29.12.2018
Nökkvi Dan Elliðason hefur gert eins og hálfs árs samning við handknattleiksdeild Selfoss. Nökkvi, sem er uppalinn Eyjamaður, kemur frá norska úrvalsdeildarliðinu Arendal. Hann er 21 árs gamall miðjumaður en getur leyst allar stöður fyrir utan. Handknattleiksdeildin er feykilega ánægð með komu Nökkva og mun hann verða góð styrking við hóp meistaraflokks karla sem er í toppbaráttu í Olísdeildinni nú um mundir.Mynd: Nökkvi Dan ásamt Þóri Haraldssyni, formanni deildarinnar
Umf.
28.12.2018
Þau Perla Ruth Albertsdóttir og Elvar Örn Jónsson voru kosin íþróttakona og íþróttakarl Árborgar árið 2018, annað árið í röð. Kjörinu var lýst á verðlaunahátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar í hátíðarsal FSu í gærkvöldi.
28.12.2018
Toyota Selfossi hefur endurnýjað styrktarsamning sinn við handknattleiksdeildina, en Toyota hefur verið dyggur styrktaraðili deildarinnar á undanförnum árum.
25.12.2018
Nú ættu allir á Selfossi, í það minnsta, að vera komin með í hendurnar. Það er veglegt að vanda og mikið af skemmtilegu efni í því, m.a.
24.12.2018
Handknattleiksdeild Selfoss óskar öllum þeim stuðningsmönnum, styrktaraðilum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.Liðið ár hefur verið viðburðaríkt í handboltanum.
23.12.2018
Árni Steinn Steinþórsson var valinn í úrvalslið fyrri hluta Olísdeildar karla á dögunum. Úrvalsliðið var tilkynnt í þættinum og voru verðlaunin valin í samstarfi við HSÍ og Olís.Í kvennaflokki var það Íris Björk Símonardóttir leikmaður Vals sem kjörin var besti leikmaður fyrri hlutar.
20.12.2018
Selfyssingar eiga fjórtán fulltrúa í hópum yngri landsliða og hæfileikamótun Handknattleikssambands Íslands, sem æfa og keppa öðru hvoru megin við áramótin.
20.12.2018
Í gær valdi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, 20 manna æfingahóp sem kemur saman milli jóla og nýárs til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Í hópnum eru fjórir Selfyssingar, þeir Haukur Þrastarson og Elvar Örn Jónsson ásamt þeim Janusi Daða Smárasyni og Ómari Inga Magnússyni, sem báðir leika með Aalborg í Danmörku. Áður hafði verið tilkynnt um 28 manna leikmannahóp sem komu til greina í æfingahópinn.
16.12.2018
Selfoss fékk vænan skell gegn botnliði Akureyrar í dag þegar norðanmenn komu og sigruðu Selfyssinga með 6 mörkum, 28-34.Akureyringar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótlega góðu forskoti á Selfyssinga sem áttu engin svör.
14.12.2018
Selfoss er komið í átta liða úrslit í Coca Cola-bikarkeppni karla í handknattleik eftir sigur gegn Fram 32:31 í æsispennandi leik sem fram fór í Safamýri í gær.Framarar höfðu frumkvæðið í leiknum allan fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik 16-14.