Fréttir

Selfosssigur gegn Mílan

Selfoss mætti liði ÍF Mílan á "útivelli" í kvöld. Leikurinn var í sjöttu umferð 1. deildar karla en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum ásamt Fjölni í 2-4 sæti deildarinnar.

Hanna markahæst Olísdeildar

Að loknum 6 umferðum í efstu deild handbolta kvenna Olísdeildinni er Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæst. Hún hefur skorað 60 mörk í þessum leikjum sem gerir þá að meðaltali 10 mörk í leik, frábær árangur hjá henni.Selfossliðið er í 5.

Ódýrast að æfa handbolta á Selfossi

Fram kemur í verðlagseftirliti ASÍ að ódýrast er að æfa handbolta á Selfossi. ASÍ kannaði verð á gjaldskrám fyrir börn og ungmenni hjá sextán fjölmennustu handboltafélögum landsins fyrir veturinn 2015-2016.Borin voru saman æfingagjöld í fjórða, sjötta og áttunda flokki og má lesa úr könnuninni að samanlagt verð fyrir flokkana þrjá er lægst hjá Umf.

Tap gegn Íslandsmeisturum

Selfossstelpur léku í dag gegn Íslandsmeisturum Gróttu í Olísdeildinni í handbolta. Þessi lið mættust í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í fyrra þar sem Grótta hafði öruggan sigur í tveimur leikjum.Leikurinn í dag var hin prýðilegasta skemmtun og munurinn á liðunum framan af þetta 1-3 mörk, staðan eftir 15  mín t.a.m.

Flottur sigur Selfossdrengja !

Selfoss mætti liði HK í 1. deild karla í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld. Um var að ræða 5 umferð deildarinnar. Fyrir leikinn höfðu strákarnir unnið tvo og tapað tveimur leikjum í deildinni.Gaman var að sjá til liðsins í kvöld og óhætt að segja að það hafi sýnt margar sínar bestu hliðar fyrir framan fjölda áhorfenda í kvöld. Vörn og markvarsla var með allra besta móti og í sókninni dreifðist markaskorun vel á menn sem verður að teljast jákvætt fyrir framhaldið.Jafnt var á fyrstu tölum svona rétt á meðan Selfyssingar voru að slípa leik sinn, en síðan tóku okkar menn flest völd á vellinum og sigu hægt og öruggt framúr og leiddu 15-12 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru strákarnir gríðarlega öflugir, gáfu engin grið og höfðu að lokum öruggan 30-24 sigur.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Markaskorun: Alexander Már Egan 6 Örn Þrastarson 4 Teitur Örn Einarsson 4 Egidijus Mikalonis 4 Hergeir Grímsson 4 Árni Geir Hilmarsson 3 Andri Már Sveinsson 2 Guðjón Ágústsson 1 Árni Guðmundsson 1 Rúnar Hjálmarsson 1Birkir Fannar Bragason var með 18 varða bolta 50% markvörsluHelgi Hlynsson með tvo varða bolta þar af eitt víti og 33% markvörsluMM---Alexander Már Egan svífur inn úr horninu og skorar eitt af sex mörkum sínum í leiknum. Ljósmynd: Umf.

Hrafnhildur Hanna stóð fyrir sínu með landsliðinu

Íslenska landsliðið lék tvo erfiða leiki í undankeppni EM gegn Frakklandi og Þjóðverjum í seinustu viku.Fyrri leikurinn á útivelli gegn Frökkum tapaðist 17-27 þar sem Hanna skoraði eitt mark.Seinni leikurinn sem fram fór í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda var áttundi landsleikur Hönnu sem hóf leik á bekknum meðan ekkert gekk hjá liðsfélögum hennar í upphafi leiks. Hún átti hins vegar flotta innkomu, sýndi mikið sjálfstraust og átti hvað mestan þátt í að Ísland jafnaði leikinn í 7-7.

Selfoss sækir Val heim í bikarnum

Í gær var dregið í 32 liða úrslit karla í Coca Cola bikarnum í handbolta. Strákarnir okkar sækja Val 2 heim í Vodafonehöllinni og fer leikurinn fram 25.

Selfyssingar náðu sér ekki á strik

Selfoss sótti Fjölni heim í 1.deildinni í gær. Í hálfleik var jafnt 10-10 en heimamenn voru sterkari í seinni hálfleik og sigruðu með 8 marka mun 29-21 þar sem Selfyssingar náðu sér aldrei á strik.Nánar er fjallað um leikinn á vefnum .Markahæstur Selfyssinga var Teitur Örn Einarsson með 5 mörk, Andri Már Sveinsson skoraði 4, Guðjón Ágústsson, Elvar Örn Jónsson og Hergeir Grímsson skoruðu 2 mörk og þeir Árni Geir Hilmarsson, Árni Guðmundsson, Örn Þrastarson og Magnús Öder Einarsson eitt mark hver.Selfoss er í 4.

Fyrsta tapið eftir spennuleik

Stelpurnar okkar sóttu Fram heim í Olísdeildinni á föstudag.Selfyssingar réðu lögum og lofum í upphafi leiks en Fram kom sér smátt og smátt inn í leikinn og jafnt var í hálfleik 16-16.

Sannfærandi sigur á heimavelli

Selfoss vann sannfærandi sigur á Þrótti í fyrsta heimaleik vetrarins sl. föstudag.Heimamenn höfðu frumkvæðið allan leikinn án þess þó að hrista Þróttara af sér.