Fréttir

Selfoss á þrjú lið í undanúrslitum

Í gær var dregið í undanúrslit í bikarkeppni yngri flokka HSÍ en Selfoss á enn þrjú lið í keppni og stefna þau öll á að komast í úrslitaleikina sem fara fram 28.

Krónu-mótið fer fram um helgina

Um helgina verður Krónu-mótið fyrir yngra árið í 5. flokki drengja haldið á Selfossi. Mótið ber nafn sem er einn helsti styrkaraðili hins öfluga yngri flokka starfs á Selfossi.Þátttökulið eru 25 þar af er Selfoss með þrjú lið eða fleiri en nokkurt annað félag.

Stórsigur Selfyssinga gegn Fjölni

Selfoss fékk Fjölni í heimsókn í Olís deild kvenna í gær. Selfoss hafði mikla yfirburði í leiknum og leiddi í hálfleik 20-8. Seinni hálfleikur var á svipuðum nótum og urðu lokatölur 39-22.Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst með 9 mörk, Steinunn Hansdóttir skoraði 7, Kara Rún Árnadóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 5, Elena Elísabet Birgisdóttir 4 og Adina Ghidoarca, Hildur Öder Einarsdóttir og Thelma Sif Kristjánsdóttir skoruðu allar 3 mörk.Eftir leikinn er Selfoss í sjöunda sæti með 20 stig aðeins tveimur stigum frá Stjörnunni sem er sæti ofar.

Selfyssingar mæta Gróttu eftir sigur á FH

Selfoss sótti sanngjarnan sigur gegn FH í Kaplakrika í 16 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta í gær.Selfoss var sterkari aðilinn í leiknum og unnu að lokum 28-24 eftir að hafa leitt í hálfleik 11-16.

Fjórir Selfyssingar með U-20 í undankeppni HM

Selfoss á fjóra fulltrúa í lokahóp U-20 landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni HM á Íslandi. Tilkynnt var um val Einars Jónssonar landsliðsþjálfara í gær en hann valdi 19 manna hóp fyrir undankeppni HM sem fer fram á Íslandi 18.-20.

Öruggur sigur Selfyssinga á Akureyri

Selfoss sótti tvö stig gegn KA/Þór í Olís-deildinni norðan heiða á laugardag. Selfoss hafði tíu marka sigur 20-30 eftir að hafa leitt í hálfleik 9-13.Selfyssingar höfðu undirtökin í leiknum allan tímann og náðu góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks.

Fjáröflun hjá Lindex

Handboltafólkið okkar í 2., 3. og meistaraflokki notaði sunnudagskvöldið við vörutalningu hjá Lindex í Reykjavík. Hér er um mikilvæga fjáröflun fyrir félagið að ræða sem þau tóku þátt í með bros á vör.Þau gera sér öll grein fyrir að til að árangur náist þurfa allir að leggjast á árarnar og það gera þau svo sannarlega, miklir fyrirmyndar iðkendur sem handboltinn á Selfossi er stoltur af.Á myndinni sem Hildur Öder tók má sjá þær Margréti Katrínu og Köru Rún gæða sér á orkudrykk svona rétt á milli talninga.MM.

Teitur Örn í Þýskalandi með U-18

Nýverið tók Teitur Örn Einarsson þátt í Sparkassen Cup ásamt félögum sínum í landsliðinu. Mótið sem er árlegt boðsmót var í ár skipað landsliðum 7 landa auk úrvalsliðs sambandslandsins Saarland.Ísland var í riðli með Póllandi, Saarland og Hollandi. Sigur hafðist í fyrsta leik gegn Saarland 22-20 þar sem Teitur Örn var markahæstur með 7 mörk.

Þjálfararáðstefna Árborgar 2015-2016

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi föstudaginn 15. og laugardaginn 16. janúar 2016. Þema ráðstefnunnar í ár er markmið, skipulag og vellíðan.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum sveitarfélagsins að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.

Tap gegn Haukum

Selfossstelpur mættu liði Hauka í íþróttahúsi Vallaskóla í dag.  Í fyrri leik þessara liða í haust hafði Selfoss sigur á útivelli 24-26, síðan hafa Haukar styrkt lið sitt nokkuð.Haukastelpur byrjuðu leikinn betur og náðu fljótt 1-4 forystu en Selfoss náði að jafna 5-5.  Nokkuð jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik og leiddu Selfossstelpur í leikhléi 15-14.Síðari hálfleikur byrjaði verulega illa og keyrðu Haukar upp hraðann og náðu auðveldum mörkum þar sem vörn og þ.a.l.