Fréttir

Vertu óstöðvandi!

Fimmtudagskvöldið 24. janúar fengu iðkendur í elstu flokkum fimleikadeildarinnar heimsókn frá Bjarna Fritz. Bjarni stendur fyrir fyrirlestrum og námskeiðum undir nafninu "Vertu óstöðvandi!".Þau tóku þátt í ýmis konar æfingum hjá honum og fengu meðal annars fræðslu um að vera besta útgáfan af sjálfum sér, markmiðasetningu, mótlæti, að gera sitt allra besta, sjálfstraust og um hugarfar íþróttamanns. Iðkendurnir hlustuðu af mikilli athygli og gengu ánægðir út, með mikilvægan fróðleik í farteskinu.

Skráning í íþróttaskólann hafin

Skráning í íþróttaskólann er hafin, en námskeiðið hefst 20. janúar.Æfingarnar fara fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla alla sunnudaga frá og með 20.

Leikskrá - jólasýning Fimleikadeildar Selfoss

Í ár höfum við ákveðið að prenta ekki út leikskránna okkar, þar sem það er mikil pappírseyðsla og okkur er annt um jörðina okkar :)Hér fyrir neðan er því linkur á yfirlit yfir hvaða hópar það eru sem eru hvaða hlutverk á jólasýningunni okkar.Ýtið hér: 

Tilboðsdagar hjá Jako

Mánudagana 26. nóvember og 3. desember verður Jako með tilboðsdag fyrir allar deildir Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á nýrri keppnistreyju Selfoss, félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum.

Haustmót í hópfimleikum - seinni hluti

Laugardaginn 17. nóvember síðastliðinn fór fram seinni hluti Haustmótsins í hópfimleikum. Selfoss átti þar 3 lið, lið í 2. flokki, lið í yngri drengjaflokki og lið í eldri drengjaflokki.

Íslandsbanki áfram aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar

Fimleikadeild Selfoss og Íslandsbanki á Selfossi hafa endurnýjað samning sinn um að bankinn sé aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar.

Haustmót í hópfimleikum

Helgina 10. - 11. nóvember síðastliðinn fór haustmótið í hópfimleikum fram. Selfoss sendi sex lið til keppni en á þessu móti er liðunum raðað niður í styrkleikadeildir fyrir mót vetrarins.Á laugardeginum keppti 4.

Fimleikafólk frá Umf. Selfoss á Evrópumóti

Dagana 17.-20. október síðastliðinn fór Evrópumótið í hópfimleikum fram. Mótið var haldið í Portúgal og sendi Ísland 4 landslið til leiks.Liðin náðu öll frábærum árangri og komust öll upp úr undanúrslitunum, sem voru haldin á miðvikudeginum og fimmtudeginum.

Frábær samvinna í fimleikum og frjálsum

Fimleikastelpurnar í 1. flokki eru í hlaupaþjálfun hjá Fjólu Signýju Hannesdóttur, afrekskonu í frjálsum. Fjóla Signý kennir þeim mikilvægt skref í að beita líkamanum rétt við hlaup og hjálpa þeim þannig að ná enn betri frammistöðu í stökkum bæði á dýnu og trampólíni.---Fremri röð f.v.

Landsliðið æfir í Baulu

Nú styttist óðum í Evrópumótið í hópfimleikum og sendir Ísland 4 lið til leiks að þessu sinni. Liðin eru á fullu í æfingaferlinu og nýta sér meðal annars æfingaaðstöðuna í Baulu fyrir æfingar.Meðfylgjandi mynd er tekin í Baulu á landsliðsæfingu hjá blönduðu liði Íslands, en meðal annars má þar sjá Selfyssinginn Eystein Mána Oddsson.