14.11.2016
Selfoss tók á móti Gróttu í Olís-deild kvenna í gær en liðin voru jöfn að stigum í 6.-7. sæti deildarinnar fyrir leikinn.Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda þó gestirnir hafi verið með frumkvæðið lengst af.
11.11.2016
Selfyssingar styrktu stöðu sína í toppbaráttu Olís-deildarinnar með öruggum sigri á toppliði Aftureldingar í gær.Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Selfyssingar kipp undir lok hans og leiddu í hálfleik 16-13.
10.11.2016
Selfoss bar sigurorð af 1. deildarliði HK þegar liðin mættust í 16-liða úrslitum Coca-Colabikars kvenna í handbolta í Digranesi í gær.
09.11.2016
Tólf leikmenn Selfoss tóku þátt í æfingum á vegum Handknattleikssambands Íslands um helgina auk þriggja Selfyssinga sem voru með .HSÍ valdi í fyrsta skipti landsliðshóp fyrir.
09.11.2016
Í gær var dregið í 16 liða úrslit Coca-Cola bikars karla í handbolta og munu Selfyssingar sækja 1. deildarlið Víkings heim í Víkina í Fossvogi.Aðrar viðureignirnar eru eftirfarandi:ÍR – AftureldingHK - StjarnanÍBV2 – HaukarFjölnir 2 – FramHK2 – GróttaAkureyri – FHAkureyri 2 - ValurLeikirnir fara fram 4.
08.11.2016
Þessir hressu strákar tóku þátt í fyrsta móti vetrarins hjá 8. flokki sem fram fór á Seltjarnarnesi um seinustu helgi. Þeir sýndi glæsilega takta á vellinum og eiga greinilega framtíðina fyrir sér. Ljósmynd frá foreldrum Umf.
07.11.2016
Selfoss lá á útivelli gegn toppliði Fram í Olís-deildinni á laugardag. Lokatölur í jöfnum og skemmitlegum leik urðu 25-23 eftir að staðan í hálfleik var 12-10 fyrir heimakonur.Markaskorun Selfyssinga: Hrafnhildur Hanna 12 mörk, Adina 5, Perla Ruth 3 og Dijana, Kristrún og Carmen skoruðu allar 1 mark.
02.11.2016
Í dag undirrituðu fulltrúar handboltans og fulltrúar SET nýjan samning um áframhaldandi stuðning SET við handbolta á Selfossi.Óhætt er að segja að samningur þessi muni renna styrkari stoðum undir það starf sem unnið er hjá handknattleiksdeildinni.Fyrirtækið SET sem stofnað var árið 1969 hefur í tugi ára verið styrktaraðili deildarinnar,með þessum samningi er stigið stórt skref fram á við hvað viðkemur stuðning við starfið sem unnið er á Selfossi.Það er öllum aðdáendum handknattleiks mikið fagnaðarefni að hafa hér innanbæjar fyrirtæki sem ekki einungis tryggir afkomu hundruða manna heldur á sama tíma er tilbúið að blása sterkum vindi í segl áframhaldandi uppbyggingar handbolta á Selfossi.MM---Á mynd má sjá Þorstein Rúnar gjaldkera handknattleiksdeildar, Brynjar Bergsteinsson framleiðslu- og vörustjóra SET og Magnús formann handknattleiksdeildar auk þess sem forstjóri SET var ekki langt undan.
Ljósmynd: Umf.
02.11.2016
Selfyssingurinn Einar Sverrisson er í sérstökum sem Geir Sveinsson hefur valið til æfinga með U-21 árs landsliðinu. Markmið hópsins er að undirbúa fleiri leikmenn fyrir A landsliðið í framtíðinni.
01.11.2016
Handknattleiksdeild Hauka kallaði Grétar Ara Guðjónsson heim úr láni með stuttum fyrirvara á mánudag. Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss varð að hafa snöggar hendur enda lokaði félagsskiptaglugginn á mánudagskvöldið en eins og gefur að skilja er afar mikilvægt að hafa tvo öfluga markverði innan sinna herbúða.Selfoss samdi við Einar Ólaf Vilmundarson um að ganga til liðs við félagið og er hann með samning til loka maí 2017.