17.10.2017
Fimleikadeild Selfoss bíður upp á 10 skipta fullorðinsfimleika námskeið. Æfingar verða þriðjudags- og miðvikudagskvöld frá 20:30-22:00 í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjaskóla.
16.10.2017
Helgina 14.-15. október fór fram úrtökuæfing fyrir landslið unglinga. Landsliðið keppir á Evrópumeistaramóti í Portúgal 2018. Sendar voru sex stelpur frá Selfossi, það voru þær Evelyn Þóra, Inga Jóna, Birta Sif, Sólrún María, Karólína og Auður Helga.
05.10.2017
Selfyssingurinn Tanja Birgisdóttir er meðal þjálfara íslensku landsliðanna sem taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum árið 2018.Fimleikasamband Íslands hefur mannað allar landsliðsþjálfarastöður fyrir Evrópumótið en með reynslu síðustu tveggja móta að leiðarljósi og breyttu skipuriti á skrifstofu FSÍ var umgjörð og skipulagi verkefnisins breytt umtalsvert.Tanja kemur til með að þjálfa blandað lið fullorðinna ásamt Magnúsi Óla Sigurðssyni og Yrsu Ívarsdóttur.
06.09.2017
Miðvikudaginn 13. september munu Fimleikavörur.is mæta í Baulu, íþróttahús Sunnulækjarskóla, með sölubás frá kl. 16:00-19:00. Boðið verður upp á allskonar fatnað til fimleikaiðkunnar.
06.09.2017
Miðvikudaginn 13. september munu Fimleikavörur.is mæta í Baulu, íþróttahús Sunnulækjarskóla, með sölubás frá kl. 16:00-19:00. Boðið verður upp á allskonar fatnað til fimleikaiðkunnar. .
05.09.2017
Ný tímabil hófust hjá flestum deildum Umf. Selfoss 1. september sl. Vetraræfingar hafa farið vel af stað og er fjölgun í öllum hópum hjá félaginu.Við viljum hvetja foreldra og forráðamenn til að ganga frá greiðslu æfingagjalda sem allra fyrst en um miðjan september verða sendir greiðsluseðlar fyrir öllum ógreiddum æfingagjöldum hjá félaginu.Gengið er frá greiðslu æfingagjalda í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni.
02.09.2017
Sunnudaginn 3. september hefjum við æfingar í íþróttaskólanum.Æfingar fara fram í tveimur hópum, þeir eru eftirfarandi:Hópur 1: Börn fædd 2015-2016 eru frá kl.
30.08.2017
Búið er að raða í hópa fyrir æfingar vetrarins í fimleikum og hefjast æfingar skv. stundatöflu föstudaginn 1. september. Æfingar fara fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla.Tímasetningar æfinga voru sendar til foreldra og forráðamanna í tölvupósti.
29.08.2017
Fimmtudaginn 31. ágúst mun Sveitarfélagið Árborg standa fyrir svokallaðri „Tómstundamessu" í íþróttahúsinu Vallaskóla í samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.Öllum aðilum sem vinna með frítíma barna og unglinga fá tækifæri til að kynna starfið sitt fyrir nemendum í grunnskólum Árborgar og elstu bekkjum leikskóla og foreldrum þeirra.
17.08.2017
Opið er fyrir skráningar í fimleika og hefur skráningarfrestur verið framlengdur til sunnudagsins 20. ágúst. Skráning fer fram í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni .Vinna við að raða í hópa fyrir veturinn er í fullum gangi og verður vonandi hægt að kynna hópaskiptingu og æfingatíma í næstu viku. .