17.01.2016
Handboltafólkið okkar í 2., 3. og meistaraflokki notaði sunnudagskvöldið við vörutalningu hjá Lindex í Reykjavík. Hér er um mikilvæga fjáröflun fyrir félagið að ræða sem þau tóku þátt í með bros á vör.Þau gera sér öll grein fyrir að til að árangur náist þurfa allir að leggjast á árarnar og það gera þau svo sannarlega, miklir fyrirmyndar iðkendur sem handboltinn á Selfossi er stoltur af.Á myndinni sem Hildur Öder tók má sjá þær Margréti Katrínu og Köru Rún gæða sér á orkudrykk svona rétt á milli talninga.MM.
11.01.2016
Nýverið tók Teitur Örn Einarsson þátt í Sparkassen Cup ásamt félögum sínum í landsliðinu. Mótið sem er árlegt boðsmót var í ár skipað landsliðum 7 landa auk úrvalsliðs sambandslandsins Saarland.Ísland var í riðli með Póllandi, Saarland og Hollandi. Sigur hafðist í fyrsta leik gegn Saarland 22-20 þar sem Teitur Örn var markahæstur með 7 mörk.
11.01.2016
Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi föstudaginn 15. og laugardaginn 16. janúar 2016. Þema ráðstefnunnar í ár er markmið, skipulag og vellíðan.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum sveitarfélagsins að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.
09.01.2016
Selfossstelpur mættu liði Hauka í íþróttahúsi Vallaskóla í dag. Í fyrri leik þessara liða í haust hafði Selfoss sigur á útivelli 24-26, síðan hafa Haukar styrkt lið sitt nokkuð.Haukastelpur byrjuðu leikinn betur og náðu fljótt 1-4 forystu en Selfoss náði að jafna 5-5. Nokkuð jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik og leiddu Selfossstelpur í leikhléi 15-14.Síðari hálfleikur byrjaði verulega illa og keyrðu Haukar upp hraðann og náðu auðveldum mörkum þar sem vörn og þ.a.l.
07.01.2016
Kvennalið Selfoss hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Olís-deild kvenna í handknattleik því landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur samið við félagið.Steinunn gekk í raðir SønderjyskE frá Skandeborg síðasta sumar.
07.01.2016
Æfingar hjá Umf. Selfoss eru hafnar að nýju eftir frí um áramótin. Flestir flokkar hjá félaginu voru í fríi yfir hátíðarnar en það eru margir af eldri hópunum sem una sér vart hvíldar þrátt fyrir jólasteik og áramót.
05.01.2016
Selfyssingurinn Guðmundur Árni Ólafsson er í 21 manna landsliðshópi sem Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi til undirbúnings fyrir EM 2016 sem fram fer í Póllandi.
04.01.2016
Handknattleiksdeild Selfoss fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem 18. desember síðastliðinn.Viðurkenningin var afhent í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í hálfleik stórleiks Selfoss og Mílunnir í 1.
31.12.2015
Tilkynnt var um úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Umf. Selfoss og Árborgar fyrir árið 2015 á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands 29.
30.12.2015
Fimm Selfyssingar æfa með U20 ára landsliðum HSÍ nú um hátíðarnar.Einar Jónsson valdi 21 leikmann til æfinga hjá U20 ára landsliði kvenna milli jóla og áramóta.