Stelpurnar hefja leik á laugardaginn

Laugardaginn 13. maí munu stelpurnar hefja leik í 1. deildinni þegar þær taka á móti Þrótti Reykjavík á JÁVERK-vellinum klukkan 14:00.Skorum á þig að mæta á völlin og vera með læti í stúkunni.

Sigur hjá strákunum í fyrsta leik Inkasso deildarinar

Selfyssingar hófu leik í Inkasso-deildinni í knattspyrnu þetta sumarið með sigri á nýliðum ÍR á heimavelli. Lokatölur urðu 1-0.Leikurinn fór vel af stað á glæsilegum JÁVERK-vellinum.

Fyrsti leikur í Inkasso deildinni

Á morgun, föstudag kl 19:15 munu strákarnir hefja leik í Inkasso deildinni í knattspyrnuMótherjarnir í fyrsta leik eru nýliðar ÍRHlökkum til að fá ykkur á JÁVERK-völlinn

Þægilegur bikarsigur

Sumarvertíðin hjá strákunum okkar hófst með afar þægilegum sigri á Kormáki/Hvöt í Borgunarbikarnum á föstudag og er liðið komið í 32-liða úrslit keppninnar.Lokatölur í leiknum urðu 8-0 þar sem Alfi Conteh skoraði fernu og JC Mack skoraði tvennu auk þess sem Elvar Ingi Vignisson og Pachu skoruðu hvor sitt markið.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Keppni í Inkasso-deildinni hefst föstudaginn 5.

Knattspyrnusumarið hefst í dag

Sumarvertíðin hjá knattspyrnufólkinu okkar hefst formlega í dag, föstudaginn 28. apríl, þegar karlalið Selfoss tekur á móti Kormáki/Hvöt í Borgunarbikarnum á Jáverk-vellinum kl.

Tilboðsdagur Jako í Tíbrá

Þriðjudaginn 2. maí verður Jako með tilboðsdag í Tíbrá milli klukkan 16 og 19.Frábær tilboð á félagsgalla og æfingasettum sem eru í boði á sama verði og á síðasta ári.Vinsamlegast athugið að tilboðin gilda einungis þennan eina dag.

Alexis Rossi í Selfoss

Kvennalið Selfoss í knattspyrnu hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni í sumar en bandaríski leikmaðurinn Alexis Rossi hefur samið við félagið til tveggja ára. Rossi, sem er 23 ára, er varnarmaður en samkvæmt Alfreð Elías Jóhannssyni, þjálfara Selfoss, getur hún leyst fleiri stöður á vellinum. „Hún spilaði æfingaleik með okkur fyrir skömmu þar sem hún lék sem miðvörður í fyrri hálfleik og sóknarmaður í seinni hálfleik.

Stelpurnar hafa lokið leik í Lengjubikarnum

Í gær gerðu Selfoss og KR gerðu markalaust jafntefli í B-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Þetta var síðasti leikur Selfoss í Lengjubikarnum en liðið lauk keppni með 4 stig í botnsæti B-deildarinnar.

Sumargleðin 2017

Stuðningsmannaklúbbur knattspyrnudeildar Selfoss ætlar að fagna sumrinu með fótboltakvöldi á síðasta vetrardegi, 19. apríl, í karlakórshúsinu.

Þrír Selfyssingar framlengja

Knattspyrnukonurnar Brynja Valgeirsdóttir, Íris Sverrisdóttir og Karen Inga Bergsdóttir framlengdu á dögunum samninga sína við knattspyrnudeild Selfoss og munu leika með liði Selfoss í 1.