Fréttir

Tilboðsdagar hjá Jako

Mánudagana 18. mars og 1. apríl verður Jako með tilboðsdag fyrir allar deildir Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á nýrri keppnistreyju Selfoss, félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum sem hægt verður að kaupa fyrir gott verð. Vinsamlegast athugið að tilboðin gilda einungis þessa tvo daga.Allur fatnaður af fyrri tilboðsdegi verður afhentur þann 1.

Aðalfundur fimleikadeildar 2019

Aðalfundur fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá þriðjudaginn 19. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Fimleikadeild Umf.

Frábær árangur í 4. flokki

Í dag fór fram keppni í 4. flokki á Bikarmóti unglinga. Selfoss átti 4 lið, 1 lið í A-deild, 2 lið í B-deild og 1 lið í C-deild. Skemmst er að segja frá því að Selfoss 1 gerði sér lítið fyrir og sigraði A-deildina og varð bikarmeistari 4, flokks - frábær árangur hjá þessum stórefnilegu stúlkum sem hafa lagt mikið á sig fyrir þetta mót.Selfoss 2 og Selfoss 3 kepptu í B-deildinni og þar sigruðu Selfoss 3 stelpur B-deildina, virkilega flottar æfingar hjá stelpunum og dansinn þeirra var yfirburðagóður.

Selfoss í 3. og 9. sæti í 5. flokki á Bikarmóti unglinga

Í dag fór fram fyrri keppnisdagur á Bikarmóti unglinga. Í morgun keppti 5. flokkur en þetta er fyrsta mótið sem 5. flokkur keppir á á þessu keppnisári og jafnframt er Bikarmót fyrsta FSÍ mót hjá öllum sem keppa í 5.

Nettómót í hópfimleikum

Sunnudaginn 24. febrúar stóð fimleikadeild Selfoss fyrir byrjendamóti í hópfimleikum. 12 lið mættu til leiks og voru þau flestöll að stíga sín fyrstu skref í keppni.

WOW Bikarmót í hópfimleikum

Helgina 23.-24. febrúar síðastliðin fór fram WOW Bikarmót í umsjón Fimleikadeildar Selfoss.Þar voru 42 lið mætt til keppni í 5 hlutum.

Elvar Örn og Perla Ruth íþróttafólk Umf. Selfoss

Handknattleiksfólkið Elvar Örn Jónsson og Perla Ruth Albertsdóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins 2018 hjá Ungmennafélagi Selfoss og er þetta annað árið í röð sem þau hljóta þennan heiður. Verðlaunahátíð Ungmennafélags Selfoss var haldin í kvöld í félagsheimilinu Tíbrá en þetta er jafnframt annað árið sem félagið heldur sérstaka verðlaunahátíð fyrir íþróttafólk ársins.Perla Ruth er lykilleikmaður í liði Selfoss sem leikur í Olís-deildinni.

Þremur milljónum úthlutað til afreksíþróttafólks

Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Sveitarfélagsins Árborgar á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 27.

Vertu óstöðvandi!

Fimmtudagskvöldið 24. janúar fengu iðkendur í elstu flokkum fimleikadeildarinnar heimsókn frá Bjarna Fritz. Bjarni stendur fyrir fyrirlestrum og námskeiðum undir nafninu "Vertu óstöðvandi!".Þau tóku þátt í ýmis konar æfingum hjá honum og fengu meðal annars fræðslu um að vera besta útgáfan af sjálfum sér, markmiðasetningu, mótlæti, að gera sitt allra besta, sjálfstraust og um hugarfar íþróttamanns. Iðkendurnir hlustuðu af mikilli athygli og gengu ánægðir út, með mikilvægan fróðleik í farteskinu.

Skráning í íþróttaskólann hafin

Skráning í íþróttaskólann er hafin, en námskeiðið hefst 20. janúar.Æfingarnar fara fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla alla sunnudaga frá og með 20.