Fréttir

Hrafnhildur Hanna með landsliðinu til Noregs

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í landsliðshópi Íslands sem leikur tvo vináttuleiki við B-lið Noregs í Noregi.Leikirnir fara fram 28.

Baráttusigur á HK

Stelpurnar mættu vel skipuðu liði HK í gærkvöldi og þrátt fyrir að Selfoss sé nokkuð ofar í deildinni var nú svo sem vitað að fráleitt yrði um auðveldan leik að ræða.HK stelpur spiluðu gríðarlega öflugan varnarleik og má segja að þær hafi verið fastar fyrir í aðgerðum sínum og tók það Selfoss nokkurn tíma að komast í takt við gang leiksins, þó var aldrei mikill munur á liðunum, þetta eitt til tvö mörk í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 12-11.Í seinni hálfleik færðist aukinn kraftur í sóknarleik Selfoss og náðu stelpurnar góðri forystu, einnig fyrir tilverknað Áslaugar í markinu sem átti frábæran dag.

Fjórar í U-20 og Kristrún í afrekshópi

Einar Jónsson þjálfari U-20 ára landsliðs Íslands hefur valið til æfinga. Selfoss á flesta fulltrúa allra félaga í þessu landsliði, sem er ánægjuefni og ber óneitanlega því góða uppbyggingarstarfi sem fram fer hjá handknattleiksdeild og handboltaakademíu vitni.Fulltrúar okkar eru: Elene Elísabet Birgisdóttir, Perla Ruth Alberstdóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir.Afrekshópur kvennaÞá hefur Selfyssingurinn Kristrún Steinþórsdóttir verið valin í sem æfir vikuna 22.-29.

Svekkjandi tap gegn Stjörnunni

Stelpurnar okkar lutu í gólf í hörkuleik gegn Stjörnunni í Olís-deildinni á laugardag.Selfoss byrjaði leikinn af krafti en smá saman náði Stjarnan yfirhöndinni og leiddi í hálfleik 17-13.

Sigur á toppliðinu

Selfossdrengir sýndu svo sannarlega hvað í þá er spunnið þegar topplið 1. deildar kom í heimsókn í Vallaskóla sl. föstudag.  Stjarnan sat á toppi deildarinnar eftir að hafa unnið alla leiki sína.Selfyssingar komu hrikalega kraftmiklir í þennan leik og hreinlega keyrðu yfir illa áttað lið Garðbæinga.

Átta afreksstyrkir til Umf. Selfoss

Stjórn Verkefnasjóðs HSK hefur úthlutað tæpum þremur milljónum til 35 verkefna á sambandssvæði sínu en alls bárust 49 umsóknir til sjóðsins í ár.

Selfyssingar á landsliðsæfingum

Haukur Þrastarson skoraði sjö mörk úr sjö skotum og var markahæstur hjá U-16 ára landsliði Íslands sem tók á móti 18 ára liði Grænlands um helgina.Þá tók Elvar Örn Jónsson þátt í æfingum U-20 landsliðsins og Teitur Örn Einarsson hjá U 18 ára liðinu en þar voru einnig Selfyssingarnir Örn Östenberg og Bjarni Ófeigur Valdimarsson.Það var Örn Þrastarson sem smellti mynd af bróður sínum að loknum leik gegn Grænlendingum.

Tap í Suðurlandsslag

Selfossstelpur mættu í dag ofjörlum sínum þegar þær tóku á móti liði ÍBV.  Leikurinn fór þó vel af stað og leiddu Selfyssingar að loknum 15 mínútum 7-6.  En þá fór að síga á ógæfuhliðina og leiddu Eyjapæjur 12-18 í hálfleik.  Ljóst að seinni hálfleikur yrði erfiður enda allir leikmenn ÍBV að spila vel.Eitthvað náðu Selfyssingar að klóra í bakkann í seinni hálfleik en þó aldrei nóg til að eiga möguleika á að ógna liði ÍBV að einhverju leiti.Selfossstelpur sýndust á köflum ráðlausar í leik sínum og oft virtist sem engin svör væri að finna hjá þjálfarateyminu við vel útfærðum aðgerðum Eyjastúlkna.Eigi að síður margt jákvætt í leiknum sem hægt er að byggja á.  Hanna sem var frekar sein í gang negldi inn 11 mörkum í leiknum og barðist um hvern bolta, Carmen var með 7 mörk og Adina 4.  Gaman síðan að sjá Kristrúnu og Hildi vera aftur komnar í liðið eftir löng meiðslahlé.  Markmenn liðsins áttu einnig ágætis kafla og voru með samtals 36% markvörslu.Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Stjörnunni næsta laugardag.Markaskorun: Hrafnhildur Hanna 11 Carmen 7 Adina 4 Kristrún 3 Hildur Öder 2 Kara Rún 2 Perla Ruth 1Markvarsla: Áslaug Ýr varði 6 bolta (19%) Katrín Ósk varði 10 bolta (53%)MM

Coca Cola bikarkeppni HSÍ

Dregið hefur verið í Coca Cola bikarkeppni HSÍ.Stelpurnar í meistaraflokki mæta FH í Hafnarfirði í 16 liða úrslitum. Strákarnir í meistaraflokki mæta Fjölni í Grafarvoginum í 16 liða úrslitum, en Selfoss sló út b lið Vals í 32 liða úrslitum.2.flokkur kk fer til Reykjavíkur og spilar við Þrótt3.

Útisigur á ÍR

Selfossstelpur mættu liði ÍR í Olísdeildinni í dag.  Fyrir leikinn sat lið Breiðyltinga í næstneðsta sæti deildarinnar á meðan Selfoss var í því sjötta, af 14 liðum.Jafnt var eftir 10 mín leik 5-5 og ljóst að ÍR-stúlkur ætluðu að selja sig dýrt í þetta skiptið, þeim varð ekki kápan úr því klæðinu enda Selfossstelpur á þeim buxunum að sækja sigur í Breiðholtinu og tóku þær því forystuna með auknum hraða í leiknum þar sem nokkur hraðaupphlaup skiluðu góðum mörkum.Staðan í hálfleik 10-18.  Selfossstelpur slökuðu aðeins á í síðari hálfleik en þó var sigurinn gegn fastspilandi borgarbörnum aldrei í hættu enda fór svo að sigur hafðist 27-32.Næsti leikur liðsins er á heimavelli nk.