23.10.2018
Þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson, Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson voru allir valdir í A-landslið karla á dögunum.
21.10.2018
Selfoss eru enn taplausir, eitt liða, eftir sigur á FH í gærkvöldi. Leikurinn endaði 27-30 eftir afar spennandi lokamínútur, en við erum búin að læra það á Selfossi að handboltaleikir eru 60 mínútur.Leikurinn byrjaði í jafnvægi, en hægt og bítandi sigldu Hafnfirðingar framúr og komust í 10-5. Þá voru gerðar breytingar á vörn Selfyssinga og Pawel lokaði rammanum, í hálfleik var munurinn því aðeins eitt mark 14-13. Í seinni hálfleik var svo jafnt á flestum tölum þar til 5 mínútur voru eftir, þá tóku strákarnir okkar frumkvæðið og slepptu því ekki þó svo að sitt hvað gengi á.Það er því ljóst að Selfoss situr eitt í toppsæti deildarinnar eftir 6.
20.10.2018
Selfoss er komið í fyrsta sæti Olísdeildarinnar eftir gríðarlega sterkan fjögurra marka sigur á Val, 28-24 í Hleðsluhöllinni á miðvikudaginn s.l.
18.10.2018
Í hádeginu í dag var dregið í fyrstu umferð bikarkeppninnar, Coca-Cola bikarinn. Meistaraflokkur kvenna var í pottinum ásamt 15 öðrum liðum og dróust þær á móti Fjölni. Þær munu því fara í heimsókn í Grafarvoginn einhvertíma á tímabilinu 1.-3.
16.10.2018
Selfoss náði ekki stigum gegn sterku liði Vals í kvöld, en liðið tapaði 24-19 í Valsheimilinu. Lítið fór fyrir sóknarleik í upphafi leiks og var staðan aðeins 3-3 eftir fimmtán mínútna leik, staðan í hálfleik var 9-7.
16.10.2018
Selfoss mun mæta pólska liðinu Azoty-Puławy í 3.umferð Evrópukeppni félagsliða, en dregið var í morgun í höfuðstöðvum EHF. Leikirnir verða spilaðir helgarnar 17.-18.
13.10.2018
Selfoss er komið áfram í 3.umferð Evrópukeppni félagsliða eftir hreint út sagt magnaðan leik gegn RD Riko Ribnica. Liðið þurfti að vinna upp þriggja marka tap eftir fyrri leikinn, þeir gerðu það og gott betur og unnu sex marka sigur, 32-26.
13.10.2018
Stelpurnar fengu skell gegn nýliðum KA/Þór, þegar þær töpuðu 18-23 í 4.umferð Olísdeildarinnar í gær. Selfoss byrjaði betur en eftir 10.mínútna leik tóku norðanstelpur við og leiddu út allan leikinn, staðan í hálfleik var 9-13.
11.10.2018
Selfoss mætir slóvenska liðinu RD Riko Ribnica í seinni leik 2.umferðar í Evrópukeppni félagsliða nú á laugardaginn. Selfoss.net náði tali af Patreki, þjálfara liðsins og spurði hann út í stemminguna og ástandið á hópnum.
Við erum að fara i mjög krefjandi verkefni á laugardaginn á móti mjög sterku liði sem er eitt það besta í slóvensku deildinni.
10.10.2018
Selfoss gerði góða ferð til eyja og tók tvö stig gegn ÍBV í hörkuleik, 25-27.Útlitið var ekki gott framan af, en eyjamenn leiddu nánast allan leikinn með markmann sinn, Kolbein Aron, fremstan í flokki.