28.01.2020
Selfoss mætti HK í sínum fyrsta leik í Olísdeildinni á nýju ári. Íslandsmeistararnir sóttu öruggan sigur í greipar heimamanna, 29-34.Fyrsta mark leiksins skoraði Einar Sverrisson, en hann var að snúa aftur eftir tæpt ár á meiðslalistanum. Hann fór af stað af miklum krafti og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum Selfyssinga. Á þessum fyrstu mínútum náðu Selfyssingar þriggja marka forystu sem HK vann þó upp aftur og jöfnuðu í 6-6. Eftir það var allt jafnt þar þar til lokamínúturnar runnu upp. Selfyssingar skoruðu þá síðustu fjögur mörk hálfleiksins og leiddu þar með 13-17.Sá munur hélst lítið breyttur fram eftir síðari hálfleik, allt þar til heimamenn minnkuðu muninn niður í tvö mörk á 50.
28.01.2020
Selfoss sigraði Fylki nokkuð örugglega í Árbænum í gær, 19-23, í Grill 66 deild kvenna.Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn, staðan í hálfleik var 9-13. Mest komust stelpurnar sjö mörkum yfir, 11-18, um miðjan seinni hálfleik. Þær gáfu aðeins eftir undir lokin og urðu lokatölur 19-23.Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 8, Hulda Dís Þrastardóttir 6/3, Agnes Sigurðardóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Þuríður Ósk Ingimarsdóttir 2, Hólmfríður Arna Steinsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1.Varin skot: Henriette Østergaard 12 (38%)Selfoss er því áfram í 3.
23.01.2020
Dregið var í 8-liða úrslit í Coca Cola bikarnum í hádeginu í dag. Meistaraflokkur karla var fulltrúi okkar Selfyssinga í pottinum, en meistaraflokkur kvenna og frændur vorir í ÍF Mílan féllu úr leik í síðustu umferð.Strákarnir munu heimsækja Stjörnuna í Garðabæ. Leikurinn mun fara fram í kringum 6.
19.01.2020
Selfoss sigraði Víkinga með 13 mörkum, 29-16, þegar liðin mættust í Hleðsluhöllinni í Grill 66 deild kvenna í kvöld.Jafnræði var á með liðunum í byrjun og var staðan 4-4 eftir átta mínútna leik. Eftir það kom góður kafli hjá Selfyssingum með nokkrum auðveldum mörkum og var staðan orðin 12-5 eftir átján mínútna leik.
09.01.2020
Selfoss sigraði U-lið Vals á Hlíðarenda í kvöld, 25-22.Jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik, jafnt á nánast öllum tölum en Valur þó alltaf hænufetinu á undan. Undir lok hálfleiksins náðu Selfyssingar nokkrum góðum stoppum í vörninni en virtist fyrirmunað að komast yfir. Það mark kom þó að lokum og eftir það litu gestirnir varla um öxl, komu muninum strax í tvö mörk og voru í raun óheppnar að leiða ekki með þremur í hálfleik, staðan í hálfleik 13-15.Selfyssingar leiddu allan síðari hálfleikinn, komust fljótt fjórum mörkum yfir og leiddu með 4-5 mörkum allt til leiksloka. Sigur staðreynd í fyrsta leik ársins í Grill 66 deildinni hjá stelpunum, 22-27.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 7/2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 6, Katla María Magnúsdóttir 6, Rakel Guðjónsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 3.
08.01.2020
Ljóst er að fjórir Selfyssingar verða í leikmannahóp landsliðsins sem fer á Evrópumeistaramótið í handbolta eftir að Guðmundur Guðmundsson tilkynnti hópinn á blaðamannafundi í gær.
07.01.2020
Selfyssingarnir Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson léku með U-18 ára landsliði Íslands sem tók þátt á hinu árlega Sparkassen Cup í Lübeck í Þýskalandi á milli jóla og nýárs.Liðið bar sigurorð af Sviss og Ítalíu í riðlakeppninni en lá fyrir Þýskalandi.Í undanúrslitum vann liðið öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi en liðið endaði í öðru sæti á mótinu eftir þriggja marka tap í hörku úrslitaleik, aftur gegn Þjóðverjum.Gott mót að baki, næstu verkefni liðsins verða í sumar þar sem liðið spilar m.a.
06.01.2020
Knattspyrnukonan Barbára Sól Gísladóttir og handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson, bæði úr Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Sveitarfélagsins Árborgar á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór á Hótel Selfossi milli hátíða.Barbára Sól er lykilleikmaður hjá Selfoss en liðið hampaði í sumar Mjólkurbikar KSÍ eftir glæstan sigur á KR í framlengdum úrslitaleik.
05.01.2020
Sextán Selfyssingar hafa verið valdir í yngri landslið Íslands sem æfa nú í byrjun janúar, þar af sex í hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins.Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið sína hópa fyrir æfingar 2.
19.12.2019
Þeir Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson voru valdir í 16 manna leikmannahóp U-18 ára landsliðsins sem fer á Sparkassen Cup í Þýskalandi á milli jóla og nýárs.