Fyrsti æfingaleikur meistaraflokks kvenna

Meistaraflokkur kvenna lék sinn fyrsta æfingaleik fyrir komandi tímabil um helgina. Það voru Sindrastelpur frá Hornafirði sem komu í heimsókn á laugardaginn og endaði leikurinn 8-0 fyrir Selfoss.Margar ungar stelpur voru að spila sinn fyrsta leik fyrir Selfoss og stóðu þær sig mjög vel.Næsta verkefni hjá meistaraflokki kvenna er Íslandsmótið í Futsal, 17.

Kynning á fjölnota íþróttahúsi á Selfossi

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Selfoss sem verður haldin í félagsheimilinu Tíbrá klukkan 20:00 miðvikudaginn 30. nóvember mun stjórn deilarinnar kynna hugmyndir starfshóps um uppbyggingu á fjölnota íþróttahúsi á Selfossi.Hvetjum áhugafólk um uppbyggingu íþróttamannvirkja til að mæta á kynninguna og fræðast um framtíðaráform félagsins.

Viðar valinn sóknarmaður ársins í Svíþjóð

Vefmiðillinn greindi frá því í gær að Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson var valinn besti sóknarmaður tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Viðar skoraði 14 mörk í 20 leikjum með sænsku meisturunum í Malmö áður en hann gekk til liðs við Maccabi Tel Aviv í Ísrael í ágúst. Lengi vel var Viðar markahæstur í deildinni en í lokaumferðinni skoraði John Owoeri, framherj Hacken, fernu og tryggði sér gullskóinn. --- Viðar Örn í búningi Malmö.  

120 milljóna risapottur í enska boltanum

Það er 120 milljón króna risapottur í enska boltanum í getraunum um helgina. Getraunakaffi Selfoss er í Tíbrá milli kl. 11 og 13 á laugardag þar sem er heitt á könnunni, skemmtilegur félagsskapur og bakkelsi frá Guðnabakaríi.

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Umf. Selfoss verður haldin í Tíbrá miðvikudaginn 30. nóvember og hefst kl. 20:00.Dagskrá:1. Venjuleg aðalfundarstörf2.

Guðjón Orri í Selfoss

Selfoss hefur fengið markvörðinn Guðjón Orra Sigurjónsson til liðs við sig en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Selfoss á föstudaginn.Hinn 23 ára gamli Guðjón Orri er uppalinn hjá ÍBV og hafði leikið allan sinn feril í Eyjum áður en hann fór í Stjörnuna síðastliðinn vetur.

Chanté Sandiford semur við Selfoss

Bandaríski markvörðurinn Chanté Sherese Sandiford hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss um eitt ár og mun leika með liðinu í 1.

Kristrún Rut og Katrín Ýr skrifa undir

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við Katrínu Ýr Friðgeirsdóttur og Kristrúnu Rut Antonsdóttur, tvær af reyndustu leikmönnum félagsins, um að leika með liðinu í 1.

Stefán Ragnar framlengir við Selfoss

Miðvörðurinn Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfyssinga í Inkasso-deildinni í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2018.Stefán Ragnar skrifaði undir tveggja ára samning við Selfoss í fyrra, en með nýja samningnum framlengir hann við félagið til eins árs til viðbótar.Stefán fór vel af stað með Selfyssingum í sumar en meiddist svo illa á hné í leik gegn Huginn á Seyðisfirði um miðjan júlí.

Reynsluboltarnir framlengja við Selfoss

Tveir af reynslumestu leikmönnum karlaliðs Selfoss í knattspyrnu, Andrew James Pew og Ingi Rafn Ingibergsson, hafa framlengt samninga sína við félagið um eitt ár.Andy kom fyrst á Selfoss sumarið 2006 en hann hefur nú leikið 149 leiki fyrir Selfoss.