15.12.2019
Selfoss mætti Val í síðasta leik fyrir jól í Hleðsluhöllinni. Valur hafði tveggja marka sigur, 31-33, eftir stórskemmtilegan leik.Valsarar byrjuðu betur og leiddu fyrstu fimm mínútur leiksins. Selfyssingar náðu að fínstilla sinn leik og náðu að jafna leikinn í 4-4. Atli Ævar fékk snemma rautt spjald fyrir vægt brot. Þetta þjappaði Selfyssingum saman og Guðni Ingvars fyllti skarð Atla með sóma. Selfoss komst yfir í 8-6 og náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik, 15-11. Þeir héldu tveggja til fjögurra marka forystu út fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 18-16, heimamönnum í vil.Leikurinn hélst í góðu jafvægi áfram og leiddu heimamenn með tveimur til þremur mörkum þar til að Valsmenn náðu að jafna metin um miðjan síðari hálfleik, 26-26. Leikurinn var jafn og spennandi þennan lokakafla og var jafnt á svo til öllum tölum. Á lokamínútunni fengu Selfyssingar ágætt færi á að jafna metin en höfðu hepnina ekki með sér í liði og fór skotið rétt fram hjá, Valsmenn brunuðu upp og innsigluðu sigurinn endandlega, 31-33.Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 10/5, Haukur Þrastarson 9, Guðni Ingvarsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Daníel Karl Gunnarsson 2, Ísak Gústafsson 1, Magnús Öder Einarsson 1.Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7 (25%) og Sölvi Ólafsson 2 (14%).Nánar er fjallað um leikinn á , og .Nú er handboltinn kominn í jóla-, nýárs- og landsliðspásu fram í lok janúar. Næsti leikur strákanna er gegn HK í Kórnum 30.
14.12.2019
Þeir Haukur Þrastarson, Elvar Örn Jónsson, Janus Daði Smárason og Bjarki Már Elísson eru allir í æfingahópi A-landsliðs karla. Guðmundur Þ.
13.12.2019
Katla María Magnúsdóttir var á dögunum valin í afrekshóp HSÍ, en Arnar Pétursson landsliðsþjálfari boðaði 18 leikmenn til æfinga.
10.12.2019
Í ljósi mjög slæmrar veðurspár fyrir þriðjudag og miðvikudag er í gildi á Suðurlandi frá kl. 15:00 í dag.Tekin hefur verið ákvörðun hjá sveitarfélaginu að loka leikskólum, frístundaheimilum, íþróttahúsi Vallaskóla, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla, Iðu íþróttahúsi FSu (Hleðsluhöllinni) og útisvæði Sundhallar Selfoss frá kl.
08.12.2019
Báðir meistaraflokkar Selfoss áttu leiki í gær. Strákarnir sigruðu Olísdeildarslag við ÍR í Austurbergi, 29-31. Í Grill 66 deildinni töpuðu stelpurnar fyrir Fram U í Safamýrinni, 26-21.Leikurinn í Breiðholti var frekar jafn framan af og það var ekki fyrr en á 20.
05.12.2019
Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson og knattspyrnukonan Barbára Sól Gísladóttir voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins 2019 hjá Ungmennafélagi Selfoss á verðlaunahátíð félagsins sem var haldin í félagsheimilinu Tíbrá í gær.Barbára Sól er lykilleikmaður hjá Selfoss en liðið hampaði í sumar Mjólkurbikar KSÍ eftir glæstan sigur á KR í framlengdum úrslitaleik.
03.12.2019
Fimmtudaginn 5. desember verður með jólatilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 19.
Það verður boðið upp á á keppnistreyju Umf.
02.12.2019
Selfyssingar töpuðu fyrir FH í Hleðsluhöllinni í kvöld með sex mörkum, 31-37.Jafnræði var með liðunum fram á 12. mínútu en þá komust FH þremur mörkum yfir, úr 6-6 í 6-9. Munurinn hélst 2-4 mörk út fyrri hálfleik og staðan í leikhléi 14-18. Lítið gekk hjá Selfyssingum í seinni hálfleik. FH byggðu upp forystu og náðu mest átta marka forskoti. Selfyssingar minnkuðu muninn niður í sex mörk fyrir leikslok en sigur FH-inga var aldrei í hættu. Lokatölur 31-37.Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 10, Hergeir Grímsson 6/4, Haukur Þrastarson 4, Guðni Ingvarsson 3, Magnús Öder Einarsson 2, Reynir Freyr Sveinsson 2, Alexander Már Egan 2, Ísak Gústafsson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 11 (30%) og Einar Baldvin Baldvinsson 3 (20%)Nánar er fjallað um leikinn á ogNæsti leikur hjá strákunum er á laugardaginn gegn ÍR í Austurbergi kl 16.00.
01.12.2019
Selfoss sigraði U-lið Stjörnunnar með þremur mörkum í kvöld í Hleðsluhöllinni, 25-22.Selfyssingar byrjuðu leikinn betur en Stjarnan jafnaði í 4-4 og tók í framhaldi frumkvæðið.
26.11.2019
Handknattleiksdeild Selfoss og Kaffi Krús skrifuðu á dögunum undir áframhaldandi samstarfssamning. Vinir okkar á Kaffi Krús hafa verið stoltir bakhjarlar handboltans á Selfossi um nokkurt skeið og verða það áfram.Handknattleiksdeildin er með til sölu 10 þúsund kr.