Silfur til Selfyssinga í sveitakeppninni

Selfyssingar urðu í öðru sæti í sveitakeppni karla í júdó árið 2018 en keppnin fór fram um helgina í umsjón Júdofélags Reykjavíkur að þessu sinni.Keppnin var fyrst haldin árið 1974 og var þetta í 43.

Áslaug Dóra og Anna María semja við uppeldisfélagið

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Anna María Bergþórsdóttir skrifuðu í síðustu viku undir þriggja ára samninga við knattspyrnudeild Selfoss.   Áslaug Dóra og Anna María eru báðar 15 ára gamlar og stigu sín fyrstu skref í meistaraflokki í Pepsi-deildinni í sumar, þar sem Anna María lék fjóra leiki og Áslaug Dóra þrjá.

Landsbankinn styrkir handknattleiksdeildina

Í tilefni þátttöku karlaliðs Selfoss í Evrópukeppninni í handbolta í vetur hefur Landsbankinn á Selfossi, sem einn aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildarinnar, ákveðið að styrkja deildina aukalega um 500.000 kr.

Tilboðsdagar hjá Jako

Mánudagana 26. nóvember og 3. desember verður Jako með tilboðsdag fyrir allar deildir Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.Það verður boðið upp á á nýrri keppnistreyju Selfoss, félagsgalla, æfingasettum og fleiri vörum.

Súrsætur sigur gegn Azoty-Puławy

Í gærkvöld fór fram leikur Selfoss og KS Azoty-Puławy frá Póllandi, en þetta var síðari leikur 3. umferðar Evrópukepnni félagsliða.  Leiknum lyktaði með eins marks sigri strákanna okkar, 28-27.  Það dugði þó ekki til þar sem fyrri leikurinn tapaðist með 7 mörkum og Selfoss því fallið úr leik í Evrópukeppninni í vetur.Bæði lið fóru varfærnislega af stað og ekki var mikið skorað fyrstu 20 mínútur.  Liðin skiptust á að taka forustu, en munurinn varð þó aldrei meiri en 2 mörk í fyrri hálfleik.  Staðan að honum loknum jöfn, 13-13.Í upphafi síðari hálfleiks gerðu svo strákarnir okkar alvöru áhlaup á gestina.  Selfoss náði fjögurra marka mun, 18-14, á 37.

Þorsteinn Daníel framlengir til tveggja ára

Þorsteinn Daníel Þorsteinsson skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Þorsteinn, sem er 24 ára, hefur verið lykilmaður í liði Selfoss undanfarin ár en hann hefur leikið 160 meistaraflokksleiki fyrir félagið. „Ég er Selfyssingur í húð og hár og mér fannst ég ekki geta farið neitt í burtu þegar Selfoss er í þessari stöðu.

Sigur gegn Fram

Strákarnir unnu góðan sigur á Fram í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi, 28-23, í Hleðsluhöllinni.Selfoss var með frumkvæðið allan fyrri hálfleik en Framarar gáfu ekkert eftir lengi vel og tóku vel á þeim vínrauðu í vörninni.  Munurinn varð þó aldrei mikill en staðan var 13-11 í leikhléi.Fyrri helming síðari hálfleiks var bara meira af því sama.  Selfoss hélt frumkvæðinu og Fram alltaf 2-3 mörukum á eftir.  Um miðjan hálfleikinn minnkuðu Fram muninn í eitt mark,  19-18.  Þá skerpti Patti á hlutunum með strákunum, eftir það tóku Selfyssingar leikinn til sín og kláruðu leikinn vel.  Fimm marka sigur staðreynd, 28-23.Selfoss hefur nú 14 stig í 2.

Dregið í Coca-Cola bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit bikarkeppni karla í dag.  Það er ljóst að Selfoss fer í heimsókn til Fram.  Fyrir þau ykkar sem ekki muna þá tapaði Selfoss fyrir Fram í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins á síðustu leiktíð eftir framlengingu og vítakeppni.  Það er því harma að hefna!Bræður okkar í ÍF Mílan munu hins vegar taka á móti Þrótti í Hleðsluhöllinni.  Mílan leika núna í utandeildinni en Þróttur eru í Grill 66-deildinni (1.

Jafntefli gegn HK

Stelpurnar gerðu jafntefli gegn HK-stelpum í Hleðsluhöllin í kvöld, 27-27, eftir háspenuuleik undir lokin.Selfoss byrjaði leikinn betur og náði mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik en HK kom til baka og var með tveggja marka forskot í hálfleik, 15-17.

Haustmót í hópfimleikum - seinni hluti

Laugardaginn 17. nóvember síðastliðinn fór fram seinni hluti Haustmótsins í hópfimleikum. Selfoss átti þar 3 lið, lið í 2. flokki, lið í yngri drengjaflokki og lið í eldri drengjaflokki.