Úrslit í fimmta Grýlupottahlaupinu 2015

Fimmta Grýlupottahlaup ársins fór fram í blíðskaparveðri á Selfossvelli laugardaginn 16. maí. Bestu tíma dagsins áttu Þórunn Ösp Jónasdóttir sem hljóp á 3:24 mínútum og Benedikt Fadel Farag sem hljóp á 2:55 mínútum. Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar. Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum  með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.  - Athygli er vakin á því að úrslitin í fjórða hlaupinuhafa verið leiðrétt hjá stelpum 2003 og strákum 2000. Myndir úr öðru hlaupi ársins má finna á . Sjötta og síðasta hlaup ársins fer fram laugardaginn 30.

Dramatík hjá stelpunum

Stelpurnar okkar unnu dramatískan sigur á ÍBV í annarri umferð Pepsi-deildarinnar fyrir rúmri viku síðan. Guðmunda Brynja Óladóttir kom okkar stúlkum í 2-0 með marki hvort í sínum hálfleiknum.

Þægilegur sigur Selfyssinga í bikarnum

Karlalið Selfoss í knattspyrnu er komið í 32-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir 0-2 sigur á 3. deildarliði Reynis í Sandgerði í gær.Nánar er fjallað um leikinn á vef . .

Lokahóf yngri flokka á fimmtudag

Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla fimmtudaginn 21. maí og stendur frá klukkan 17-18.Á dagskrá er verðlaunaafhending, myndataka og grillveisla.Foreldrar og forráðamenn eru eindregið hvattir til að mæta með krökkunum.

Frábær árangur á vormóti FSÍ á Egilsstöðum

Krakkarnir úr Fimleikadeild Selfoss gerðu góða ferð á Egilsstaði um nýliðna helgi en þar fór fram vormót Fimleikasambands Íslands.

Meistaramót Íslands 11-14 ára fer fram á Selfossvelli í sumar

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum 11-14 ára verður haldið á Selfossvelli dagana 27.-28. júní nk. Frjálsíþróttaráð HSK mun sjá um framkvæmd mótsins og nú þegar hefur tekið til starfa sérstök Meistaramótsnefnd sem sér um skipulagningu í aðdraganda mótsins.Auk þess að sjá um frjálsíþróttakeppnina mun ráðið selja gistingu með morgunmat í Vallaskóla á meðan mótinu stendur og boðið verður upp á kvöldverð og kvöldvöku á laugardagskvöldinu, allt á hóflegu verði.

Grátlegur ósigur hjá strákunum

Strákarnir okkar fengu HK í heimsókn á JÁVERK-völlinn í 1.deildinni á föstudag en bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð.Okkar menn réðu lögum og lofum á vellinum stóran hluta leiksins eða allt þar til að nýr liðsmaður Selfoss, Halldór Arnarson, var rekinn af velli með sitt annað gula spjald á 67.

Sjö Íslandsmeistarar hjá Júdódeild Selfoss

Íslandsmót unglinga í júdó fór fram í húsakynnum Júdódeildar Ármanns þann 2. maí. Selfyssingar áttu fjölda keppenda á mótinu og var árangurinn hreint út sagt stórkostlegur hjá okkar mönnum.Sex júdómenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitla, þeir Bjartþór Freyr , Egill Blöndal, Halldór Ingvar, Grímur, Krister Frank og Úlfur Þór.Allir keppendurnir voru júdódeildinni  til mikils sóma og magnað er að fylgjast með þessari litlu deild skila af sér svona mörgum efnilegum íþróttamönnum.Öll úrslit mótsins má finna á .Fjölda mynda frá mótinu má finna á .þ.þorst.---Keppendur Selfoss náðu glæsilegum árangri.Ljósmynd: Umf.

Hrafnhildur Hanna tilnefnd sem besti leikmaður Olís-deildarinnar

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ sem haldið var á laugardagskvöld.Hrafnhildur Hanna var markahæsti leikmaður Olís-deildar kvenna 2015 með 159 mörk, besti sóknarmaður Olís-deildarinnar og var auk þess útnefnd sem besta vinstri skyttan í deildinni og þar með valin í úrvalslið deildarinnar.

Selfyssingar í Afrekshópi HSÍ

Valinn hefur verið fyrsti Afrekshópur kvenna á vegum HSÍ. Í hópnum eru þær Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Elena Elísabet Birgisdóttir leikmenn Selfoss auk þess sem Selfyssingurinn Þuríður Guðjónsdóttir er í hópnum en hún gekk á dögunum til liðs við Fylki.Hópurinn verður við æfingar næstu þrjár vikur undir stjórn landsliðsþjálfara HSÍþ.