Mikil festa í starfi júdódeildar

Fram kom á aðalfundi júdódeildar, sem fór fram í Tíbrá sl. fimmtudag, að mikil festa er í starfsemi deildarinnar. Iðkendum fjölgar ár frá ári, góður árangur náðist á mótum bæði innanlands sem utan og er fjárhagur deildarinnar afar traustur.

Danijel Majkic til liðs við Selfoss

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við Danijel Majkic um að leika með liðinu í 2. deild í sumar. Danijel er 32 ára og er frá Bosníu.,,Fyrstu dagarnir voru sérstakir hér og tók það mig smá tíma að venjast breyttum aðstæðum en þetta verður bara betra með hverjum deginum," segir Danijel. Hann getur leyst nokkrar stöður á vellinum í vörn og á miðju.

Sigur hjá stelpunum í Eyjum

Stelpurnar gerðu góða ferð til Eyja og sigruðu ÍBV U með þremur mörkum, 25-28.Selfyssingar tóku frumkvæðið strax í byrjun og stýrðu leiknum frá upphafi, þær voru tveimur mörkum yfir í hálfleik var 12-14.  Stelpurnar gerðu þetta spennandi undir lok leiks og náðu Eyjastúlkur að jafna leikinn, 25-25, þegar um fimm mínútur voru eftir.  Selfyssingar skoruðu hins vegar síðustu þrjú mörkin og sigldu báðum stigunum heim með þriggja marka sigri, 25-28.Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 10/2, Agnes Sigurðardóttir 6, Katla Björg Ómarsdóttir 5, Elín Krista Sigurðardóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 2/1, Rakel Guðjónsdóttir 1.Varin skot: Henriette Östergaard 17 (40%)Enn sitja stelpurnar sem fastast í 3.

Halldór Jóhann tekur við Selfoss

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur ráðið Halldór Jóhann Sigfússon sem þjálfara meistaraflokks karla frá og með næsta tímabili, en Halldór skrifaði undir þriggja ára samning við Selfoss.

Landsbankinn og handknattleiksdeildin endurnýja samning sinn

Landsbankinn og Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hafa endurnýjað samstarfssamning sinn.  Um langt skeið hefur Landsbankinn verið einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar og er afar stoltur af því samstarfi, sem og árangri deildarinnar.

Öruggur sigur Selfyssinga í Hleðsluhöllinni

Meistaraflokkur karla lagði Aftureldingu örugglega með átta mörkum í Hleðsluhöllinni í kvöld, 35-27.Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt og var staðan 3-3 eftir sjö mínútna leik.

Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Suðurlandi á dögunum

Hæfileikamótun N1 og KSÍ var með æfingar á Suðurlandi þann 6.febrúar síðastliðinn. Alls mættu 33 leikmenn frá 3 félögum á æfingarnar sem fóru fram í Hamarshöllinni í Hveragerði.

Áslaug Dóra með U17

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir leikmaður Selfoss ferðaðist í síðustu viku með U17 ára liði Íslands til Írlands.Áslaug Dóra skoraði mark U17 ára liðs Íslands í vináttuleik gegn Írlandi úti á Írlandi í gær, sunnudag.

Aðalfundur sunddeildar 2020

Aðalfundur sunddeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá mánudaginn 24. febrúar klukkan 18:30.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Sunddeild Umf.

Átta marka sigur hjá stelpunum

Selfoss sigraði HK U örugglega í kvöld með átta mörkum, 30-22, þegar liðin mættust í Hleðsluhöllinni í Grill 66 deild kvenna.Selfoss byrjaði leikinn illa og komust HK-stelpur tveimur mörkum yfir, 0-2.