Fréttir

Tap í Suðurlandsslag

Selfossstelpur mættu í dag ofjörlum sínum þegar þær tóku á móti liði ÍBV.  Leikurinn fór þó vel af stað og leiddu Selfyssingar að loknum 15 mínútum 7-6.  En þá fór að síga á ógæfuhliðina og leiddu Eyjapæjur 12-18 í hálfleik.  Ljóst að seinni hálfleikur yrði erfiður enda allir leikmenn ÍBV að spila vel.Eitthvað náðu Selfyssingar að klóra í bakkann í seinni hálfleik en þó aldrei nóg til að eiga möguleika á að ógna liði ÍBV að einhverju leiti.Selfossstelpur sýndust á köflum ráðlausar í leik sínum og oft virtist sem engin svör væri að finna hjá þjálfarateyminu við vel útfærðum aðgerðum Eyjastúlkna.Eigi að síður margt jákvætt í leiknum sem hægt er að byggja á.  Hanna sem var frekar sein í gang negldi inn 11 mörkum í leiknum og barðist um hvern bolta, Carmen var með 7 mörk og Adina 4.  Gaman síðan að sjá Kristrúnu og Hildi vera aftur komnar í liðið eftir löng meiðslahlé.  Markmenn liðsins áttu einnig ágætis kafla og voru með samtals 36% markvörslu.Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Stjörnunni næsta laugardag.Markaskorun: Hrafnhildur Hanna 11 Carmen 7 Adina 4 Kristrún 3 Hildur Öder 2 Kara Rún 2 Perla Ruth 1Markvarsla: Áslaug Ýr varði 6 bolta (19%) Katrín Ósk varði 10 bolta (53%)MM

Coca Cola bikarkeppni HSÍ

Dregið hefur verið í Coca Cola bikarkeppni HSÍ.Stelpurnar í meistaraflokki mæta FH í Hafnarfirði í 16 liða úrslitum. Strákarnir í meistaraflokki mæta Fjölni í Grafarvoginum í 16 liða úrslitum, en Selfoss sló út b lið Vals í 32 liða úrslitum.2.flokkur kk fer til Reykjavíkur og spilar við Þrótt3.

Útisigur á ÍR

Selfossstelpur mættu liði ÍR í Olísdeildinni í dag.  Fyrir leikinn sat lið Breiðyltinga í næstneðsta sæti deildarinnar á meðan Selfoss var í því sjötta, af 14 liðum.Jafnt var eftir 10 mín leik 5-5 og ljóst að ÍR-stúlkur ætluðu að selja sig dýrt í þetta skiptið, þeim varð ekki kápan úr því klæðinu enda Selfossstelpur á þeim buxunum að sækja sigur í Breiðholtinu og tóku þær því forystuna með auknum hraða í leiknum þar sem nokkur hraðaupphlaup skiluðu góðum mörkum.Staðan í hálfleik 10-18.  Selfossstelpur slökuðu aðeins á í síðari hálfleik en þó var sigurinn gegn fastspilandi borgarbörnum aldrei í hættu enda fór svo að sigur hafðist 27-32.Næsti leikur liðsins er á heimavelli nk.

Sigur á ÍH

Meistaraflokkslið karla mætti Íþróttafélagi Hafnarfjarðar í 1.deildinni í gær.  ÍH voru sterkari framan af og leiddu t.a.m. 7-11 um miðjan fyrri hálfleik, Selfyssingar náðu að bæta úr og staðan í hálfleik var 17-18.Í þeim síðari komu Selfossstrákar sterkari til leiks og náðu fljótt forystu sem þeir létu ekki af hendi þótt Hafnfirðingar reyndu hvað þeir gátu.Hornamaðurinn knái og stórskemmtilegi hann Andri Már fór fyrir liðinu og var markahæstur með 9 mörk.Góður 34-32 sigur staðreynd og liðið situr nú í 3.sæti deildarinna með fimm sigra og tvö töp.Stefán Árnason þjálfari Selfoss sagðist í viðtali við síðuritara vera ánægður með leik sinna manna:"sóknarleikurinn var trúlega það besta sem liðið hefur sýnt í allan vetur",Stefán sagðist vera sáttur með liðið og leikinn, sérstaklega í ljósi þeirrar staðreyndar að í leiknum vantaði báðar örvhentu skyttur liðsins þá Jóhann Erlingsson og Teit Örn Einarsson, en Teitur var markahæsti leikmaður liðsins í síðustu tveimur leikjum.       "Í þessum leik náðum við loksins að spila sóknarleikinn í gegn eins og hann er hannaður til og vorum þolinmóðir sem skilaði góðum færum nær allan tímann"Næsti leikur er heimaleikur gegn efsta liðinu, Stjörnunni úr Garðabæ, föstudaginn 13.nóv í íþróttahúsi Vallaskóla kl 19:30.Markaskorun: Andri Már Sveinsson 9 Elvar Örn Jónsson 6 Hergeir Grímsson 6 Guðjón Ágústsson 4 Örn Þrastarson 3 Árni Geir Hilmarsson 2 Alexander Már Egan 2 Árni Guðmundsson 2Markvarsla: Helgi Hlynsson 6 varðir boltar (24%) Birkir Fannar Bragason 3 varðir boltar (20%)MM JÁE /mynd).

