Selfyssingar gerðu gott mót með U-17

Í síðustu viku tók U-17 landslið karla þátt í árlegu móti, European Open 17, sem fram fer í Svíþjóð samhliða Partille Cup.  Þrír Selfyssingar voru valdir í þetta verkefni, það voru þeir Reynir Freyr Sveinsson, Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson.  Samanlagt skoruðu þeir 44 mörk í þessum 9 leikjum og léku stór hlutverk.Íslensku strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu undanriðilinn.  Í milliriðlinum höfðu Svíar betur í hreinum úrslitaleik um efsta sæti og þar með sæti í úrslitaleik mótsins.  Annað sæti milliriðilsins kom strákunum okkar í leik um bronsið gegn Hvíta-Rússlandi.  Það var æsispennandi leikur þar sem Hvít-Rússar virtust ætla að kafsigla Íslandi, en stákarnir spyrntu við fótum og unnu á endanum með einu marki.Þriðja sætið var því niðurstaðan fyrir íslensku strákana.  Svíar töpuðu svo nokkuð sannfærandi fyrir Færeyjingum í úrslitaleik mótsins.  Tryggvi Þórisson var valinn besti varnarmaður mótsins.  Við óskum strákunum okkar og liðinu öllu til hamingju með árangurinn.

Hrafnhildur og Dagný í Selfoss

Kvennalið Selfoss hefur styrkt sig með tveimur leikmönnum frá því félagaskiptaglugginn opnaði þann 1. júlí sl.Varnarmaðurinn Hrafnhildur Hauksdóttir og markvörðurinn Dagný Pálsdóttir hafa gengið til liðs við félagið en þær þekkja báðar vel til á Selfossi.Hrafnhildur, sem er 22 ára, hefur leikið 82 leiki fyrir Selfoss í efstu deild og bikar frá árinu 2013.

Íþrótta- og útivistarklúbburinn – Nýtt námskeið

Nýtt tveggja vikna námskeið í , sem er fyrir öll börn fædd 2009-2013, hefst á mánudag en klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumaranámskeið fyrir hressa krakka. Námskeiðið hefst mánudaginn 8.

Katla Björg framlengir við Selfoss

Línumaðurinn Katla Björg Ómarsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Katla er aðeins 21 árs og gríðarlega duglegur og metnaðarfullur leikmaður.

Guggusund | Ný námskeið hefjast 22. ágúst

Ný námskeið í  hefjast fimmtudaginn 22. ágúst, föstudaginn 23. ágúst og laugardaginn 24. ágúst. Kennt er einu sinni í viku í átta vikur.Eftirfarandi námskeið eru í boði.Fimmtudaga Klukkan 17:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða) Klukkan 18:00 námskeið 4 (um 2-4 ára) Klukkan 18:45 námskeið 5 (um 4-6 ára) Klukkan 19:30 byrjendahópur  (frá um 2 mánaða)Föstudaga Klukkan 15:45 sundskóli (börn sem fara í skóla núna í haust og næsta haust eða eldri). Klukkan 16:30 námskeið 3 (um 1-2 ára börn) Klukkan 17:15 námskeið 4 ( um 2-4 ára börn) Klukkan 18:00 námskeið 5 (um 4-6 ára börn)Laugardaga Klukkan 9:15 námskeið 2 (um 7-14 mánaða) Klukkan 10:00 námskeið 5 (um 4-6 ára) Klukkan 10:45 byrjendahópur (frá um 2 mánaða)Skráning er hafin og nánari upplýsingar á  og í síma 848-1626. Guðbjörg H.

Silfurverðlaun og tvö HSK met í Gautaborg

Þrjú ungmenni frá Frjálsíþróttadeild Selfoss tóku þátt í Gautaborgarleikunum í frjálsum íþróttum sem haldnir voru dagana 28.-30.júní í Gautaborg.  Mótið er mjög fjölmennt og sterkt og virkilega vel að því staðið.  Eva María Baldursdóttir, 16 ára, stökk 1.71m í hástökki og náði þeim frábæra árangri að vinna til silfurverðlauna.

Sölvi framlengir við Selfoss

Markmaðurinn Sölvi Ólafsson hefur framlengt við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.  Sölvi hlaut sitt handboltalega uppeldi á Selfossi þar sem hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2012.  Hann fór svo aðeins að skoða heiminn þegar hann gekk í Aftureldingu árið 2015.  Sumarið 2017 kom Sölvi svo aftur heim á Selfoss þar sem hann hefur spilað síðan.  Við fögnum því að Sölvi haldi sinni vegferð áfram á Selfossi.Mynd: Sölvi stendur keikur, tilbúinn í að verja Hleðsluhöllina. Umf.