06.05.2016
Selfyssingar tryggðu sér sæti í Olís-deild karla með glæsilegum sigri á Fjölni í oddaleik liðanna sem fram fór í Dalhúsum í Grafarvogi á miðvikudag.
02.05.2016
Selfyssingar knúðu fram oddaleik með sigri gegn Fjölni í gær í umspili liðanna um sæti í Olís-deildinni á næsta tímabili. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik í dag kl.
30.04.2016
Það var enn einn háspennuleikur þegar Fjölnir og Selfoss mættust í þriðja leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deildinni í Grafarvogi í gær.Tvíframlengja þurfti leikinn áður en Selfyssingar tryggðu sér sigur.
27.04.2016
Fjölnir sigraði Selfoss í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deildinni sem fram fór á Selfossi í gær. Lokatölur leiksins urðu 20-23 eftir að staðan var 11-8 fyrir heimamenn í hálfleik.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Myndband af lokamínútum leiksins má finna á vefnum .Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Hergeir Grímsson skoraði 4, Andri Már Sveinsson 4/2, Elvar Örn Jónsson og Þórir Ólafsson 2 og Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Atli Kristinsson skoruðu sitt markið hvor.
26.04.2016
Krakkarnir í 7. flokki hjá stelpum og strákum stóðu sig heldur betur vel um helgina á Landsbankamótinu á Selfossi en um er að ræða fjölmennasta íþróttaviðburð sem haldinn er á Suðurlandi ár hvert og stærsta mót tímabilsins hjá flokknum.Framtíðin er björt hjá krökkunum í handboltanum.Allar ljósmyndir frá foreldrum og þjálfurum.
26.04.2016
Stelpurnar á eldra ári í 6. flokki fóru til Húsavíkur um helgina og stóðu sig heldur betur vel. Lið 1 vann deildina sína taplausar með eitt jafntefli og fékk bikar.
25.04.2016
Selfoss lá fyrir Fjölnismönnum í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í Olís-deild. Mikil barátta var í leiknum enda mikið í húfi.Það var mikill hraði strax í byrjun og greinilega talsverð spenna hjá leikmönnum.
19.04.2016
Vilhelm Freyr Steindórsson, Tryggvi Þórisson og Tryggvi Sigurberg Traustason (f.v. á mynd) æfðu með U-14 ára landsliði Íslands um helgina.
18.04.2016
Annað árið í röð urðu stelpurnar okkar að sætta sig við að falla úr leik fyrir Íslandsmeisturum Gróttu í fjórðungsúrslitum Olís-deildarinnar í handbolta.
18.04.2016
Það verða Selfoss eða Fjölnir sem munu leika í Olís-deildinni á næsta tímabili, en liðin unnu bæði einvígi sín 2-0 í umspili um laust sæti í efstu deild. Selfyssingar mættu Þrótturum í undanúrslitum.Selfoss vann fyrri leikinn á heimavelli 27-16 eftir að hafa leitt í hálfleik 13-7.