Sætaferðir á bikarleik Selfyssinga gegn KR

Knattspyrnudeild Selfoss í samstarfi við Guðmund Tyrfingsson ehf. býður upp á sætaferðir á bikarleik Selfoss og KR í Borgunarbikarkeppninni sem fram fer á Alvogenvellinum miðvikudaginn 25.

Vormót HSK 2016

Vormót HSK í frjálsum fór fram laugardaginn 21. maí á Selfossvelli í blíðuveðri. Þetta var fyrsta mót sumarsins. 94 keppendur mættu til leiks víðsvegar af landinu og er þetta þátttökumet.

Leiknismenn leiknari

Selfyssingar urðu að játa sig sigraða gegn Leikni sem skoruðu eina mark leiksins þegar liðin mættust á JÁVERK-vellinum á föstudag.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Eftir þrjá leiki eru Selfyssingar með þrjú stig í 8.

Hreyfivika UMFÍ | Hvaða sveitarfélag hreyfir sig mest? 

Hreyfivika UMFÍ, árleg lýðheilsuherferð, hefst í dag mánudaginn 23. maí en hún hefur það að markmiði að kynna kosti þess að stunda hreyfingu og íþróttir.

Þrefaldur sigur Selfyssinga á NM

Júdómenn frá Selfossi náðu frábærum árangri á Norðurlandamótinu sem fram fór í Larvik í Noregi um helgina.Egill Blöndal vann gull í -90 kg flokki U21 þar sem hann glímdi til úrslita við félaga sinn Grím Ívarsson sem varð að láta sér lynda silfrið í þetta sinn en hann var ríkjandi Norðurlandameistari.

Hreyfivika UMFÍ hefst á mánudag

Hreyfivika UMFÍ hefst næsta mánudag, þann 23. maí og stendur til 29. maí. Þjónustumiðstöð UMFÍ ætlar að setja Hreyfiviku UMFÍ mánudaginn 23.

Elmar ráðinn framkvæmdastjóri

Fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss hefur ráðið Elmar Eysteinsson í stöðu framkvæmdastjóra deildarinnar frá 1. ágúst 2016 en þá kveður Olga Bjarnadóttir eftir 25 ára starf hjá deildinni.Elmar er menntaður íþróttafræðingur og rekur sjálfstæða einkaþjálfararáðgjöf.

Sumarblað Árborgar 2016

fyrir árið 2016 er komið á vef Sveitarfélagsins Árborgar. Í blaðinu er hægt að finna upplýsingar um flest námskeið og æfingar sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2016.Blaðinu var einnig dreift inn á öll heimili sveitarfélagsins.

Lokahóf yngri flokka á miðvikudag

Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla miðvikudaginn 25. maí og stendur frá klukkan 17-18.Á dagskrá er verðlaunaafhending, myndataka og grillveisla.Foreldrar og forráðamenn eru eindregið hvattir til að mæta með krökkunum í vínrauðum litum.

Stjarnan hafði sigur á Selfossi

Stelpurnar okkar urðu að láta í minni pokann þegar þær töpuðu 1-3 á heimavelli gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í gær. Það var Guðmunda Brynja Óladóttir sem jafnaði fyrir heimastúlkur en staðan í hálfleik var 1-1.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Selfoss hefur þrjú stig í deildinni eftir tvo leiki og mætir næst ÍA á útivelli þriðjudaginn 24.