Barbára og Halldóra til Azerbaísjan

Barbára Sól Gísladóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir leikmenn meistaraflokks Selfoss voru valdar í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands sem tekur þátt í undankeppni EM í Azerbaísjan í lok mánaðar.Þá var Guðmundur Axel Hilmarsson í æfingahóp U17 ára landsliðs karla sem æfði um seinustu helgi.---Ljósmynd: Umf.

Frábær þátttaka í lokaferð mótokross

Nærri 60 iðkendur og félagar í mótokrossdeild Selfoss fóru í létta og skemmtilega lokaferð í Bolöldu laugardaginn 9. september. Það var hjólað í þrjá klukkutíma áður en haldið var heim á leið þar sem grillaðar pylsur biðu svangra hjólara.Ferðin gekk vonum framar og sneru allir heim með bros á vör í lok dags eins og sjá má á þessari mynd sem Brynjar Áskelsson tók.

Silfur hjá strákunum í 5. flokki

Strákarnir í 5. flokki mættu Breiðablik í úrslitaleik Íslandsmótsins í gær. Það þurfti framlengingu til að skera úr um úrslit þar sem Blikar höfðu að lokum betur 1-2.

Mæðgur efstar í kastþraut Óla Guðmunds

Hin árlega kastþraut Óla Guðmunds fór fram með pompi og prakt föstudaginn 8. september 2017 í sautjánda sinn. Að þessu sinni tóku þátt sjö karlar og sjö konur.Í karlaflokki sigraði Jón Bjarni Bragason, Breiðabliki, með 2.908 stig.

Selfoss endurheimti sæti sitt í Pepsi-deildinni

Selfyssingar endurheimtu á laugardag sæti sitt í Pepsi-deild kvenna að ári. Þrátt fyrir að lúta í gras gegn deildarmeisturum HK/Víkings fylgjast liðin að upp í Pepsi-deildina.

Mátunardagur 11. september

Mánudaginn 11. september er mátunardagur hjá Jako. Starfsmaður frá Jako verður í Tíbrá milli klukkan 16 og 19, endilega nýtið ykkur frábær tilboð.

Selfoss tapaði í Garðabænum

Selfoss tapaði með þremur mörkum í Garðabænum í kvöld gegn Stjörnunni, 29-26. Selfyssingar byrjuðu illa og var staðan í hálfleik 17-11.

Keppni að hefjast í Olís-deildinni

Íslandsmótið í handknattleik hefst í dag þegar Selfyssingar hefja keppni í Olís-deildinni. Strákarnir okkar ríða á vaðið á útivelli gegn Stjörnunni í kvöld kl.

MÍ 15-22 | Dagur Fannar sexfaldur Íslandsmeistari

Helgina 26.-27. ágúst fór Meistaramót Íslands 15-22 ára fram á Laugardalsvellinum. HSK/Selfoss sendi öflugt 33 manna lið til leiks sem gerði sér lítið fyrir og tók 23 gull, 17 silfur og 17 brons auk þess að vinna báða 15 ára aldursflokkana og verða í öðru sæti á eftir ÍR í heildarstigkeppni félaga.

Markalaust á þjóðarleikvanginum

Selfyssingar gerðu markalaust jafntefli við Fram í Inkasso-deildinni í gær en leikið var á Laugardalsvelli. Nánar er fjallað um leikinn á vef . Að loknum leik er Selfoss í níunda sæti með 25 stig og fer aftur í Laugardalinn í næstu umferð þar sem liðið leikur við Þrótt laugardaginn 16.