Fréttir

Gyða Dögg íþróttamaður Ölfuss 2015

Akstursíþróttamaðurinn Gyða Dögg Heiðarsdóttir var valin íþróttamaður Ölfuss árið 2015. Gyða Dögg, sem keppir fyrir mótokrossdeild Umf.

Aðalfundur mótokrossdeildar 2016

Aðalfundur mótokrossdeildar Umf. Selfoss verður haldin í félagshúsi deildarinnar við Hrísmýri fimmtudaginn 28. janúar klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirMótokrossdeild Umf.

Þjálfararáðstefna Árborgar 2015-2016

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi föstudaginn 15. og laugardaginn 16. janúar 2016. Þema ráðstefnunnar í ár er markmið, skipulag og vellíðan.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum sveitarfélagsins að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.

Tveir Selfyssingar íþróttamenn ársins

Það var mikið um dýrðir í Silfurbergi í Hörpu 30. desenber sl. þegar Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona var útnefnd íþróttamaður ársins 2015 af Samtökum íþróttafréttamanna.

Hrafnhildur Hanna og Daníel Jens íþróttafólk Árborgar 2015

Handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttafólk ársins í Sveitarfélaginu Árborg á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar sem fram fór í hátíðarsal FSu í gær.Hrafnhildur Hanna hefur náð frábærum árangri í ár og spilað sig upp í að verða lykilmanneskja í A-landsliði Íslands.

Uppskeruhátíð - Tilnefningar til íþróttafólks Árborgar

Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar fer fram þriðjudaginn 29. desember kl. 19:30 í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Mátunardagur Jako

Umf. Selfoss í samstarfi við Jako hefur skipulagt mátunardag í Tíbrá á morgun, miðvikudaginn 25. nóvember milli klukkan 17 og 19.Tilboð Jako má sjá á myndunum hér fyrir neðan.Á sama tíma verður afhentur fatnaður frá mátunardegi í seinustu viku.

Vetraræfingar hefjast á næstu vikum

Nú er vetrarstarfið að fara í fullan gang hjá Umf. Selfoss og æfingar að hefjast hjá deildum félagsins.Æfingar í handbolta hefjast mánudaginn 24.

Lið HSK fékk fyrirmyndarbikarinn annað árið í röð

Á mótsslitum 18. Unglingalandsmóts UMFÍ á Akureyri sl. sunnudagskvöld var tilkynnt hverjir hefðu hreppt Fyrirmyndarbikarinn. Bikarinn féll í skaut Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK, og var þetta annað árið röð sem bikarinn fer til HSK.

Gleði og ánægja á Unglingalandsmóti

Á þriðja þúsund keppendur tóku þátt í 18. Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Akureyri um verslunarmannahelgina. Selfyssingar og aðrir félagar okkar í liði HSK stóðu sig með miklum sóma en rétt tæplega 200 keppendur frá HSK mættu til leiks.Fyrirmyndarbikar UMFÍ féll í skaut liðsmanna HSK annað árið röð og fimmta skiptið alls.