Fréttir

Halldór Jóhann tekur við Selfoss

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur ráðið Halldór Jóhann Sigfússon sem þjálfara meistaraflokks karla frá og með næsta tímabili, en Halldór skrifaði undir þriggja ára samning við Selfoss.

Landsbankinn og handknattleiksdeildin endurnýja samning sinn

Landsbankinn og Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hafa endurnýjað samstarfssamning sinn.  Um langt skeið hefur Landsbankinn verið einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar og er afar stoltur af því samstarfi, sem og árangri deildarinnar.

Öruggur sigur Selfyssinga í Hleðsluhöllinni

Meistaraflokkur karla lagði Aftureldingu örugglega með átta mörkum í Hleðsluhöllinni í kvöld, 35-27.Leikurinn byrjaði nokkuð jafnt og var staðan 3-3 eftir sjö mínútna leik.

Átta marka sigur hjá stelpunum

Selfoss sigraði HK U örugglega í kvöld með átta mörkum, 30-22, þegar liðin mættust í Hleðsluhöllinni í Grill 66 deild kvenna.Selfoss byrjaði leikinn illa og komust HK-stelpur tveimur mörkum yfir, 0-2.

Allar æfingar falla niður hjá Umf. Selfoss föstudaginn 14. febrúar

Í ljósi þess að Almannavarnir hafa gefið út rauða veðurviðvörun fyrir Suðurland á morgun falla allar æfingar hjá Umf. Selfoss niður á morgun, föstudaginn 14.

Skellur gegn Fjölni

Stelpurnar töpuðu fyrir Fjölni á útivelli í gær með einu marki í hádramatískum leik, 22-21.Allt var í járnum í upphafi leiks og jafnt var á öllum tölum.  Selfoss steig þó á bensíngjöfina um miðbik fyrri hálfleiks og leiddi í hálfleik með þremur mörkum, 7-12.  Áfram héldu stelpurnar að raða inn mörkum og voru komnar mest níu mörkum yfir, 11-20.

Tvö stig sótt norður

Selfoss gerði góða ferð norður á land og sóttu tvö stig er þeir unnu KA með fimm marka mun, 26-31.Akureyringar byrjuðu leikinn af krafti og vörn Selfyssinga var jafnframt á hælunum.  KA komust því snemma yfir í leiknum og virtust vera að fara sigla lengra fram úr.  Ungur markmaður Selfoss, Alexander Hrafnkelsson, tók nokkra góða bolta á meðan liðið náði að stilla sig af.  Fyrri hálfleikur var jafn eftir það.  Staðan í hálfleik 13-14Vörn gestanna af flatlendinu þéttist en frekar í síðari hálfleik og sigu Selfyssingar hægt og bítandi fram úr.  Að endingu nokkuð sigur, 26-31.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 11/2, Einar Sverrisson 5/1, Atli Ævar Ingólfsson 4, Magnús Öder Einarsson 4, Alexander Már Egan 3, Guðni Ingvarsson 2, Ísak Gústafsson 1, Hannes Höskuldsson 1.Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 20 (45%%)Nánar er fjallað um leikinn á , og.Stelpurnar eiga næsta leik, en þær mæta Fjölni í Grafarvoginum í dag, sunnudag, kl.

Skellur í Mýrinni

Selfoss steinlá í kvöld á móti Stjörnunni, 34-21.  Strákarnir eru því fallnir úr leik í Coca-Cola bikarnum í ár.Stjarnan skoraði fyrstu tvö mörkin en Selfyssingar náðu að jafna í 3-3 og 4-4.

Tveggja marka sigur hjá stelpunum

Stelpurnar áttu síðari leik tvíhöfðans í Hleðsluhöllinni í kvöld.  Þar unnu þær frískt lið ÍR í toppbaráttunni í Grill 66 deildinni, 24-22.Selfyssingar náðu snemma frumkvæðinu í leiknum þó munurinn hafi ekki verið mikill.  Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem munurinn fór í fyrsta sinn yfir þrjú mörk, ÍR náði þó marki til baka og staðan í hálfleik 13-11.Seinni hálfleikur var meira af því sama, Selfoss hélt frumkvæðinu án þess þó að hrista gestina af sér.  Þær héldu haus allt til leiksloka og sigur niðurstaðan, 24-22.Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 7/3, Katla María Magnúsdóttir 6, Katla Björg Ómarsdóttir 5, Agnes Sigurðardóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Rakel Guðjónsdóttir 1.Varin skot: Henriette Østergaard 8 (26%)Selfoss er því áfram í 3.

Sjö marka tap í Suðurlandsslagnum

Selfoss lá fyrir Eyjamönnum í Suðurlandsslagnum í dag með sjö mörkum, 29-36.Þetta var fyrsti leikur Einars Sverrissonar í Hleðsluhöllinni í langan tíma en hann var ekki lengi inná Einar fékk rautt spjald í byrjun leiks.