Fréttir

Strákarnir úr leik í bikarnum

Selfyssingar eru úr leik í Coca Cola bikarnum eftir fimm marka ósigur gegn Fjölni á útivelli í gær.Strákarnir fengu óskabyrjun og var staðan 1-7 eftir tíu mínútna leik en þá var eins og allur vindur væri úr okkar mönnum og komust Fjölnismenn yfir rétt fyrir hálfleik 14-13. Fjölnir hafði undirtökin í leiknum allan seinni hálfleik og þrátt fyrir að Selfoss minnkaði muninn í tvö mörk á lokakaflanum voru Fjölnismenn sterkari og unnu 29-24.Nánar er fjallað um leikinn á vef . 

Stuð hjá stelpunum – Æfðu frítt í desember

Stelpurnar í 7. flokki tóku þátt í öðru móti vetrarins í Safamýrinni um helgina og skemmtu sér virkilega vel ásamt Sigrúnu Örnu þjálfara sínum.

Stemming hjá strákunum

Það var líf og fjör hjá strákunum í 7. flokki sem tóku þátt í öðru móti vetrarins hjá ÍR í Austurbergi um helgina.Ljósmyndir frá áhugasömum foreldrum.

Hrafnhildur Hanna markahæst og best með landsliðinu

Íslenska A-landslið kvenna lék um helgina tvo leiki gegn B-landsliði Noregs í Noregi. Fyrri leikurinn endaði 31-21 fyrir þeim norsku þar sem Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst með 4 mörk og var valin besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum.

Selfosssigur í Laugardalshöll

Selfyssingar gerðu góða ferð í Laugardalshöll í kvöld þar sem þeir mættu Þrótturum. Endaði leikurinn með sigri Selfyssinga 23-25.

Hrafnhildur Hanna markahæst í Olís-deildinni

Keppni í Olís-deild kvenna er komin í frí og hefst að nýju í upphafi janúar á næsta ári. Næsti leikur Selfyssinga er laugardaginn 9.

Fleiri Selfyssingar í U16

Katla María Magnúsdóttir hefur verið valin í U16 ára landslið stúkna sem kemur saman til æfinga í vikunni. Fyrir í því liði er annar Selfsyssingur Elva Rún Óskarsdóttir.

Sigur Selfyssinga í seinasta leik fyrir jól

Selfoss lagði FH að velli 25-27 í miklum baráttuleik í Kaplakrika þegar liðin mættust í lokaleik fyrri umferðar Olís-deildarinnar.Selfoss hafði yfirburði í fyrri hálfleik og fimm marka forskot í hálfleik 9-14.

Feðgar í U-18

Fjórir Selfyssingar voru valdir í hóp U-18 ára landsliðs karla sem tekur þátt í í Merzig í Þýskalandi milli jóla og nýárs en liðið kemur saman til æfinga 20.-22.

Fjórir Selfyssingar í U14 úrtaki

Fjórir Selfyssingar hafa verið valdir í úrtakshóp U-14 sem æfir undir stjórn Maksim Akbachev helgina 21. og 22. nóvember.Þetta eru frá vinstri Tryggvi Sigurberg Traustason, Tryggvi Þórisson, Vilhelm Freyr Steindórsson og Karl Jóhann Einarsson. Þeir eru búnir að æfa gríðarlega vel og bæta sig jafnt og þétt á hverjum degi og eiga þetta fyllilega skilið.Þetta er í fyrsta skipti sem þessi hópur æfir saman og hafa tæplega 70 strákar verið valdir til æfinga. Þrjár æfingar verða fyrir hópinn, allar í tvöföldum sal vegna stærðar hópsins.