Stórleikur á Selfoss í kvöld!

Það verður sannkallaður stórleikur á Selfoss í kvöld er 2.flokkur mætir FH. Hefst leikurinn kl 19.00 í Vallaskóla og hvetur síðuritari sem og heimasíðan alla til að mæta og styðja strákana til sigurs.

Fjóla Signý og Hreinn Heiðar bikarmeistarar í hástökki

Sjötta Bikarkeppni FRÍ í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni laugardaginn 18. febrúar s.l. HSK sendi sitt sterkasta lið til keppni sem náði góðum árangri.

Fjögur silfur og eitt brons á Íslandsmóti unglinga í hópfimleikum

Selfoss átti tíu lið á Íslandsmóti unglinga í hópfimleikum sem fram fór á Selfossi 11. og 12 febrúar sl. Keppt var í fimm flokkum á mótinu.Í 5.

2001 árgangur stráka orðnir Íslandsmeistarar

Strákarnir á yngra ári í 6. flokki drengja hafa nú þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki eftir að hafa unnið þrjú fyrstu mótin í vetur.

Öruggur 9 marka sigur á Fjölni

Strákarnir í meistaraflokki unnu á föstudag Fjölni örugglega í Reykjavík, 28-19, eftir að hafa verið yfir 10-7 í leikhléi. Okkar menn voru alltaf með undirtökin í leiknum og létu aldrei af stjórninni.

4. flokkur tapaði fyrir Haukum

Selfyssingar fóru slæma ferð á Ásvelli í dag í 4. flokki karla. Bæði lið töpuðu eftir slaka byrjun í báðum leikjum.Í A-liðum mættu Selfyssingar ekki til leiks fyrr en eftir tæplega 20 mínútna leik en þá voru Haukar komnir 13-5 yfir.

Góður sigur hjá strákunum í 2. flokki

Strákarnir í 2. flokki gerðu góða ferð í Hafnarfjörð í gær og unnu þar heimamenn í Haukum 29 - 26. Mest náðu okkar menn átta marka forustu og leiddu í hálfleik 13 - 10.

3. flokkur kvenna tapaði fyrir Val

Það vantaði mjög mikið í liðið að þessu sinni en engu að síður þá hefðu stelpurnar getað gert betur en þær gerðu. Í rauninni áttu þær bara ekki góðan dag.

B-lið 4. flokks kvenna vann Hauka

Vörn og markvarsla var mjög góð að þessu sinni auk þess sem að nokkur góð hraðaupphlaup náðust sem hefur vantað að gera meira af.

3. flokkur karla vann Hauka

Þrátt fyrir meiðsli og önnur forföll þá sýndu strákarnir úr hverju þeir eru gerðir að þessu sinni. Leikurinn var allan tímann jafn eða þá að Haukar leiddu með 1-3 mörkum.