Sáttir við stuðninginn

Á laugardag mættu Selfyssingar á Valbjarnarvöll í Laugardalnum og unnu frækinn 1-0 baráttusigur á Þrótturum. Það var Javier Zurbano sem skoraði markið eftir góðan sprett og sendingu Þorsteins Daníels Þorsteinssonar.

Góður árangur á Gaflaranum

Selfyssingar mættu með eldspræka krakka á aldrinum 10-14 ára á Gaflarann sem fór fram á Kaplakrika í Hafnafirði laugardaginn 17. ágúst.

HSK bikarmeistarar pilta 15 ára og yngri

Sunnudaginn 25. ágúst var bikarkeppni 15 ára og yngri í frjálsum haldin í Kópavogi. Tólf lið af öllu landinu voru skráð til leiks og var keppnin gríðarlega jöfn og spennandi.

Fjóla Signý í 2. sæti í 400 m grind í Belgíu

Frjálsíþróttakonurnar Hafdís Sigurðardóttir og Fjóla Signý Hannesdóttir kepptu á laugardaginn á Grand Prix mótinu sem fram fór um helgina í Mouscron í Belgíu.Fjóla Signý náði ágætum árangri.

Mótaskrá í 5.-8. flokki

Búið er að birta mótaskrá vetrarins í 5.-8. flokki í handbolta.

Mikilvægur sigur í baráttunni

Selfyssingar unnu í gærkvöldi stórsigur á botnliði Völsungs í 1. deild karla í knattspyrnu. Lokatölur urðu 6-1 fyrir heimamenn sem leiddu í hálfleik með tveimur mörkum Ingólfs Þórarinssonar og Andy Pew á fyrstu sjö mínútum leiksins.

Fimleikastelpur á Ítalíu

Stór hópur af fimleikastelpum er nú staddur við æfingar á Ítalíu. Það er allt gott að frétta af hópnum. Æfingar ganga vel og er margt skemmtilegt brallað t.d.

Selfoss ofurliði borið

Selfoss þurfti að láta í minni pokann þegar Breiðablik mætti á Selfossvöll í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi.Michele Dalton átti stórleik í marki Selfyssinga og kom hvað eftir annað í veg fyrir að Blikar skoruðu fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik og bættu seinasta marki sínu við í upphafi síðari hálfleiks.

Sex Selfyssingar á landsliðsæfingar

Í dag tilkynnti Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hvaða leikmenn hann valdi á landsliðsæfingar sem fram fara í Kórnum í Kópavogi helgina 24.-25.

Handboltaæfingar 2013-2014

Æfingar hjá handknattleiksdeildinni hefjast af fullum krafti fimmtudaginn 22. ágúst. Æfingatímarnir verða eins og undanfarin ár, skiptast aðallega á að stelpur æfa mánudaga og miðvikudaga en strákar þriðjudaga og fimmtudaga.