04.07.2019
Línumaðurinn Katla Björg Ómarsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Katla er aðeins 21 árs og gríðarlega duglegur og metnaðarfullur leikmaður.
01.07.2019
Markmaðurinn Sölvi Ólafsson hefur framlengt við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Sölvi hlaut sitt handboltalega uppeldi á Selfossi þar sem hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2012. Hann fór svo aðeins að skoða heiminn þegar hann gekk í Aftureldingu árið 2015. Sumarið 2017 kom Sölvi svo aftur heim á Selfoss þar sem hann hefur spilað síðan. Við fögnum því að Sölvi haldi sinni vegferð áfram á Selfossi.Mynd: Sölvi stendur keikur, tilbúinn í að verja Hleðsluhöllina.
Umf.
27.06.2019
Meistaraflokki kvenna hefur borist liðsstyrkur frá Danaveldi. Markmaðurinn Henriette Østergaard hefur samið við Selfoss til tveggja ára. Henriette er tvítug og kemur úr yngri flokka starfi Elitehåndbold Aalborg sem er félag í efstu deild í dönskum kvennahandbolta.Við bjóðum Henriette hjartanlega velkomna á Selfoss.
26.06.2019
Í síðustu viku var Grímur Hergeirsson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla. Nú hefur verið gengið frá öðrum stöðum í þjálfarateyminu. Þórir Ólafsson sem verið hefur aðstoðarþjálfari síðustu þrjú ár hefur ákveðið að taka sér hlé frá handbolta. Örn Þrastarson kemur inn í teymið og verður hægri hönd Gríms. Örn er jafnframt þjálfari mfl.
25.06.2019
Í júlí verður haldið styrktar- og hreyfifærninámskeið fyrir krakka fædda 2004-2007 í Hleðsluhöllinni. Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri.Yfirþjálfari er Rúnar Hjálmarsson og honum til aðstoðar verður Sólveig Erla Oddsdóttir leikmaður Selfoss.Á námskeiðinu mun Rúnar fara með krakkana í alhliða styrktar- og liðleikaþjálfun og vinna í fyrirbyggjandi styrktaræfingum.
24.06.2019
Sverrir Pálsson mun spila áfram með Selfoss en Sverrir framlengdi á dögunum við handknattleiksdeildina til tveggja ára. Sverrir er einn af þeim leikmönnum sem kom Selfoss upp um deild á sínum tíma og hefur verið lykilmaður í vörn síðan.
21.06.2019
Grímur Hergeirsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Grímur er Selfyssingur í húð og hár og hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins s.l.
18.06.2019
Á sunnudaginn fór fram verðlaunahóf HSÍ og Olís. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar í Olís- og Grill66-deildunum heiðraðir fyrir góða frammistöðu í vetur.Annað árið í röð var Elvar Örn Jónsson valinn besti leikmaður Olísdeildar karla í handbolta og Haukur Þrastarson valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.Elvar Örn fékk einnig Valdimarsbikarinn en hann er veittur þeim leikmanni sem þykir mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu.Við óskum þeim Elvari, Hauki og öllum þeim sem fengu verðlaun á hófinu hjartanlega til hamingju!Mynd: Guðmundur B.
18.06.2019
Haukur okkar Þrastarson er tilnefndur sem besti ungi leikstjórnandi heims af vefsíðunni HandballPlanet.com.Haukur er tilnefndur sem besti leikstjórnandinn ásamt Frakkanum Kylian Villeminot úr liði Montpellier, Slóvenanum Fomen Makuc úr liði Celje Laso og Ungverjanum Matyas Gyori sem leikur með Tatabanya.Blaðamenn víðs vegar um Evrópu tilnefndu 28 leikmenn, fjóra í hverri stöðu og það eru síðan lesendur handball-planet.com sem taka þá í að velja þá bestu.
14.06.2019
Markmaðurinn efnilegi Einar Baldvin Baldvinsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við handknattleiksdeild Selfoss.Einar Baldvin kemur til okkar frá Val þar sem hann hefur leikið með meistaraflokki síðustu tvö ár. Hann gekki í raðir Valsmanna vorið 2017 frá Víking þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn. Þá hefur hann leikið með yngri landsliðum Íslands, enda einn efnilegasti markmaðaður landsins.Handknattleiksdeild Selfoss býður Einar Baldvin hjartanlega velkominn og hlakkar til að sjá hann vaxa og dafna sem leikmann.Mynd: Einar Baldvin ásamt Þóri Haraldssyni formanni deildarinnar
Umf.