30.01.2017
Stelpurnar í 3. flokki í knattspyrnu unnu sannfærandi 5-0 sigur á Þrótti í Laugardalnum um helgina. Athygli vakti að knattspyrnudómari frá Shanghai í Kína var mættur á leikinn.
26.01.2017
Síðastliðinn laugardag voru afhent verðlaun fyrir vor- og haustleik í Selfoss getraunum 2016 ásamt því að boðið var upp á dýrindis Selfossköku frá Guðnabakaríi.Það var hópurinn BP með þá feðga Berg Pálsson og Páll Dagur sem varði titilinn eftir æsispennandi keppni við Heitu sporana Bárð Guðmundarson og Kristinn M.
19.01.2017
Laugardaginn 21. janúar verða afhent verðlaun fyrir vor- og haustleik í Selfoss getraunum 2016 ásamt því að boðið verður upp á dýrindis Selfossköku frá Guðnabakaríi.
Nýr hópleikur, vorleikur Selfoss getrauna, hefst laugardaginn 21.
14.01.2017
Styrktarsamningur var undirritaður í dag á milli Set og Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss. Set hefur verið einn aðal styrktaraðili Knattspyrnudeildarinnar síðustu áratugi og verður það áfram næstu tvö árin eftir undirritun þessa samnings.Set hefur verið með auglýsingar á stuttbuxum meistaraflokka Selfoss undanfarin ár, eins og sjá má á myndinni hér til hliðar.
13.01.2017
Knattspyrnukonurnar Karitas Tómasdóttir og Eva Lind Elíasdóttir framlengdu í gær samninga sína við knattspyrnudeild Selfoss og munu leika með liðinu í 1.
09.01.2017
Selfoss varð í dag Íslandsmeistari í Futsal í karlaflokki í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið vann 3-2 sigur gegn Víkingi Ólafsvík í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll.Ólsarar hafa undanfarin ár verið langbesta lið landsins í innanhússboltanum og vann þennan titil þrisvar á fjórum árum.Ólsarar voru 2-1 yfir í leiknum í dag en Selfyssingar áttu frábæra endurkomu og tryggðu sér nauman sigur.Gylfi Dagur Leifsson og Ásgrímur Þór Bjarnason skoruðu sitt markið hvor fyrir Selfoss en sigurmark leiksins var sjálfsmark Emir Dokara.
06.01.2017
Knattspyrnukonurnar Magdalena Anna Reimus, Anna María Friðgeirsdóttir og Erna Guðjónsdóttir framlengdu fyrir áramót samninga sína við Selfoss og munu leika með félaginu í 1.
05.01.2017
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið í Tíbrá fimmtudaginn 12. janúar klukkan 18:00.Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Selfoss.
04.01.2017
Flugeldasala knattspyrnudeildarinnar verður opin í Tíbrá föstudaginn 6. janúar á milli klukkan 13:00 og 20:00.Frábært úrval af blysum og flugeldum til á lager, sama góða verðið.
03.01.2017
Í tilefni af nýju ári býður knattspyrnudeild Selfoss nýjum iðkendum að æfa frítt út janúar 2017. Það eru allir krakkar sem langar að prófa að æfa fótbolta velkomnir á æfingar.---Jón Daði og Gummi Tóta byrjuðu ungir að æfa fótbolta með Selfoss.
Ljósmynd: Umf.