Fréttir

Netkosning - íþróttafólk Árborgar 2017

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar, sem stendur fyrir kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Árborgar ár hvert hefur ákveðið að bæta netkosningu við kjörið þetta árið.

Mótokross í samstarfi við Olís

Í byrjun september var undirritaður samstarfsamningur milli mótokrossdeildar Umf. Selfoss og Olís. Samningurinn byggir á áralöngu og góðu samstarfi beggja aðila en undanfarin ár hefur miðasala í mótokrossbraut deildarinnar við Hrísmýri farið í gegnum þjónustustöðvar Olís á Selfossi og Norðlingaholti.Með undirritun samningsins verður Olís einn aðalstyrktaraðili deildarinnar og næsta vor verða kynntar ýmsar nýjungar í tengslum við samninginn.---Það var fjöldi iðkenda sem stillti sér upp í myndatöku þegar samningurinn var undirritaður. Ljósmyndir: Umf.

Frábær þátttaka í lokaferð mótokross

Nærri 60 iðkendur og félagar í mótokrossdeild Selfoss fóru í létta og skemmtilega lokaferð í Bolöldu laugardaginn 9. september. Það var hjólað í þrjá klukkutíma áður en haldið var heim á leið þar sem grillaðar pylsur biðu svangra hjólara.Ferðin gekk vonum framar og sneru allir heim með bros á vör í lok dags eins og sjá má á þessari mynd sem Brynjar Áskelsson tók.

Tómstundamessa í Árborg

Fimmtudaginn 31. ágúst mun Sveitarfélagið Árborg standa fyrir svokallaðri „Tómstundamessu" í íþróttahúsinu Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.Öllum aðilum sem vinna með frítíma barna og unglinga fá tækifæri til að kynna starfið sitt fyrir nemendum í grunnskólum Árborgar og elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra.

Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina

Unglinaglandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum nú um verslunarmannahelgina, hefðbundin íþróttakeppni hefst á föstudag og mótsslit verða á sunnudagskvöld.

Skráningarfrestur á Unglingalandsmót framlengdur

Ákveðið hefur verið að lengja frestinn til að skrá þátttakendur á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

HSK treyjur til afhendingar

Afhending á HSK treyjum fyrir keppendur sem eru að fara á Unglingalandsmótið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina verður í Selinu á Selfossi mánudaginn 31.

Skráning í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ

Skráning er í fullum gangi á. Mótið verður haldið á Egilsstöðum dagana 3.-6. ágúst en það er Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) heldur mótið með UMFÍ að þessu sinni. Mótið er fyrir 11-18 ára og þarf aðeins að greiða eitt þátttökugjald.

Mikil stemmning á Selfossi

Um helgina fór fram önnur umferð í Íslandsmeistaramótinu í mótokross. Keppnin var haldin í mótokrossbrautinni á Selfossi og var vel heppnuð í alla staði.Veðrið á laugadag lék við keppendur og áhorfendur en rigning undanfarna daga truflaði verulega undirbúning keppninnar.

Fyrsta keppni sumarsins

Vegna vætutíðar varð að gera breytingu á keppnisdagatali MSÍ. Mótokrosskeppnin sem vera átti á Selfossi 10. júní var færð í Mosfellsbæinn þar sem brautin á Selfossi var enn á floti eftir rigningar undanfarna daga og þrátt fyrir hetjulega baráttu okkar Selfyssinga var brautin ekki nothæf um helgina.MotoMos komst áæglega frá sínum þrátt fyrir að fyrirvarinn væri mjög lítill.