Tap á heimavelli gegn Val

Liðin sem voru jöfn í 5. og 6.sæti Olísdeildarinnar mættust í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld.Margir sem áttu svona fyrirfram von á því að um jafnan leik yrði  að ræða, svo var ekki.  Valsliðið mun betra á flestum sviðum handboltans, allan fyrri hálfleikinn.  Staðan í hálfleik 10-17 og lítið sem gladdi auga þeirra fjölmörgu áhorfenda sem leið sína lögðu í íþróttahúsið í kvöld.Eitthvað hefur MS hleðslan sem stelpurnar drukku í hálfleik haft að segja, nema það hafi verið hálfleiksræða þjálfara, því annað var að sjá til liðsins í seinni hálfleik og voru þær virkilega að leggja sig fram og flestar að berjast af krafti.  Liðið náði að minnka muninn í eitt mark þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, en náðu ekki að láta kné fylgja kviði og Valsstúlkur skoruðu síðustu mörkin og höfðu sigur á Selfossstúlkum 21-25.Í samtali við Hilmar Guðlaugsson annan af þjálfurum Selfoss mátti sjá að hann var ósáttur við spilamennsku liðsins, en hann sagði: „Fyrri hálfleikur var algjör skandall og varð okkur að falli í kvöld.

Sannfærandi sigur Selfyssinga

Selfoss vann öruggan sigur á Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta á laugardag, 24-34.Selfoss hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 11-15, en munurinn jókst til muna í síðari hálfleik.Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir var markahæst Selfyssinga með 7 mörk, Elena Birg­is­dótt­ir og Perla Ruth Al­berts­dótt­ir skoruðu 6, Kristrún Steinþórs­dótt­ir, Hild­ur Öder Ein­ars­dótt­ir og Adina Ghido­arca 4 og þær Kara Rún Árna­dótt­ir, Hulda Dís Þrast­ar­dótt­ir  og Thelma Sif Kristjáns­dótt­ir skoruðu 1 mark hver.Selfoss er í 6.

Selfoss áfram í Coca Cola bikarnum

Selfoss strákar léku gegn Val2 í Coca Cola bikarnum í dag. Leikurinn fór fram í Vallaskóla en var heimaleikur Valsliðsins. Selfoss hafði undirtökin allan leikinn en leikurinn var mjög hægur og mikið hnoð var á liðunum.

Selfosssigur gegn Mílan

Selfoss mætti liði ÍF Mílan á "útivelli" í kvöld. Leikurinn var í sjöttu umferð 1. deildar karla en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum ásamt Fjölni í 2-4 sæti deildarinnar.

Hanna markahæst Olísdeildar

Að loknum 6 umferðum í efstu deild handbolta kvenna Olísdeildinni er Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæst. Hún hefur skorað 60 mörk í þessum leikjum sem gerir þá að meðaltali 10 mörk í leik, frábær árangur hjá henni.Selfossliðið er í 5.

Ódýrast að æfa handbolta á Selfossi

Fram kemur í verðlagseftirliti ASÍ að ódýrast er að æfa handbolta á Selfossi. ASÍ kannaði verð á gjaldskrám fyrir börn og ungmenni hjá sextán fjölmennustu handboltafélögum landsins fyrir veturinn 2015-2016.Borin voru saman æfingagjöld í fjórða, sjötta og áttunda flokki og má lesa úr könnuninni að samanlagt verð fyrir flokkana þrjá er lægst hjá Umf.