ÍSÍ | Þjálfaramenntun

 Haustfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 18. september nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2.

Mótokross í samstarfi við Olís

Í byrjun september var undirritaður samstarfsamningur milli mótokrossdeildar Umf. Selfoss og Olís. Samningurinn byggir á áralöngu og góðu samstarfi beggja aðila en undanfarin ár hefur miðasala í mótokrossbraut deildarinnar við Hrísmýri farið í gegnum þjónustustöðvar Olís á Selfossi og Norðlingaholti.Með undirritun samningsins verður Olís einn aðalstyrktaraðili deildarinnar og næsta vor verða kynntar ýmsar nýjungar í tengslum við samninginn.---Það var fjöldi iðkenda sem stillti sér upp í myndatöku þegar samningurinn var undirritaður. Ljósmyndir: Umf.

Barbára og Halldóra til Azerbaísjan

Barbára Sól Gísladóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir leikmenn meistaraflokks Selfoss voru valdar í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands sem tekur þátt í undankeppni EM í Azerbaísjan í lok mánaðar.Þá var Guðmundur Axel Hilmarsson í æfingahóp U17 ára landsliðs karla sem æfði um seinustu helgi.---Ljósmynd: Umf.

Frábær þátttaka í lokaferð mótokross

Nærri 60 iðkendur og félagar í mótokrossdeild Selfoss fóru í létta og skemmtilega lokaferð í Bolöldu laugardaginn 9. september. Það var hjólað í þrjá klukkutíma áður en haldið var heim á leið þar sem grillaðar pylsur biðu svangra hjólara.Ferðin gekk vonum framar og sneru allir heim með bros á vör í lok dags eins og sjá má á þessari mynd sem Brynjar Áskelsson tók.

Silfur hjá strákunum í 5. flokki

Strákarnir í 5. flokki mættu Breiðablik í úrslitaleik Íslandsmótsins í gær. Það þurfti framlengingu til að skera úr um úrslit þar sem Blikar höfðu að lokum betur 1-2.

Mæðgur efstar í kastþraut Óla Guðmunds

Hin árlega kastþraut Óla Guðmunds fór fram með pompi og prakt föstudaginn 8. september 2017 í sautjánda sinn. Að þessu sinni tóku þátt sjö karlar og sjö konur.Í karlaflokki sigraði Jón Bjarni Bragason, Breiðabliki, með 2.908 stig.

Selfoss endurheimti sæti sitt í Pepsi-deildinni

Selfyssingar endurheimtu á laugardag sæti sitt í Pepsi-deild kvenna að ári. Þrátt fyrir að lúta í gras gegn deildarmeisturum HK/Víkings fylgjast liðin að upp í Pepsi-deildina.

Mátunardagur 11. september

Mánudaginn 11. september er mátunardagur hjá Jako. Starfsmaður frá Jako verður í Tíbrá milli klukkan 16 og 19, endilega nýtið ykkur frábær tilboð.

Selfoss tapaði í Garðabænum

Selfoss tapaði með þremur mörkum í Garðabænum í kvöld gegn Stjörnunni, 29-26. Selfyssingar byrjuðu illa og var staðan í hálfleik 17-11.

Keppni að hefjast í Olís-deildinni

Íslandsmótið í handknattleik hefst í dag þegar Selfyssingar hefja keppni í Olís-deildinni. Strákarnir okkar ríða á vaðið á útivelli gegn Stjörnunni í kvöld kl.