Fréttir

Selfoss sækir sigur í fyrsta leik ársins

Selfoss sigraði U-lið Vals á Hlíðarenda í kvöld, 25-22.Jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálfleik, jafnt á nánast öllum tölum en Valur þó alltaf hænufetinu á undan.  Undir lok hálfleiksins náðu Selfyssingar nokkrum góðum stoppum í vörninni en virtist fyrirmunað að komast yfir.  Það mark kom þó að lokum og eftir það litu gestirnir varla um öxl, komu muninum strax í tvö mörk og voru í raun óheppnar að leiða ekki með þremur í hálfleik, staðan í hálfleik 13-15.Selfyssingar leiddu allan síðari hálfleikinn, komust fljótt fjórum mörkum yfir og leiddu með 4-5 mörkum allt til leiksloka.  Sigur staðreynd í fyrsta leik ársins í Grill 66 deildinni hjá stelpunum, 22-27.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 7/2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 6, Katla María Magnúsdóttir 6,  Rakel Guðjónsdóttir 4, Agnes Sigurðardóttir 3.

Fjórir Selfyssingar á EM

Ljóst er að fjórir Selfyssingar verða í leikmannahóp landsliðsins sem fer á Evrópumeistaramótið í handbolta eftir að Guðmundur Guðmundsson tilkynnti hópinn á blaðamannafundi í gær.

Ísak og Tryggvi með silfur í Þýskalandi

Selfyssingarnir Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson léku með U-18 ára landsliði Íslands sem tók þátt á hinu árlega Sparkassen Cup í Lübeck í Þýskalandi á milli jóla og nýárs.Liðið bar sigurorð af Sviss og Ítalíu í riðlakeppninni en lá fyrir Þýskalandi.Í undanúrslitum vann liðið öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi en liðið endaði í öðru sæti á mótinu eftir þriggja marka tap í hörku úrslitaleik, aftur gegn Þjóðverjum.Gott mót að baki, næstu verkefni liðsins verða í sumar þar sem liðið spilar m.a.

Barbára Sól og Haukur íþróttafólk Árborgar 2019

Knattspyrnukonan Barbára Sól Gísladóttir og handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson, bæði úr Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Sveitarfélagsins Árborgar á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór á Hótel Selfossi milli hátíða.Barbára Sól er lykilleikmaður hjá Selfoss en liðið hampaði í sumar Mjólkurbikar KSÍ eftir glæstan sigur á KR í framlengdum úrslitaleik.

Sextán ungmenni í landsliðsverkefnum í byrjun árs

Sextán Selfyssingar hafa verið valdir í yngri landslið Íslands sem æfa nú í byrjun janúar, þar af sex í hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins.Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið sína hópa fyrir æfingar 2.

Ísak og Tryggvi á Sparkassen Cup

Þeir Ísak Gústafsson og Tryggvi Þórisson voru valdir í 16 manna leikmannahóp U-18 ára landsliðsins sem fer á Sparkassen Cup í Þýskalandi á milli jóla og nýárs.

Tap gegn Val í hörkuleik

Selfoss mætti Val í síðasta leik fyrir jól í Hleðsluhöllinni. Valur hafði tveggja marka sigur, 31-33, eftir stórskemmtilegan leik.Valsarar byrjuðu betur og leiddu fyrstu fimm mínútur leiksins.  Selfyssingar náðu að fínstilla sinn leik og náðu að jafna leikinn í 4-4.  Atli Ævar fékk snemma rautt spjald fyrir vægt brot.  Þetta þjappaði Selfyssingum saman og Guðni Ingvars fyllti skarð Atla með sóma.  Selfoss komst yfir í 8-6 og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik, 15-11.  Þeir héldu tveggja til fjögurra marka forystu út fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 18-16, heimamönnum í vil.Leikurinn hélst í góðu jafvægi áfram og leiddu heimamenn með tveimur til þremur mörkum þar til að Valsmenn náðu að jafna metin um miðjan síðari hálfleik, 26-26.  Leikurinn var jafn og spennandi þennan lokakafla og var jafnt á svo til öllum tölum.  Á lokamínútunni fengu Selfyssingar ágætt færi á að jafna metin en höfðu hepnina ekki með sér í liði og fór skotið rétt fram hjá, Valsmenn brunuðu upp og innsigluðu sigurinn endandlega, 31-33.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 10/5, Haukur Þrastarson 9, Guðni Ingvarsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Daníel Karl Gunnarsson 2, Ísak Gústafsson 1, Magnús Öder Einarsson 1.Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7 (25%) og Sölvi Ólafsson 2 (14%).Nánar er fjallað um leikinn á , og .Nú er handboltinn kominn í jóla-, nýárs- og landsliðspásu fram í lok janúar.  Næsti leikur strákanna er gegn HK í Kórnum 30.

Fjórir Selfyssingar í æfingahóp landsliðsins

Þeir Haukur Þrastarson, Elvar Örn Jónsson, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson eru allir í æfingahópi A-landsliðs karla. Guðmundur Þ.

Katla María í afrekshóp HSÍ

Katla María Magnúsdóttir var á dögunum valin í afrekshóp HSÍ, en Arnar Pétursson landsliðsþjálfari boðaði 18 leikmenn til æfinga.

Röskun á æfingum vegna óveðurs

Í ljósi mjög slæmrar veðurspár fyrir þriðjudag og miðvikudag er í gildi á Suðurlandi frá kl. 15:00 í dag.Tekin hefur verið ákvörðun hjá sveitarfélaginu að loka leikskólum, frístundaheimilum, íþróttahúsi Vallaskóla, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla, Iðu íþróttahúsi FSu (Hleðsluhöllinni) og útisvæði Sundhallar Selfoss frá kl.