Handboltaæfingar byrja fimmtudaginn 22. ágúst

Handboltaæfingar yngri flokka hefjast fimmtudaginn 22. ágúst, æfingatímar verða auglýstir síðar. Handknattleiksdeild Umf. Selfoss leggur mikla áherslu á að hafa vel menntaða og reynslumikla þjálfara og hefur verið mikill stöðugleiki í mannaráðningum undanfarin ár.

Fjóla bætti met Unnar

Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, bætti 31 árs gamalt héraðsmet í 300 metra hlaupi á FH-mótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í Kaplakrika 14.

Afar svekkjandi jafntefli

Selfyssingar gerðu afar svekkjandi jafntefli við Tindastól í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Lokatölur voru 1-1 en það var Ingólfur Þórarinsson sem gerði mark okkar úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.Selfoss er áfram í níunda sæti 1.

Getraunastarfið hefst á morgun

Getraunastarfið hefst á nýjan leik um leið og enska úrvalsdeildin um helgina. Opið er í Tíbrá milli kl. 11 og 13 alla laugardaga í vetur.

Góður sigur hjá Selfyssingum

Það var Guðmunda Brynja Óladóttir sem skoraði bæði mörk Selfyssinga þegar liðið mætti Aftureldingu í Mosfellsbæ í gærkvöld.

Æfingabúðir á Ítalíu

Á laugardaginn kemur heldur myndarlegur hópur fimleikastúlkna ásamt fimm þjálfurum til Cesenatico á Ítalíu í æfingabúðir. Hópar frá Selfossi hafa áður farið á þennan stað og látið vel af. Í Cesenatico er flott aðstaða til fimleikaiðkunar og koma hópar þangað alls staðar að úr Evrópu. Aðstaðan sem er bæði innan- og utandyra er öll til fyrirmyndar.

Sumarstarfinu að ljúka hjá fimleikunum

Í sumar var fimleikadeildin með tvö sumarnámskeið fyrir börn 9 ára og yngri. Bæði námskeiðin voru vel sótt og heppnuðust vel. Æft var í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla en lítið var hægt að vera úti vegna kulda og vosbúðar.

Glæsilegu Olísmót lokið

Það voru mörg glæsitilþrif sem litu dagsins ljós í Meistaradeild Olís sem fram fór í níunda skipti á Selfossvelli um helgina. Þar voru mættir til leiks nærri 600 strákar frá 17 félögum í 5.

Þriðja umferð Íslandsmótsins í mótokross

Þriðja umferð Íslandsmótsins í mótokrossi fór fram sl. helgi við frábærar aðstæður hjá akstursíþróttafélaginu KKA á Akureyri.

Teitur Örn þrefaldur Íslandsmeistari og Sigþór með HSK met

Unglingameistaramót Íslands í aldursflokkum 15 – 22 ára fór fram á Kópvogsvelli um liðna helgi. HSK/Selfoss sendi tólf keppendur til leiks sem stóðu sig frábærlega og höfnuðu í þriðja sæti í heildarstigakeppni félaga.