26.04.2019
Dregið var í Vorhappdrætti handknattleiksdeildar í gær í vitna viðurvist. Vinningarnir eru stórglæsilegir að þessu sinni og heildarverðmæti þeirra eru 1.149.411 krónur!Hægt verður að vitja vinninga á skrifstofu Ungmennafélgsins í Tíbrá strax eftir helgi!.
26.04.2019
Um helgina fer fram Bónusmótið í handbolta, en það er stærsta handboltamót á Íslandi. Mótið er fyrir iðkendur 7. flokks og eru þátttakendur um 850 á því.
24.04.2019
Ómar Vignir Helgason var tekinn inn í Heiðurshöll Selfoss í hálfleik í leik Selfoss og ÍR á laugardaginn s.l. Til að komast inn í Heiðurshöll Selfoss þarf að hafa leikið með félaginu í 10 ár.
22.04.2019
Selfoss er komið áfram í undanúrslit Íslandsmótsins eftir dramatískan eins marks sigur á ÍR í Austurbergi í kvöld, 28-29. Selfoss vann því einvígið samtals 2-0 og mætir Val í undanúrslitum.Selfoss byrjaði betur og komst 0-1 yfir, ÍR-ingar tóku síðan við og leiddu leikinn fram að 55.
21.04.2019
Selfoss vann ÍR 27-26 í fyrsta leik í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í Hleðsluhöllinni í gær.Leikurinn var jafn framan af en Selfoss náði fjögurra marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik var 15-13.
19.04.2019
Hafin er sala miða í vorhappadrætti handknattleiksdeildar Selfoss. Vinningar eru af fáheyrðum gæðum og heildaverðmæti rúm ein milljón króna.Um er að ræða eina stærstu fjáröflun deildarinnar og því hvetjum við alla til að taka vel á móti iðkendum sem verða á ferðinni í net- og raunheimum næstu tvær vikur.
19.04.2019
Það voru öflugir Selfyssingar sem æfðu með U-15 ára landsliði karla og kvenna um síðustu helgi í Kórnum. Það voru þeir Daníel Þór Reynisson, Sæþór Atlason, Hans Jörgen Ólafsson og Einar Gunnar Gunnlaugsson sem æfðu með U-15 ára landsliði karla og Tinna Sigurrós Traustadóttir sem æfði með U-15 ára landsliði kvenna. Einar Guðmundsson er þjálfari liðanna.Mynd: Daníel Þór Reynisson, Sæþór Atlason, Tinna Sigurrós Traustadóttir, Hans Jörgen Ólafsson og Einar Gunnar Gunnlaugsson.
17.04.2019
Framundan er úrslitakeppni Olísdeildarinnar en Selfyssingar hefja leik í Hleðsluhöllinni laugardaginn 20. apríl þegar þeir taka á móti ÍR í fyrsta leik liðanna kl.
14.04.2019
Hannes Jón Jónsson hefur rift samningi sínum við Handknattleiksdeild Umf. Selfoss og mun ekki taka við þjálfun liðsins á næsta tímabili.
09.04.2019
Atli Ævar Ingólfsson hefur framlengt við Selfoss til tveggja ára. Eru þetta mjög svo ánægjulegar fréttir enda var Atli Ævar einn besti línumaðurinn í Olísdeildinni í vetur og skorað þar 81 mark. Handknattleiksdeildin er ánægð með að halda þessum öfluga leikmanni innan sinna raða og verður hann án efa áfram einn af lykilmönnum liðsins.