30.12.2015
Handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttafólk ársins í Sveitarfélaginu Árborg á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar sem fram fór í hátíðarsal FSu í gær.Hrafnhildur Hanna hefur náð frábærum árangri í ár og spilað sig upp í að verða lykilmanneskja í A-landsliði Íslands.
28.12.2015
Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar fer fram þriðjudaginn 29. desember kl. 19:30 í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands.
17.12.2015
Fjórir fyrrum leikmenn Selfoss eru í 28 manna hópi Arons Kristjánssonar fyrir EM í Póllandi.Piltarnir sem um ræðir eru Árni Steinn Steinþórsson leikmaður Sonderjyske, Bjarki Már Elísson leikmaður Fuchse Berlin, Guðmundur Árni Ólafsson leikmaður Mors-Thy og Janus Daði Smárason leikmaður Hauka.Æfingahópur Íslands verður tilkynntur á næstu dögum, en endalegur 16 manna hópur fyrir EM verður valinn á rétt fyrir mót.Æfingar A landsliðs karla hefjast 29.
14.12.2015
Selfyssingar máttu hafa sig alla við þegar þeir höfðu betur gegn HK á útivelli í 1. deildinni á föstudag.Leikmenn HK voru sterkari stóran hluta fyrri hálfleiks en Selfyssingar náðu að laga stöðuna undir lok hans og staðan í hálfleik 17-16 fyrir heimamönnum.Selfyssingar jöfnuðu leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks og eftir það var jafnt á flestum tölum.
07.12.2015
Selfyssingar mættu Fjölni öðru sinni á fjórum dögum þegar þeir tóku á móti liðinu á Selfossi í 11. umferð 1. deildarinnar á föstudag.
06.12.2015
Í ljósi mjög slæmrar veðurspár og tilmæla frá um að fólk sé ekki á fer eftir klukkan 12:00 á hádegi mánudaginn 7. desember, munu allar æfingar hjá Umf. Selfoss falla niður í dag, mánudag.Allar æfingar hjá fimleikadeild, frjálsíþróttadeild, handknattleiksdeild, júdódeild, knattspyrnudeild, sunddeild og taekwondodeild falla niður.
04.12.2015
Við viljum vekja athygli á fyrstu útsendingu hjá sem sýnir leik Selfyssinga og Fjölnis í beinni útsendingu á netinu í kvöld.Leikurinn hefst kl.
02.12.2015
Selfyssingar eru úr leik í Coca Cola bikarnum eftir fimm marka ósigur gegn Fjölni á útivelli í gær.Strákarnir fengu óskabyrjun og var staðan 1-7 eftir tíu mínútna leik en þá var eins og allur vindur væri úr okkar mönnum og komust Fjölnismenn yfir rétt fyrir hálfleik 14-13. Fjölnir hafði undirtökin í leiknum allan seinni hálfleik og þrátt fyrir að Selfoss minnkaði muninn í tvö mörk á lokakaflanum voru Fjölnismenn sterkari og unnu 29-24.Nánar er fjallað um leikinn á vef .
01.12.2015
Stelpurnar í 7. flokki tóku þátt í öðru móti vetrarins í Safamýrinni um helgina og skemmtu sér virkilega vel ásamt Sigrúnu Örnu þjálfara sínum.
01.12.2015
Það var líf og fjör hjá strákunum í 7. flokki sem tóku þátt í öðru móti vetrarins hjá ÍR í Austurbergi um helgina.Ljósmyndir frá áhugasömum foreldrum.