Frábær árangur og fjöldi titla á MÍ 11-14 ára

Um síðustu helgi, 16.-17. ágúst, var Meistaramót Íslands fyrir 11-14 ára haldið á Akureyri og sendi HSK/Selfoss öflugan hóp keppenda.

Íslandsmet á Selfossvelli

Innanfélagsmót Umf.  Selfoss fór fram þriðjudaginn 13. ágúst á Selfossvelli. Keppt var í 100 m hlaupi, langstökki, kringlukasti og sleggjukasti karla og kvenna. Góður árangur náðist í kastgreinunum þar sem persónuleg met, vallarmet, Selfossmet, HSK-met og síðast en ekki síst Íslandsmet féllu.Í 100 m hlaupinu voru það 14 ára og yngri sem kepptu.

Glæsilegt Brúarhlaup Selfoss

Brúarhlaup Selfoss fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 9. ágúst samhliða bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi. Fjöldi hlaupara og hjólreiðamanna tók þátt en boðið var upp á 10 km, 5 km og 2,8 km hlaup auk 5 km hjólreiða.Kári Steinn Karlsson varð fyrstur í 10 km hlaupi karla á 30,38 mínútum en fyrst kvenna varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir á 37,47 mínútum.

Innanfélagsmót Selfoss

Innanfélagsmót Selfoss í frjálsíþróttum verður haldið á Selfossvelli þriðjudaginn 12. ágúst og hefst kl. 18:30.Keppt verður í karla- og kvennaflokkum í 100 m hlaupi, langstökki, kringlu og sleggju auk þess sem keppt verður í sleggjukasti í flokki 15 ára stúlkna.Mótið er opið og því allir velkomnir.

Glæsilegt Unglingalandsmót á Sauðárkróki

17. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið með glæsibrag á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina og er þetta í þriðja sinn sem Sauðkrækingar halda mótið.

Nýjar hlaupaleiðir Brúarhlaupsins 2014

Brúarhlaup Selfoss fer fram, á nýrri dagsetningu, laugardaginn 9. ágúst nk. Vegalengdum í hlaupinu hefur verið fækkað og hlaupaleiðir færðar inn í Selfossbæ í fallegt umhverfi og á göngustígakerfi bæjarins.

Harpa, Jónína og Styrmir Dan tvöfaldir Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum

Helgina 26.-27. júlí fór fram á Selfossvelli,  MÍ unglinga í aldursflokkum 15-22 ára. Góður árangur náðist í mörgum greinum enda kjöraðstæður til keppni, þurrt, sól og heitt ásamt meðvindi í spretthlaupum og stökkum.

Þrír Íslandsmeistarar frá Selfossi

Selfyssingar eignuðust þrjá Íslandsmeistara á Meistaramóti Íslands í flokkum 15 – 22 ára sem haldið var á Selfossvelli um helgina.Harpa Svansdóttir sigraði í 300 m grindahlaupi og kúluvarpi 15 ára stúlkna.

MÍ 15-22 ára á Selfossvelli

Stærsta mót sumarsins sem fram fer á Selfossvelli verður um helgina þegar Meistaramót Íslands í flokkum 15 – 22 ára en það verður haldið á Selfossvelli dagana 26.

Skráningu lýkur á sunnudag

Skráning á 17. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina er í fullum gangi. Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 27.