01.07.2016
Nýtt tveggja vikna námskeið í Íþrótta- og útivistarklúbbnum (fyrir börn fædd 2006-2011) hefst mánudaginn en klúbburinn er staðsettur í Vallaskóla.Allar nánari upplýsingar og skráningar má fá í netfanginu eða í síma 698-0007.
28.06.2016
Arna Kristín Einarsdóttir hefur skrifað undir eins árs samning við handknattleiksdeild Selfoss.Arna Kristín kemur til liðs við Selfoss frá KA/Þór þar sem hún hefur spilað síðustu ár.
23.06.2016
Stjórnarmenn handknattleiksdeildar Selfoss sáu sér leik á borði og tryggðu Selfoss áframhaldandi samning við Teit Örn Einarsson fyrir komandi keppnistímabil í Olís-deildinni.
20.06.2016
Handboltaskóli Umf. Selfoss fór vel af stað í seinustu viku og tóku hátt í 40 krakkar þátt í fyrstu vikunni af þrem. Næstu vikur handboltaskólans verða 4.-8.
17.06.2016
Nú hefur það verið svo á undanförnum árum, eins og alkunna er, að Selfoss hefur átt ætíð vænan hóp iðkenda í unglingalandsliðum Íslands sem margir hverjir hafa síðan tekið skrefið í A-landslið. Það í sjálfu sér er merkilegt og ber hinu góða starfi handknattleiksdeildar gott vitni.En nú ber svo við að vel rúmlega helmingur þeirra landsliðskrakka sem Selfoss á eru systkin og það er algjört einsdæmi á Íslandi. Þetta eru þau:Teitur Örn (U-18) og Hildur Helga (U-14) Einarsbörn.
Katrín Ósk (U-20) og Katla María (U-16) Magnúsardætur.
Elena Elísabet Birgisdóttir (U-20) og Tryggvi Sigurberg Traustason (U-14).
Hulda Dís (U-20) og Haukur (U-16) Þrastarbörn.Hulda Dís og Haukur eru systkini A-landsliðskonunnar Hrafnhildar Hönnu auk þess sem Örn bróðir þeirra er einn af þjálfurum í handboltaskóla HSÍ en meðal þátttakenda í honum var einmitt Tinna Sigurrós Traustadóttir systir Elenu og Tryggva.Flott hjá þessum efnilegu handboltaiðkendum og vonandi að þau haldi áfram að bera hróður Selfoss sem víðast.---Systkinin f.v.
08.06.2016
Fjölmargir krakkar úr yngri flokkum Selfoss hafa verið valin til æfinga með yngri landsliðum HSÍ og verða í eldlínunni við æfingar og keppni í lok maí og byrjun júní.Hildur Helga Einarsdóttir er í hópi 36 stúlkna sem Rakel Dögg Bragadóttir valdi til æfinga með helgina 3.-5.
06.06.2016
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Steinunn Hansdóttir leikmenn Selfoss léku í seinustu viku gegn Frakklandi og Þýskalandi í undankeppni EM sem fer fram í Svíþjóð í desember á þessu ári.
04.06.2016
Grétar Ari Guðjónsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við Selfoss.Grétar Ari kemur til okkar frá Haukum þar sem hann hefur verið varamarkmaður í meistaraflokki í vetur.
03.06.2016
Guðni Ingvarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.Guðni kemur til okkar frá Gróttu þar sem hann spilaði síðastliðinn vetur.
30.05.2016
Lokahóf yngri flokka handknattleiksdeildar Umf. Selfoss var haldið miðvikudaginn 25. maí í íþróttahúsi Vallaskóla. Á dagskránni var verðlaunaafhending og sérstakur gestur var besti leikmaður Olís-deildar karla Selfyssingurinn Janus Daði Smárason en hann ræddi við iðkendur og hvatti þau til dáða í skemmtilegu innleggi.Allir iðkendur í 6.-8.