MÍ 15-22 | Dagur Fannar sexfaldur Íslandsmeistari

Helgina 26.-27. ágúst fór Meistaramót Íslands 15-22 ára fram á Laugardalsvellinum. HSK/Selfoss sendi öflugt 33 manna lið til leiks sem gerði sér lítið fyrir og tók 23 gull, 17 silfur og 17 brons auk þess að vinna báða 15 ára aldursflokkana og verða í öðru sæti á eftir ÍR í heildarstigkeppni félaga.

Markalaust á þjóðarleikvanginum

Selfyssingar gerðu markalaust jafntefli við Fram í Inkasso-deildinni í gær en leikið var á Laugardalsvelli. Nánar er fjallað um leikinn á vef . Að loknum leik er Selfoss í níunda sæti með 25 stig og fer aftur í Laugardalinn í næstu umferð þar sem liðið leikur við Þrótt laugardaginn 16.

Selfoss spáð 7. sæti í Olísdeild karla og kvenna

Í gær var haldinn kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildar karla og kvenna á vegum HSÍ. Þar var kynnt spá þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna.Í Olísdeild karla er Selfoss spáð 7.

Knattspyrnuslútt 2017

Lokahóf meistaraflokks og 2. flokks karla og kvenna verður haldið í Hvíta Húsinu á Selfossi þann 23. september næstkomandi.Knattspyrnufólk og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta!Boðið verður upp á verðlaunaafhendingar, skemmtiatriði, mat og ball. Steikarhlaðborð meistarans og meðlæti verður á boðstólunum. Veislustjóri verður Ríkharður Örn Guðnason, betur þekktur sem Rikki G.Skítamórall heldur svo uppi brjálæðinu fram eftir kvöldi ásam DJ Rikka G og sérstökum gestum; Audda Blö og Steinda Jr.Forsala miða er hjá Elísabetu í síma 899-2194 og hjá Dóru í síma 864-2484.Endilega tryggðu þér miða sem fyrst!Áfram Selfoss.

Verkefnasjóður HSK

Seinni umsóknarfrestur í Verkefnasjóð HSK fyrir árið 2017 er til 1. október. Aðilar, sem ætla að sækja um styrk úr Verkefnasjóði HSK í ár, verða að sækja um rafrænt á þar til gerðu á heimasíðu HSK fyrir 1.

Tryggja Selfyssingar sér sæti í Pepsi-deildinni?

Úrslitin í næst seinustu umferð 1. deildar kvenna voru Selfyssingum afar hagstæð. Ljóst er að með stigi í leik gegn HK/Víkingi á morgun mun liðið ekki einungis tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni að ári heldur að auki efsta sætið í deildinni.Lokaumferðin fer fram laugardaginn 9.

Fimleikavörur.is verð í Baulu á miðvikudaginn

Miðvikudaginn 13. september munu Fimleikavörur.is mæta í Baulu, íþróttahús Sunnulækjarskóla, með sölubás frá kl. 16:00-19:00. Boðið verður upp á allskonar fatnað til fimleikaiðkunnar. .

Fimleikavörur.is verða í Baulu á miðvikudaginn

Miðvikudaginn 13. september munu Fimleikavörur.is mæta í Baulu, íþróttahús Sunnulækjarskóla, með sölubás frá kl. 16:00-19:00. Boðið verður upp á allskonar fatnað til fimleikaiðkunnar.

Selfoss fær landsliðsmarkmann frá Færeyjum

Handknattleiksdeild Selfoss hefur samið við markmanninn Viviann Petersen til eins árs. Viviann er færeysk og kemur frá félaginu VÍF. Hún er 26 ára gömul og hefur einnig leikið með landsliði Færeyja.

Göngum frá greiðslu æfingagjalda

Ný tímabil hófust hjá flestum deildum Umf. Selfoss 1. september sl. Vetraræfingar hafa farið vel af stað og er fjölgun í öllum hópum hjá félaginu.Við viljum hvetja foreldra og forráðamenn til að ganga frá greiðslu æfingagjalda sem allra fyrst en um miðjan september verða sendir greiðsluseðlar fyrir öllum ógreiddum æfingagjöldum hjá félaginu.Gengið er frá greiðslu æfingagjalda í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni.