, aðalhluti, var haldið í Kaplakrika í Hafnarfirði helgina 7.-8. febrúar og sendi Selfoss fjóra keppendur til leiks sem stóðu sig með miklum ágætum.Thelma Björk Einarsdóttir, stóð stig vel í kúluvarpi og kastaði sitt annað lengsta kast á ferlinum er hún varpaði kúlnni 11,31 m og nældi sér í bronsverðlaun.Eyrún Halla Haraldsdóttir kastaði einnig kúlunni en hún fór 9,13 m.Harpa Svansdóttir kepptí í þrístökki þar sem hún varð sjötta með 10,02 m og í langstökki með stökk upp á 4,68 m.Að lokum kastaði Ólafur Guðmundsson 12,17 m í kúlu sem er hans besti árangur í ár.Um næstu helgi fer fram Meistaramót Íslands 11-14 ára þar sem Selfyssingar ætla sér stóra hluti.óg---Thelma Björk komst á pall um helgina
Ljósmynd: Umf.
04.02.2015
800 keppendur mættu til leiks á Stórmóti ÍR sem fram fór í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 31. janúar til 1. febrúar.Í flokki 14 ára og yngri stóðu Selfosskrakkarnir sig mjög vel, settu eitt HSK met og unnu til fjölda verðlauna.