Fréttir

Aðalfundi Umf. Selfoss frestað öðru sinni

Í ljósi hertra samfélagslegra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 sem meðal annars fela í sér 20 manna fjöldatakmörkun á samkomum þarf að fresta aðalfundi Umf.

Æfingar hjá Umf. Selfoss með hefðbundnu sniði

Útlit er fyrir að æfingar hjá Umf. Selfoss verði með hefðbundnu sniði á morgun. Íþróttahreyfingin greinir frá því að ýmsar takmarkanir séu á íþróttastarfi til að hefta útbreiðslu kórónuveiru.

Æfingar falla niður sunnudaginn 4. október

Í ljósi þess að fjöldi iðkenda Umf. Selfoss er í sóttkví og þeirrar óvissu sem ríkir um framkvæmd æfinga yngri iðkenda á næstu dögum falla allar æfingar í yngri flokkum Umf Selfoss falla niður á morgun, sunnudag.Nánari upplýsingar og tilmæli koma frá stjórnvöldum á morgun, sunnudag, og mun félagið gefa út tilkynningu varðandi æfingar félagsins í framhaldi af því.

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss 2020

Aðalfundur Ungmennfélags Selfoss árið 2020 verður haldinn á Hótel Selfoss fimmtudaginn 8. október klukkan 20:00. Fyrirhugað var að halda fundinn í vor en ákveðið var að fresta honum vegna heimsfaraldursins af völdum Covid-19. Aðalfundur Umf.

Hausttilboð Jako

Dagana 1. til 15. september verður .Það verður boðið upp á frábær tilboð á keppnistreyju Umf. Selfoss, félagsgalla, æfingabúnaði, boltum og fleiri vinsælum Selfossvörum sem hægt verður að kaupa fyrir gott verð.Vinsamlegast athugið að tilboðsvörur á myndinni hér fyrir neðan er ekki tæmandi, mun meira er á.

Gyða Dögg og Eric Máni Íslandsmeistarar

Fjórða og síðasta umferð Íslandsmótsins fór fram í Bolaöldu þann 29. ágúst.Í kvennaflokki sigraði Gyða Dögg Heiðarsdóttir örugglega og tryggði sér því Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokk með fullt hús stiga, Ásta Petrea Hannesdóttir varð í fjórða sæti.Í flokknum MX2 varð Alexander Adam í fjórða sæti og með því tryggði hann sér þriðja sæti til Íslandsmeistara.

Vel heppnað Íslandsmót á Selfossi

Þriðja umferð Íslandsmótsins fór fram á Selfossi um seinustu helgi. Keppendur vorum um 80 talsins og var mikil stemming á svæðinu.Heimamenn komust á pall nokkrum flokkum.

Bergrós sigraði á Akureyri

Önnur umferð Íslandsmótsins í mótokross fór fram á Akureyri þann 11. júlí og áttu Selfyssingar keppendur í flestum flokku.Í 85 cc flokki kvenna sigraði Bergrós Björnsdóttir, Eric Máni Guðmundsson varð í þriðja sæti í 85cc flokki karla.

Gott gengi í Mosfellsbæ

Fyrsta umferð Íslandsmeistaramótsins í mótokross fór fram 28. júní í frábæru veðri í Motomos í Mosfellsbæ og mætti mikill fjöldi áhorenda til fylgjast með keppendum.

Sumartilboð Jako

Miðvikudaginn 1. júlí verður Jako með sumartilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 17 og 19.Það verður boðið upp á á félagsgalla Umf.