Fréttir

Alexander Adam sigraði í unglingaflokki

Önnur umferð Íslandsmeistaramótsins í mótokross fór fram á Akureyri þann 10. júlí í blíðskaparveðri.Alexander Adam Kuc tók þátt í tveimur flokkum, sigraði í unglingaflokki og lenti í þriðja sæti í MX2.

Íslandsmeistaramótið á Akranesi

Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í mótokross fór fram á Akranesi laugardaginn 26. júní. Keppendur frá Selfoss kepptu á mótinu og náðu tveir þeirra á verðlaunapall.Alexander Adam Kuc keppti í tveimur flokkum, unglingaflokki og MX2, hann bar sigur úr bítum í unglingaflokknum og lenti í öðru sæti í MX2, frábær árangur hjá honum.

Sumartilboð Jako

Miðvikudaginn 9. júní verður Jako með sumartilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á félagsgalla Umf.

Nýr og glæsilegur frístundavefur Árborgar

Opnaður hefur verið nýr frístundavefur fyrir Sveitarfélagið Árborg. Vefurinn kemur í stað hins svokallaða „Sumarbæklings Árborgar" sem hefur verið gefin út mörg undanfarin ár. Á vefnum eru allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar en markmiðið er að vefurinn muni allt árið birta upplýsingar um frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu fyrir alla aldurshópa.

Sumaræfingar að hefjast

Það verður líf og fjör hjá mótokrossdeild Selfoss í sumar eins og undanfarin ár.Æfingar hefjast í byrjun júní og verður boðið verður upp á æfingar í tveimur hópum, annars vegar fyrir yngri og óreyndari og hins vegar fyrir eldri og reyndari.Ásta Petra Hannesdóttir verður með æfingar fyrir 65 cc og byrjendur í 85 cc á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl.

Íþróttastarf heimilað á nýjan leik

Allt íþróttastarf hjá Umf. Selfoss kemst í gang á ný á morgun, fimmtudaginn 15. apríl. Grunnskólabörn geta stundað skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf og fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Á sama tíma og ný reglugerð tekur gildi um tilslakanir á sóttvarnarreglum breytast nálægðarmörk úr 2 metrum í 1 metra í skólum.Gert er ráð fyrir að reglurnar, sem heilbrigðisráðherra kynnti í gær gildi í þrjár vikur.Það er mikið fagnaðarefni að allt íþróttastarf geti hafist á ný en það er samt mjög mikilvægt að við pössum áfram upp á eigin sóttvarnir.

Æfingar falla niður frá miðnætti

Í kjölfar hertra samkomutakmarkanir stjórnvalda, sem kynntar voru í dag, til að ná böndum utan um kórónuveirusmit fellur allt íþróttastarf hjá iðkendum Umf.

Skerðing á þjónustu Umf. Selfoss

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Tíu manna fjöldatakmörkun verður meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin.

Vortilboð Jako

Mánudaginn 22. mars verður Jako með vortilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á keppnistreyju Umf.

Aðalfundur mótokrossdeildar 2021

Aðalfundur mótokrossdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 4. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir, Mótokrossdeild Umf.