Fréttir

Tilboðsdagur Jako í Tíbrá

Mánudaginn 10. september verður Jako með tilboðsdag í Tíbrá milli klukkan 16 og 19.Frábær tilboð á félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum.

Frístundaakstur í Sveitarfélaginu Árborg

Frístundaakstur hefst innan Sveitarfélagsins Árborgar mánudaginn 3. september í samstarfi við Guðmund Tyrfingsson ehf.Frístundabíllinn mun aka alla virka daga frá því um klukkan 13:00-15:30 og hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum og skóla í íþrótta- og frístundastarf innan sveitarfélagsins.

Tómstundamessa Árborgar 2018

Tómstundamessa Árborgar fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla miðvikudaginn 29. ágúst. Viðburðurinn er haldinn í góðu samstarfi við grunnskóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög og aðra aðila sem vinna með tómstundir barna á leik- og grunnskólaaldri í sveitarfélaginu.Á tómstundamessunni verður hægt að kynna sér þau fjölmörgu námskeið og æfingar sem standa til boða fyrir börn og unglinga í Sveitarfélaginu Árborg.

Æfingahópur fyrir 13 ára og eldri

Í haust ætlum við að byrja með nýjan hóp fyrir iðkendur 13 ára og eldri. Hópurinn verður fyrir þá sem vilja æfa fimleika án þess að taka þátt í keppni.

Aníta Þorgerður ráðin sem deildarstjóri yngsta stigs

Við erum stolt að segja frá því að Aníta Þorgerður Tryggvadóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri yngsta stigs hjá okkur. Hún tekur þar við af Þyrí Imsland sem við þökkum í leiðinni fyrir gott starf síðustu ár :)Aníta er íþróttafræðingur að mennt og hefur verið viðriðin fimleika frá unga aldri.

Fréttabréf UMFÍ

Ævintýri á EuroGym

Dagana 14.-20. júlí dvöldu 24 fimleikastelpur úr fimleikadeild Selfoss ásamt þjálfurum og fararstjórum í Liége í Belgíu þar sem þau tóku þátt í EuroGym fimleikahátiðinni, en um 4.000 börn og ungmenni víðsvegar úr Evrópu voru á hátíðinni í ár.Á hátíðinni tóku stelpurnar þátt í vinnubúðum og götusýningum, fengu tækifæri til að sýna sig og sjá aðra.

Unglingalandslið Íslands í hópfimleikum í heimsókn

Helgina 14.-15. julí síðastliðinn fengum við unglingalandslið Íslands í hópfimleikum í æfingabúðir í Baulu. Þau eru á fullu að æfa fyrir Evrópumótið sem fer fram í Portúgal í október næstkomandi.

5. flokkur á Garpamóti Gerplu

Í lok maí fór fimleikadeild Selfoss með 2 sameinuð 5. flokks lið á Garpamót Gerplu í Kópavogi, en mótið var haldið í nýja fimleikahúsinu þeirra.Liðin fengu þar verðlaun fyrir sitt besta áhald og fengu í lokin grillaðar pylsur og svala.Skemmtilegur dagur hjá stúlkunum sem stilltu sér allar saman upp á mynd.

Sumarnámskeið fimleikana

Skráning í sumarnámskeið fimleikana.Í sumar býður fimleikadeildin upp á fimleikar fyrir börn fædd árin 2009, 2010 og 2011.Fjölbreyttar æfingar og leikir með áherslu á grunnfimleika, samhæfingu, styrk og liðleika.