Fréttir

Elvar bestur og Haukur efnilegastur annað árið í röð

Á sunnudaginn fór fram verðlaunahóf HSÍ og Olís. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar í Olís- og Grill66-deildunum heiðraðir fyrir góða frammistöðu í vetur.Annað árið í röð var Elvar Örn Jónsson valinn besti leikmaður Olísdeildar karla í handbolta og Haukur Þrastarson valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.Elvar Örn fékk einnig Valdimarsbikarinn en hann er veittur þeim leikmanni sem þykir mikilvægasti leikmaður deildarinnar á tímabilinu.Við óskum þeim Elvari, Hauki og öllum þeim sem fengu verðlaun á hófinu hjartanlega til hamingju!Mynd: Guðmundur B.

Haukur tilnefndur sem besti ungi leikstjórnandi heims

Haukur okkar Þrastarson er tilnefndur sem besti ungi leikstjórnandi heims af vefsíðunni HandballPlanet.com.Hauk­ur er til­nefnd­ur sem besti leik­stjórn­and­inn ásamt Frakk­an­um Kyli­an Vil­lem­inot úr liði Mont­p­ellier, Slóven­an­um Fomen Makuc úr liði Celje Laso og Ung­verj­an­um Matyas Gyori sem leik­ur með Tata­banya.Blaðamenn víðs veg­ar um Evr­ópu til­nefndu 28 leik­menn, fjóra í hverri stöðu og það eru síðan les­end­ur hand­ball-pla­net.com sem taka þá í að velja þá bestu.

Einar Baldvin til Selfoss

Markmaðurinn efnilegi Einar Baldvin Baldvinsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við handknattleiksdeild Selfoss.Einar Baldvin kemur til okkar frá Val þar sem hann hefur leikið með meistaraflokki síðustu tvö ár.  Hann gekki í raðir Valsmanna vorið 2017 frá Víking þar sem hann hóf meistaraflokksferil sinn.  Þá hefur hann leikið með yngri landsliðum Íslands, enda einn efnilegasti markmaðaður landsins.Handknattleiksdeild Selfoss býður Einar Baldvin hjartanlega velkominn og hlakkar til að sjá hann vaxa og dafna sem leikmann.Mynd: Einar Baldvin ásamt Þóri Haraldssyni formanni deildarinnar Umf.

Handknattleiksdeildin og Sportís semja

Handknattleiksdeild Selfoss og Sportís hafa gert með sér samning til þriggja ára um að meistaraflokkar Selfoss spili í Asics skóm.Asics er hágæða japanskt vörumerki og er meðal fremstu aðila í skóm fyrir handbolta.

Ísland úr leik þrátt fyrir sigur

Kvennalandslið Íslands kemst ekki á HM 2019 en það var ljóst eftir eins marks sigur gegn Spánverjum í gær. Fyrri leikurinn út í Malaga tapaðist með 9 mörkum, 35-26.

Selfoss í Meistaradeild Evrópu

Selfoss hefur skráð meistaraflokk karla til leiks í Meistaradeild Evrópu. Selfoss vann sér rétt til þáttöku í Meistaradeildinni með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn en Ísland á rétt á einu sæti í deildinni eftir mikla velgengi í Evrópukeppnum á síðustu árum.

Íslandsmeistara-handboltaskóli Selfoss í sumar

Handknattleiksdeild Selfoss verður með handboltaskóla í sumar eins og undanfarin ár. Það verða þrjár vikur í boði í ár það eru vikurnar 11.-14.

Sumartilboð Jako

Þriðjudaginn 4. júní verður Jako með sumartilboð fyrir félagsmenn Umf. Selfoss í Tíbrá að Engjavegi 50 milli klukkan 16 og 18.Það verður boðið upp á á félagsgalla Umf.

Lokahóf handboltaakademíunnar

Sameiginlegt lokahóf Handknattleiksakademíu og 3. flokks Selfoss fór fram um miðjan maí.  Þetta var að vanda skemmtileg samkoma, sól á himni og góður matur.  Þó nokkur verðlaun voru veitt og fjórir nemendur útskrifaðir.  Afrek ársins í Akademíunni var valið að leika á heimsmeistaramótinu í handbolta, ekki amalegt það.Við óskum þessu unga og efnilega fólki að sjálfsögðu til hamingju með sín verðlaun.    3.

17 Selfyssingar í landsliðsverkefnum

Það eru ekki allir Selfyssingar komnir í sumarfrí þrátt fyrir að almennri keppni sé lokið.  Nú í maí og fram í miðjan júní eru landsliðsverkefni hjá öllum landsliðum Íslands í handknattleik, bæði hjá A- og yngri landsliðum.  Hvorki meira né minna en 17 iðkendur Selfoss taka þátt í þessum landsliðsverkefnum, þar af fjórir með A-landsliðum Íslands.A-landslið karlaElvar Örn Jónsson Haukur Þrastarson Atli Ævar IngólfssonA-landslið kvennaPerla Ruth AlbertsdóttirU-19 ára landslið karlaAlexander Hrafnkelsson Guðjón Baldur Ómarsson Sölvi SvavarssonU-19 ára landslið kvennaKatla María MagnúsdóttirU-17 ára landslið karlaÍsak Gústafsson Reynir Freyr Sveinsson Tryggvi ÞórissonU-15 ára landslið karlaEinar Gunnar Gunnlaugsson Hans Jörgen Ólfasson Daníel Þór Reynisson Sæþór AtlasonU-15 ára landslið kvennaTinna Traustadóttir Hugrún Tinna RóbertsdóttirÞess má geta að Jón Birgir Guðmundsson er sjúkraþjálfari A-landsliðs karla, Einar Guðmundsson þjálfar U-15 ára landslið karla og kvenna ásamt öllum atvinnumönnunum okkar sem eru í A-landsliði karla.Efri röð f.v: Elvar Örn Jónsson (A), Tryggvi Þórisson (U-17), Guðjón Baldur Ómarsson (U-19), Ísak Gústafsson (U-17), Haukur Þrastarson (A), Alexander Hrafnkelsson (U-19), Sölvi Svavarsson (U-19).